Skátafundir rekka- og róverskáta

Við höfum fengið það staðfest að samkvæmt nýjum reglugerðum sem tóku gildi 13. janúar mega rekka- og róverskátar hefja skátastarf aftur.

Þær reglur sem gilda eru:

  • Hámarksfjöldi á skátafundum er 50 manns
  • Aðstaðan skal þrifin reglulega og snertifletir sótthreinsaðir milli allra hópa
  • Sameiginleg áhöld skulu sótthreinsuð a.m.k. tvisvar á dag
  • Loftræsting skal vera í lagi og loftað reglulega út yfir daginn
  • Nota skal andlitsgrímur þar sem ekki er unnt að tryggja 2 metra nálægðartakmörkun, mælst er til þess að allir beri grímu á meðan skátafundi stendur

Sé þess kostur skal skátastarf fara fram utandyra. Fari starf fram innanhúss skal gæta góðra þrifa á almennum snertiflötum og loftræsa rými. Áfram skal gæta persónubundinna smitvarna og bjóða góða aðstöðu til handþvotts og hafa spritt aðgengilegt þátttakendum og skátaforingjum.

Hér geti þið lesið þær takmarkanir sem gilda hjá grunnskólabörnum.