Útilegur með grunnskólabörn
Útilegur með grunnskólabörn
FYRIRSPURNIR UM ÚTILEGUR
Fjöldi fyrirspurna hefur borist Skátamiðstöðinni frá skátafélögum um útilegur með grunnskólabörnum (dreka-, fálka- og dróttskátum). Því áframsendi Skátamiðstöðin fyrirspurnina á yfirvöld.
Samkvæmt svörum heilbrigðisráðuneytis fer það ekki gegn ákvæðum reglugerðar um skólahald (sem æskulýðsstarf nær undir) að fara með ungmenni í útilegur en ítrekað að gæta ávallt ýtrustu sóttvarnarsjónarmiða.
LEIÐBEININGAR BÍS UM ÚTILEGUR
Skátafélögunum er heimilt að fara í flokks- og sveitarútilegur með skátum á aldursbili dreka-, fálka- eða dróttskáta. Þannig skal eingöngu fara með þau ungmenni saman í útilegu sem hittast á vikulegum skátafundum en ekki blanda hópum í útilegum milli skátasveita né á milli skátafélaga. Hámarksfjöldi er 50 líkt og á skátafundum.
Fjölda sjálfboðaliða sem fer með ungmennunum í útilegu skal halda í lágmarki en þó vera nægur til að anna ungmennunum og gæta öryggis í útilegunni. Hámarskfjöldi sjálfboðaliða er 20. Sjálfboðaliðar skulu gæta fjarlægðartakmarkana gagnvart hvoru öðru og bera andlitsgrímur þegar það er ekki hægt.
Foreldrar mega skutla og sækja ungmenni og farangur í útilegu á meðan að á henni stendur en heimsóknir foreldra og annarra ungmenna en þeirra sem eru í skátasveitinni skulu vera óheimilar í útilegunni. Eins skulu aðrir sjálfboðaliðar ekki vitja útilegunnar nema nauðsyn krefji.
Eingöngu skal fara í útilegu ef hægt er að gæta ýtrustu sóttvarnarsjónarmiða m.a. með því að hafa góða aðstöðu til handþvotts, hafa spritt aðgengilegt öllum stundum, þrífa sameiginlega fleti reglulega og tryggja góða loftræstingu.
Stjórn og skátaforingjar skátafélaga skulu sameiginlega gæta þess að upplýsa forráðafólk ungmenna vel áður en farið er í útilegu.
Skipting félaga - Skátasumarið á Úlfljótsvatni
Skipting félaga - Skátasumarið á Úlfljótsvatni
Kæru skátar
Nú í hádeginu var dregið um dagsetningar fyrir Skátasumarið á Úlfljótsvatni í sumar. Við byrjuðum á því að skipta félögunum upp í þrjá hópa, erindrekarnir voru okkur innan handar en þeir þekkja vel til félagana. Við fengum aðstoð frá hlutlausum aðila og drógum um dagsetningar. Við reyndum að gera þetta eftir okkar bestu getu. Vonandi verða allir sáttir með úthlutunina og geta farið að skipuleggja sumarið.
Drekaskátar verða velkomnir á mótið og verður tekið sérstakt tillit til þeirra í dagskránni. Nánari upplýsingar munu berast á næstunni frá mótsstjórn sem vinnur að undirbúningi. Skátasumarið 2021 á Úlfljótsvatni verður mikið ævintýri fyrir skátana okkar. Það mun kosta 39.000 kr. Allur matur og dagskrá innifalið í verði. Við erum að skoða hvernig verður staðið að endurgreiðslu til þeirra sem voru búnir að greiða fullt gjald fyrir Landsmót 2020. Meira um það síðar.
Búið er að draga skátafélögin á dagsetningar. Það var gert hér í hádeginu af hlutlausum aðila.
7.- 11 júlí: Skjöldungar, Landnemar, Klakkur, Eilífsbúar, Vífill, Heiðabúar, Mosverjar og Faxi
14.-18. Júlí: Segull, Hafernir, Árbúar, Vogabúar, Hraunbúar, Fossbúar, Strókur og Örninn
21.-25. Júlí: Kópar, Svanir, Borgarnes, Akranes, Stígandi, Garðbúar og Ægisbúar
Skátastarf rekka- og róverskáta frá 13. janúar
Skátafundir rekka- og róverskáta
Við höfum fengið það staðfest að samkvæmt nýjum reglugerðum sem tóku gildi 13. janúar mega rekka- og róverskátar hefja skátastarf aftur.
Þær reglur sem gilda eru:
- Hámarksfjöldi á skátafundum er 50 manns
- Aðstaðan skal þrifin reglulega og snertifletir sótthreinsaðir milli allra hópa
- Sameiginleg áhöld skulu sótthreinsuð a.m.k. tvisvar á dag
- Loftræsting skal vera í lagi og loftað reglulega út yfir daginn
- Nota skal andlitsgrímur þar sem ekki er unnt að tryggja 2 metra nálægðartakmörkun, mælst er til þess að allir beri grímu á meðan skátafundi stendur
Sé þess kostur skal skátastarf fara fram utandyra. Fari starf fram innanhúss skal gæta góðra þrifa á almennum snertiflötum og loftræsa rými. Áfram skal gæta persónubundinna smitvarna og bjóða góða aðstöðu til handþvotts og hafa spritt aðgengilegt þátttakendum og skátaforingjum.
Hér geti þið lesið þær takmarkanir sem gilda hjá grunnskólabörnum.
Skátasumarið Úlfljótsvatni 2021 - Landsmót skáta
Skátasumarið Úlfljótsvatni 2021 - Landsmót skáta

Sumarið 2021 verða haldin 3 skátamót á Úlfljótsvatni í stað hins almenna Landsmóts. Ástæðan er sú að þrátt fyrir að bóluefni verði komið til landsins þá teljum við óábyrgt að skipuleggja og halda svo stóran viðburð á Úlfljótsvatni á þessum tíma.
Hugmyndin er sú að skátafélögum verði skipt í 3 hópa og mæti þau með alla sína skáta á Úlfljótsvatn á 5 daga skátamót þar sem áherslan verður lögð á útilíf, tjaldbúðarlíf og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Þannig væru um 100 þátttakendur á svæðinu á hverju móti.
Mikilvægt er að félögin mæti með sína ungu skáta á þessi mót því lítið hefur verið um útilegur í vetur og við vitum öll hversu mikið útilífið og útilegurnar gefa okkur.
Mótsstjórar
BÍS hefur fengið til liðs við sig þrjá öfluga mótsstjóra. Þetta eru ungir og öflugir skátar, sem muna nú sanka að sér fleiri skátum til að takast á við verkefnið. Mótsstjórnin mun fá aðstöðu í Skátamiðstöðinni til að vinna að verkefninu.
Rafnar Friðriksson
Ragnheiður Silja Kristjánsdóttir
Hrafnkell Úlfur Ragnarsson
Dagsetningar
7.-11. júlí
14.-18. júlí
21.-25. júlí
Mótssvæðið
Úlfljótsvatn er tilbúið að taka við þessum fjölda á skátamót án þess fara í uppbyggingu eða breytingar á svæðinu.
Tjaldsvæði fyrir almenning væri lokað á þessum tíma.
Matarmál
Farið verði til baka í matarúthlutun og skátafélögin sjái sjálf um morgunmat, hádegismat og kaffi. Mótið verði svo með kvöldmatin.
Skátafundir grunnskólabarna frá 1. janúar
Skátafundir grunnskólabarna eftir 1. janúar
Frá 1. janúar taka nýjar reglur um æskulýðsstarf gildi. Þær eru nokkuð líkar þeim reglum sem giltu fyrir áramót en þó ögn víðari. Skátafélög skulu hátta skátastarfi samkvæmt þessum leiðbeiningum.
Þátttakendur:
- Drekaskátar, Fálkaskátar og Dróttskátar mega vera 50 saman á skátafundi og eru undanþegin grímuskyldu og nálægðartakmörkunum.
- Blöndun er leyfileg á milli hópa.
Staðsetning skátafunda:
Sé þess kostur skal skátastarf fara fram utandyra. Fari starf fram innanhúss skal gæta góðra þrifa á almennum snertiflötum og loftræsa rými. Áfram skal gæta persónubundinna smitvarna og bjóða góða aðstöðu til handþvotts og hafa spritt aðgengilegt þátttakendum og skátaforingjum.
Ráðstafanir skulu gerðar til að sótthreinsa rými eftir hvern dag og á milli hópa.
Skátaforingjar:
Skátaforingjar skulu að hámarki vera 10 á skátafundum, þeim ber að gæta 2 metra fjarlægðar frá hvoru öðru og þátttakendum en bera grímu ef ekki er unnt að tryggja nálægðartakmörk. Mælst er til þess að skátaforingjar allra aldursbila beri andlitsgrímur öllum stundum á meðan að skátafundir standa yfir. Ef skátafélög hafa starfsmann gilda sömu reglur um viðkomandi og skátaforingja á skátafundum.
Forráðamenn og aðstandendur:
Forráðamenn og aðstandendur þátttakenda skulu ekki koma inn í skátaheimili eða á skátafundi nema brýna nauðsyn beri til en þá skulu þau vera með andlitsgrímu. Um foreldra og aðstandendur sem leiðbeina á skátafundum gilda að sjálfsögðu sömu reglur og um skátaforingja.
Aðrir aðilar:
Öll umferð annarra en skátaforingja og þátttakenda skal bönnuð á svæði skátafélagsins meðan skátafundir standa yfir nema brýna nauðsyn beri til en þá er grímuskylda.
Hvert skátafélag er í ólíkri stöðu og því bendum við þátttakendum og aðstandendum þeirra á að upplýsingar um hvernig framhaldi starfsins verður háttað mun koma beint frá skátafélaginu.
Skátamiðstöðin lokuð milli jóla og nýárs

Skátamiðstöðin verður lokuð milli jóla og nýárs. Opnum aftur mánudaginn 4. janúar.
Starfsfólk skátamiðstöðvarinnar óskar ykkur gleðilegra jóla og farsæls komandi árs.
Útkall - vinnuhópur um aukið útilíf

Súrefnismettaðir skátar á sterum
Vinnuhópur um aukið útilif skáta verður stofnaður í ársbyrjun 2021 og er það í samræmi við samþykkt sem gerð var á síðasta skátaþingi. Skátarnir vilja bjóða upp á metnaðarfullt og aðgengilegt dagskrárefni fyrir skáta sem byggt er á heildstæðum starfsgrunni með aukna áherslu á útiveru og verndun náttúru.
Viltu taka þátt?
Stjórn BÍS leitar að sjálfboðaliðum í vinnuhóp um aukið útilíf. Gert er ráð fyrir 3 – 5 manna hópi þar sem brennandi áhugi og/eða reynsla fá að njóta sín. Með vinnuhópnum verður tengiliður við stjórn og Skátamiðstöð. Tekið verður við umsóknum frá einstaklingum og teymum.
Láttu vita af þínum áhuga með pósti á veramemm@skatar.is fyrir 7. janúar. Nánari upplýsingar veitir Marta Magnúsdóttir skátahöfðingi. Gjarnan má senda kynningarbréf þar sem líst er áhuga og reynslu þátttakanda. Á vef áttavitans eru hagnýt ráð hvernig kynningarbréf getur litið út – skoða fyrirmynd að kynningarbréfi.
Öllum umsóknum verður svarað.
Skuldbindingin sem þú brennur fyrir!
Þau sem senda umsókn skuldbinda sig til vinnu í hópnum frá 10. janúar 2021 og fram að Skátaþingi 2022, en þá verður kosið í útilífsráð.
Markmið vinnuhópsins eru:
- að hvetja til viðburða sem fela í sér útilíf og styðja við þá útilífsviðburði sem bæði skátafélög og BÍS standa fyrir.
- að stuðla að því að fyrir lok árs 2025 sé útivist enn ríkari partur af skátastarfi og að fræðsla, dagskrárefni og viðburðir taki mið af því.
Útkall - vinnuhópur um aukna samfélagsþátttöku skáta
Samfélagsleg verkefni skáta skiptir máli
Vinnuhópur um aukna samfélagsþátttöku skáta verður stofnaður í ársbyrjun 2021 og er það í samræmi við nýlega samþykkta stefnu skátahreyfingarinnar. „Markmið skátanna er að leggja sitt af mörkum til að stuðla að framförum í samfélaginu og að vera til fyrirmyndar þegar kemur að samfélagsþátttöku og umhverfisvernd,“ segir í stefnunni sem samþykkt var á skátaþingi í haust.
Viltu taka þátt?
Stjórn BÍS leitar að sjálfboðaliðum í vinnuhóp um samfélagsleg verkefni. Gert er ráð fyrir 3 – 5 manna hópi þar sem brennandi áhugi og/eða reynsla fá að njóta sín. Með vinnuhópnum verður tengiliður við stjórn og Skátamiðstöð. Tekið verður við umsóknum frá einstaklingum og teymum.
Láttu vita af þínum áhuga með pósti á veramemm@skatar.is fyrir 7.janúar. Nánari upplýsingar veitir Marta Magnúsdóttir skátahöfðingi. Gjarnan má senda kynningarbréf þar sem líst er áhuga og reynslu þátttakanda. Á vef áttavitans eru hagnýt ráð hvernig kynningarbréf getur litið út – skoða fyrirmynd að kynningarbréfi.
Öllum umsóknum verður svarað.
Skuldbindingin sem þú brennur fyrir!
Þau sem senda umsókn skuldbinda sig til vinnu í hópnum frá 10. janúar – 15. maí 2021.
Vinna hópsins verður í samræmi við markmið stefnu BÍS, en eins og áður segir vilja skátarnir vera til fyrirmyndar þegar kemur að samfélagsþáttöku og umhverfisvernd. Í stefnunni segir einnig að fyrir lok árs 2025 eigi samfélagsverkefni að vera sjálfsagður hluti af starfi flokka, sveita, félaga og BÍS. Verkefni vinnuhópsins er að leggja til aðgerðir til að þessi markmið náist.
Vinnuhópur skili af sér til stjórnar BÍS í síðasta lagi um miðjan maí 2021 heildarskipulagi fyrir verkefnið og hugmyndum að næstu skrefum varðandi framkvæmd þess. Gjarnan mega fylgja tillögur um fræðsluefni fyrir skátaforingja og skáta, sem og verkefnapakkar fyrir skátasveitir.

Hvað er iScout?
24/11/2020Fréttir,Uncategorized

HVAÐ ER ISCOUT?
iScout er alþjóleg keppni fyrir skáta 16 ára og eldri og stendur yfir í sex klukkustundir laugardagskvöldið 6. mars.
Þátttakendur taka þátt í 8 – 25 skáta hópum sem hittast einhverstaðar í sínu landi með fartölvur, snjallsíma og góða internettengingu. Þegar keppnin hefst fá liðin úthlutaðar þrautir sem þarf ýmist að leysa á internetinu eða í raunheimum, þannig þarf hvert lið að skipta með sér verkum. Meðan hluti liðsins leysir verkefni í raunheimum og sendir sönnunargögn fyrir því á dómara keppninnar heldur hinn hluti liðsins sig við tölvuna og leysir þrautir þar.
Að degi loknum vinnur hvert það lið sem tókst að leysa flestar þrautir á réttan máta.
HVERNIG PRÓFA ÉG ISCOUT?
Sökum Covid-19 heimsfaraldursins hefur hópurinn sem stendur að baki hinu árlega skátamóti iScout opnað fyrir að skátar geti spreytt sig á netþrautum fyrri ára! Til þess að taka þátt geta flokkar eða einstakir skátar fylgt þessum leiðbeiningum
1. Velja fjarfundarbúnað til að vera saman á meðan þið leysið iScout þrautirnar
Við hvetjum rekka- og róverskáta áfram til að forðast að hittast í persónu eins og kemur fram í næstu skrefum geta þátttakendur verið á sitthvorum staðnum að leysa iScout þrautir saman. En skemmtilegast er að nota fjarfundarbúnað til að geta talað saman um lausnirnar. Við mælum með Discord, Teams, Zoom, Google hangouts eða hópsímtali á facebook messenger.
2. Stofna iScout aðgang
Til að taka þátt er mælt með því að flokkur skáta skapi sameiginlegan aðgang með því að fara fylgja þessum hlekk: https://game.iscoutgame.com/#/login/. Einstaklingar fylgja að sjálfsögðu sama skrefi
Þegar búið er að stofna aðgang geta allir í flokkinum skráð sig inn samtímis með aðganginum. Þannig geta allir samtímis fengið upplýsingar vegna hverrar þrautar
3. Velja „track“
Eftir að hafa skráð sig inn blasir við þátttakendum 15 hnappar sem ýmist heita Track 1, Track 2, Track 3. Hver hnappur er sett af sirka 20 miserfiðum þrautum. Mælt er með því að leysa velja bara eitt „Track“ og halda sig við það þar til búið er að leysa allar þrautir í settinu. En hópar geta að sjálfsögðu líka reynt að leysa nokkur ólík sett af þrautum samtímis.
4. Hafa gaman og leysa jafn margar þrautir og þið getið
iScout síðan útskýrir rest fyrir ykkur, við hvetjum ykkur til að hafa gaman og til að leysa eins margar þrautir og þið mögulega getið!
Skátafundir grunnskólabarna geta hafist á ný
Skátafundir grunnskólabarna geta hafist á ný
Í dag, 18. nóvember, taka nýjar reglur um æskulýðsstarf gildi. Þær heimila að skátafundir hefjist á ný hjá dreka-, fálka- og dróttskátum. Skátafélög skulu hátta skátastarfi samkvæmt þessum leiðbeiningum.
Þátttakendur:
- Drekaskátar mega vera 50 saman á skátafundi og eru undanþegin grímuskyldu og nálægðartakmörkunum.
- Fálkaskátar mega vera 25 saman á skátafundi og eru undanþegin grímuskyldu og nálægðartakmörkunum.
- Dróttskátar mega vera 25 saman á skátafundi og ber að nota andlitsgrímur sé ekki unnt að halda 2 metra fjarlægð milli þeirra.
- Á skátafundum allra þriggja aldursbila þarf ekki að gæta sömu hópaskiptingar og í grunnskólastarfi.
Staðsetning skátafunda:
Sé þess kostur skal skátastarf fara fram utandyra. Fari starf fram innanhúss skal gæta góðra þrifa á almennum snertiflötum og loftræsa rými. Áfram skal gæta persónubundinna smitvarna og bjóða góða aðstöðu til handþvotts og hafa spritt aðgengilegt þátttakendum og skátaforingjum.
Skátaforingjar:
Skátaforingjar mega að hámarki vera 10 á skátafundum, þeim ber að gæta 2 metra fjarlægðar frá hvoru öðru og þátttakendum en bera grímu ef ekki er unnt að tryggja nálægðartakmörk. Mælst er til þess að skátaforingjar allra aldursbila beri andlitsgrímur öllum stundum á meðan að skátafundir standa yfir. Ef skátafélög hafa starfsmann gilda sömu reglur um viðkomandi og skátaforingja á skátafundum.
Forráðamenn og aðstandendur:
Forráðamenn og aðstandendur þátttakenda skulu ekki koma inn í skátaheimili eða á skátafundi nema brýna nauðsyn beri til en þá skulu þau vera með andlitsgrímu. Um foreldra og aðstandendur sem leiðbeina á skátafundum gilda að sjálfsögðu sömu reglur og um skátaforingja.
Aðrir aðilar:
Öll umferð annarra en skátaforingja og þátttakenda skal bönnuð á svæði skátafélagsins meðan skátafundir standa yfir nema brýna nauðsyn beri til en þá er grímuskylda.
Hvert skátafélag er í ólíkri stöðu og því bendum við þátttakendum og aðstandendum þeirra á að upplýsingar um hvernig framhaldi starfsins verður háttað mun koma beint frá skátafélaginu.



