HVAÐ ER ISCOUT?

iScout er alþjóleg keppni fyrir skáta 16 ára og eldri og stendur yfir í sex klukkustundir laugardagskvöldið 6. mars.

Þátttakendur taka þátt í 8 – 25 skáta hópum sem hittast einhverstaðar í sínu landi með fartölvur, snjallsíma og góða internettengingu. Þegar keppnin hefst fá liðin úthlutaðar þrautir sem þarf ýmist að leysa á internetinu eða í raunheimum, þannig þarf hvert lið að skipta með sér verkum. Meðan hluti liðsins leysir verkefni í raunheimum og sendir sönnunargögn fyrir því á dómara keppninnar heldur hinn hluti liðsins sig við tölvuna og leysir þrautir þar.

Að degi loknum vinnur hvert það lið sem tókst að leysa flestar þrautir á réttan máta.

HVERNIG PRÓFA ÉG ISCOUT?

Sökum Covid-19 heimsfaraldursins hefur hópurinn sem stendur að baki hinu árlega skátamóti iScout opnað fyrir að skátar geti spreytt sig á netþrautum fyrri ára! Til þess að taka þátt geta flokkar eða einstakir skátar fylgt þessum leiðbeiningum

1. Velja fjarfundarbúnað til að vera saman á meðan þið leysið iScout þrautirnar

Við hvetjum rekka- og róverskáta áfram til að forðast að hittast í persónu eins og kemur fram í næstu skrefum geta þátttakendur verið á sitthvorum staðnum að leysa iScout þrautir saman. En skemmtilegast er að nota fjarfundarbúnað til að geta talað saman um lausnirnar. Við mælum með Discord, Teams, Zoom, Google hangouts eða hópsímtali á facebook messenger.

2. Stofna iScout aðgang

Til að taka þátt er mælt með því að flokkur skáta  skapi sameiginlegan aðgang með því að fara fylgja þessum hlekk: https://game.iscoutgame.com/#/login/. Einstaklingar fylgja að sjálfsögðu sama skrefi

Þegar búið er að stofna aðgang geta allir í flokkinum skráð sig inn samtímis með aðganginum. Þannig geta allir samtímis fengið upplýsingar vegna hverrar þrautar

3. Velja „track“

Eftir að hafa skráð sig inn blasir við þátttakendum 15 hnappar sem ýmist heita Track 1, Track 2, Track 3. Hver hnappur er sett af sirka 20 miserfiðum þrautum. Mælt er með því að leysa velja bara eitt „Track“ og halda sig við það þar til búið er að leysa allar þrautir í settinu. En hópar geta að sjálfsögðu líka reynt að leysa nokkur ólík sett af þrautum samtímis.

4. Hafa gaman og leysa jafn margar þrautir og þið getið

iScout síðan útskýrir rest fyrir ykkur, við hvetjum ykkur til að hafa gaman og til að leysa eins margar þrautir og þið mögulega getið!