Skipting félaga - Skátasumarið á Úlfljótsvatni

Kæru skátar

Nú í hádeginu var dregið um dagsetningar fyrir Skátasumarið á Úlfljótsvatni í sumar. Við byrjuðum á því að skipta félögunum upp í þrjá hópa, erindrekarnir voru okkur innan handar en þeir þekkja vel til félagana. Við fengum aðstoð frá hlutlausum aðila og drógum um dagsetningar. Við reyndum að gera þetta eftir okkar bestu getu.  Vonandi verða allir sáttir með úthlutunina og geta farið að skipuleggja sumarið.

Drekaskátar verða velkomnir á mótið og verður tekið sérstakt tillit til þeirra í dagskránni. Nánari upplýsingar munu berast á næstunni frá mótsstjórn sem vinnur að undirbúningi. Skátasumarið 2021 á Úlfljótsvatni verður mikið ævintýri fyrir skátana okkar. Það mun kosta 39.000 kr. Allur matur og dagskrá innifalið í verði. Við erum að skoða hvernig verður staðið að endurgreiðslu til þeirra sem voru búnir að greiða fullt gjald fyrir Landsmót 2020. Meira um það síðar.

Búið er að draga skátafélögin á dagsetningar. Það var gert hér í hádeginu af hlutlausum aðila.

 

7.- 11 júlí: Skjöldungar, Landnemar, Klakkur, Eilífsbúar, Vífill, Heiðabúar, Mosverjar og Faxi

14.-18. Júlí: Segull, Hafernir, Árbúar, Vogabúar, Hraunbúar, Fossbúar, Strókur og Örninn

21.-25. Júlí: Kópar, Svanir, Borgarnes, Akranes, Stígandi, Garðbúar og Ægisbúar