Heimsþing - Útkall
HEIMSÞING - ÚTKALL

Langar þig að vera fulltrúi BÍS á heimsþingi skáta? Við leitum að áhugasömu fólki til að taka þátt í heimsþingi WOSM sem fer fram á netinu þann 25-28. ágúst. Þetta er frábært tækifæri til að læra hvernig skátahreyfinginn virkar á heimsvísu og skapa vináttu við skáta allstaðar úr heiminum.
Á heimsþingi eru stórar ákvarðanir teknar m.a. hvar næsta alheimsmót verður haldið árið 2027 og að hverju WOSM mun vinna næstu þrjú árin, síðast en ekki síst fáum við tækifæri til að deila reynslu milli landa.
Þátttaka í þinginu veitir mikla alþjóðlega reynslu og möguleika á að víkka persónulegt tengslanet. Íslenski fararhópurinn mun hittast og eyða þinginu saman (staðsetning óákveðin), þar sem verður dagskrá bæði á netinu og í raunheimum.
Fyrir þá sem eru 25 ára og yngri þá er einnig tækifæri til að mæta á ungmennaþingið sem er haldið fyrir aðalþingið dagana 18-22. ágúst. Þar verður rætt um mikilvægi þátttöku ungmenna og hvernig þau geta haft áhrif á samfélagið.
Frekari upplýsingar um þingið er hægt að finna inná https://scoutconference.org/
Hægt að skrá sig með því að senda umsókn á althjodarad@skatar.is
Umsóknarfrestur er til 18. júní
Sumaropnun Skátamiðstöðvarinnar
Sumaropnun Skátamiðstöðvarinnar
Frá mánudeginum 14. júní verður opnunartími Skátamiðstöðvarinnar og Skátabúðarinnar 9 – 16 alla virka daga.
Opnunartími endurvinnslumóttöku Grænna skáta breytist ekki, verður áfram 9- 18 virka daga og 12 – 16:30 um helgar.
Upplýsingar vegna nýrra reglugerða
Upplýsingar vegna nýrra reglugerða
Hér koma upplýsingar um nýjar sóttvarnareglur sem tóku gildi 15. apríl og gilda til og með 5. maí 2021.
Samkvæmt nýjum reglugerðum er leik- og grunnskólabörnum heimilt að stunda íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarf.
Því mega dreka-, fálka- og dróttskátar hefja fundi að nýju frá og með 15. apríl.
Hér er það sem þarf að hafa í huga á þeirra fundum:
Staðsetning skátafunda:
- Fari starf fram innanhúss skal gæta góðra þrifa á almennum snertiflötum og loftræsa rými.
- Áfram skal gæta persónubundinna smitvarna og bjóða góða aðstöðu til handþvotts og hafa spritt aðgengilegt þátttakendum og skátaforingjum.
- Ráðstafanir skulu gerðar til að sótthreinsa rými eftir hvern dag og á milli hópa í sama rými.
Skátaforingjar:
- Reyna skal að halda fjölda skátaforingja í lágmarki þó ávallt vera nægur til að anna ungmennunum og gæta öryggis, samkvæmt reglugerð má fjöldi skátaforingja að hámarki vera 20.
- Skátaforingjar skulu gæta 1 metra nálægðartakmörkunar á milli hvors annars. Sé ekki unnt að tryggja 1 metra nálægðartakmörkun milli hvors annars skulu skátaforingjar nota andlitsgrímur.
- Skátaforingjar þurfa ekki að gæta 1 metra nálægðar við þátttakendur en mælst er til þess að skátaforingjar séu ekki að óþörfu innan 1 metra við þátttakendur.
Starfsfólk:
Séu starfsmenn í skátafélögum gilda sömu reglur um þau og skátaforingja.
Rekkaskátar og eldri:
Rekkaskátar og eldri falla undir almennar samkomutakmarkanir og er því heimilt að hefja skátastarf aftur þar sem ekki fleiri en 20 koma saman. Það á við um heildarfjölda allra á skátafundi bæði skátanna og foringja. Þá skal tryggja a.m.k. tveggja metra á milli einstaklinga sem ekki eru í nánum tengslum. Ef ekki er unnt að tryggja 2 metra nálægðartakmarkanir skal nota andlitsgrímur.
VEGNA NÝRRA VIÐMIÐA FRÁ STJÓRNVÖLDUM
VEGNA NÝRRA VIÐMIÐA FRÁ STJÓRNVÖLDUM

Fyrr í dag, miðvikudaginn 24. mars 2021, hélt ríkisstjórnin blaðamannafund þar sem tilkynnt var um nýjar takmarkanir. Þar kom fram að grunn-, framhalds- og háskólum verði lokað næstu þrjár vikur og hefur Skátamiðstöðin tekið þá ákvörðun að færa allt skátastarf á netið frá og með núna.
Því verður gert hlé á öllu skátastarfi í raunheimum þar til þessum takmörkunum lýkur.
Við fylgjumst vel með stöðu málanna og látum ykkur vita um leið og nýjar upplýsingar koma fram! Ef einhverjar spurningar vakna, vangaveltur eða ykkur vantar bara að spjalla, þá geti þið alltaf heyrt í okkur í Skátamiðstöðinni!
Við hvetjum ykkur til að nýta þau verkfæri sem til eru til að senda á skátana ykkar og þar má nefna:
- www.skatarnir.is/studkvi –> skemmtileg verkefni sem hægt er að senda á skáta
- rafræn spilakvöld / bingókvöld / skátakviss / kahoot
- og ekki má gleyma Among Us sem hefur verið mjög vinsæll leikur (vonandi eru ekki allir komnir með nóg af honum..)
Svo er um að gera að taka gott páskafrí, slaka á og koma tvíefld til baka!
Rafrænt knús til ykkar allra<3
Útkall í vinnuhóp - Mótstjórn Drekaskátamóts

VINNUHÓPUR
MÓTSTJÓRN DREKASKÁTAMÓTS
-Ævintýraleg upplifun, fjölbreytt dagskrá og skemmtilegar áskoranir-
Auglýst er eftir sjálfboðaliðum í mótstjórn Drekaskátamóts. Fullkomið tækifæri fyrir þau sem eru að stíga sín fyrstu skref í skipulagningu skátamóta og vilja taka þátt í að skipuleggja ævintýralegt skátamót. Verkefnið hentar vel rekkaskátum sem eru að vinna að forsetamerkinu!
Drekaskátamót er ótrúlega skemmtilegt skátamót þar sem drekaskátar hittast og gista saman í eina nótt á Úlfljótsvatni. Þemað í ár er sólstrandarþema og því um að gera að fara að grafa upp sólhattinn og sólgleraugun!
Hvaða kröfur þarf ég að uppfylla til að vera með?
- 16 ára eða eldri
- Geta unnið í hóp
- Hafa metnað, frumkvæði og hugmyndaauðgi
Tímalína
Tímalengd verkefnisins er frá 23. mars 2021 – 15. júní 2024. Verkefninu er skipt þannig upp að á fyrsta drekaskátamótinu mun núverandi drekaskátamótsstjórn skipuleggja mótið með ykkur og kenna ykkur verklag og skipulag mótsins. Á öðru árinu sjái þið um mótið sjálf og á þriðja árinu fáið þið inn hóp af skátum sem mun taka við af ykkur í mótsstjórn og munið þið leiða þau í gegnum mótið.
Ef þú hefur áhuga á að taka þátt sendu okkur tölvupóst á drekaskatamot@skatar.is.
Við hlökkum til að heyra frá þér 😀
Útilegur og viðburðir skáta eftir 24. febrúar
Útilegur og viðburðir skáta eftir 24. febrúar
Bandalag íslenskra skáta hafði fengið staðfest frá yfirvöldum að útilegur og viðburðir í skátastarfi væru heimilar og hvaða reglugerðum skyldi fylgja hverju sinni. Vegna nýrra reglugerða sem tóku gildi 24. febrúar eru eftirfarandi leiðbeiningar BÍS til skátafélaga um viðburði og útilegur.
ÚTILEGUR OG VIÐBURÐIR MEÐ DREKA-, FÁLKA OG DRÓTTSKÁTUM
Samkvæmt fyrra svari ráðuneytisins eru útilegur og viðburðir með dreka-, fálka- og dróttskátum heimil samkvæmt sömu takmörkunum og gilda um félagsstarfið.
Skátafélögum er því heimilt að halda viðburði og að fara í flokks-, sveitar- og félagsútilegur með skátum á aldursbili dreka-, fálka og dróttskáta. Heimilt er að hafa fleiri ungmenni saman á viðburðum og í útilegum en bara þau sem hittast á vikulegum skátafundum og því mögulegt að blanda hópum á viðburðum og í útilegum á milli skátasveita og skátafélaga. Hámarskfjöldi ungmenna er 150.
Fjöldi sjálfboðaliða ( í þessu samhengi skátar fædd 2004 og fyrr) sem er með ungmennunum á viðburðum eða í útilegum skal halda í lágmarki en þó vera nægur til að anna ungmennunum og gæta öryggis. Hámarskfjöldi sjálfboðaliða er 50. Sjálfboðaliðar skulu gæta 1 metra fjarlægðartakmarkana gagnvart hvoru öðru og bera andlitsgrímur þegar það er ekki hægt.
Forráðafólk, aðstandendur og aðrir aðilar skulu lágmarka viðveru sína á viðburðum og í útilegum með ungmennum. Að sjálfsögðu mega þau skutla og sækja ungmenni og farangur á meðan að á viðburðum og útilegum stendur. Séu þessir aðilar viðstaddir á viðburðum og í útilegum telja þau upp í 50 manna hámarksfjölda sjálfboðaliða).
Eingöngu skal fhalda viðburði og fara í útilegur ef hægt er að gæta ýtrustu sóttvarnarsjónarmiða m.a. með því að hafa góða aðstöðu til handþvotts, hafa spritt aðgengilegt öllum stundum, þrífa sameiginlega fleti reglulega og tryggja góða loftræstingu.
Stjórn og skátaforingjar skátafélaga skulu sameiginlega gæta þess að upplýsa forráðafólk ungmenna vel áður en viðburðir og útilegur er haldnar.
REKKA-, RÓVER- OG ELDRI SKÁTAR
Samkvæmt svörum yfirvalda gilda almennar samkomutakmarkanir um viðburði og útilegur rekkaskáta og eldri. Því eru sömu takmarkanir settar og í félagsstarfi þeirra.
Á viðburðum sem eru eingöngu fyrir rekkaskáta og/eða eldri mega vera 50 manns, þau skulu gæta 2 metra fjarlægðartakmarkanna öllum stundum og bera andlitsgrímur ef það er ekki mögulegt.
Eingöngu skal halda viðburði og fara í útilegur rekkaskáta og eldri ef hægt er að gæta ýtrustu sóttvarnarsjónarmiða m.a. með því að hafa góða aðstöðu til handþvotts, hafa spritt aðgengilegt öllum stundum, þrífa sameiginlega fleti reglulega og tryggja góða loftræstingu.
Félagsstarf skáta eftir 24. febrúar
Félagsstarf skáta eftir 24. febrúar
Nýjar reglugerðir tóku gildi 24. febrúar, önnur um skólahald sem nær einnig yfir æskulýðsstarf grunnskólabarna og hin um samkomutakmarkanir sem nær einnig yfir félagsstarf þeirra sem eru fædd 2004 og fyrr.
Á þessari síðu má finna tilmæli til skátafélaga um félagsstarf skáta, en bent er á að hvert skátafélag er í ólíkri stöðu og fá jafnvel líka leiðbeiningar frá sínu sveitarfélagi. Þátttakendum og aðstandendum er því bent á að leita upplýsinga um framhald starfsins hjá sínu skátafélagi.
Dreka- fálka- og dróttskátar (7 – 15 ára)
Þátttakendur:
- Drekaskátar, Fálkaskátar og Dróttskátar mega vera 150 saman á skátafundi og eru undanþegin grímuskyldu og nálægðartakmörkunum.
- Blöndun er leyfileg á milli hópa.
Staðsetning skátafunda:
- Fari starf fram innanhúss skal gæta góðra þrifa á almennum snertiflötum og loftræsa rými.
- Áfram skal gæta persónubundinna smitvarna og bjóða góða aðstöðu til handþvotts og hafa spritt aðgengilegt þátttakendum og skátaforingjum.
- Ráðstafanir skulu gerðar til að sótthreinsa rými eftir hvern dag og á milli hópa í sama rými.
Skátaforingjar:
- Reyna skal að halda fjölda skátaforingja í lágmarki þó ávallt vera nægur til að anna ungmennunum og gæta öryggis, samkvæmt reglugerð má fjöldi skátaforingja að hámarki vera 50.
- Skátaforingjar skulu gæta 1 metra nálægðartakmörkunar á milli hvors annars. Sé ekki unnt að tryggja 1 metra nálægðartakmörkun milli hvors annars skulu skátaforingjar nota andlitsgrímur.
- Skátaforingjar þurfa ekki að gæta 1 metra nálægðar við þátttakendur en mælst er til þess að skátaforingjar séu ekki að óþörfu innan 1 metra við þátttakendur.
Starfsfólk:
Séu starfsmenn í skátafélögum gilda sömu reglur um þau og skátaforingja.
Forráðamenn, aðstandendur og aðrir aðilar:
Forráðamenn og aðstandendur þátttakenda ásamt öðrum sem ekki tilheyra félagsstarfi hverrar skátasveitar skulu lágmarka viðveru í skátaheimili þegar skátafundir eru haldnir. Þau skulu bera grímu öllum stundum og gæta nálægðartakmarkana gagnvart þátttakendum, skátaforingjum og öðrum.
Rekka- og róverskátar (16 – 25 ára)
Samkvæmt svari mennta- og menningarmálaráðuneytis fylgir félagsstarf skáta 16 – 25 ára sömu reglum og gilda um íþróttaæfingar fullorðinna.
Á skátafundum rekka- og róverskáta er hámarksfjöldi 50 og er mælst til þess að skátar séu með grímur ef ekki er unnt að tryggja 2 metra fjarlægð.
Útilegur með grunnskólabörn
Útilegur með grunnskólabörn
FYRIRSPURNIR UM ÚTILEGUR
Fjöldi fyrirspurna hefur borist Skátamiðstöðinni frá skátafélögum um útilegur með grunnskólabörnum (dreka-, fálka- og dróttskátum). Því áframsendi Skátamiðstöðin fyrirspurnina á yfirvöld.
Samkvæmt svörum heilbrigðisráðuneytis fer það ekki gegn ákvæðum reglugerðar um skólahald (sem æskulýðsstarf nær undir) að fara með ungmenni í útilegur en ítrekað að gæta ávallt ýtrustu sóttvarnarsjónarmiða.
LEIÐBEININGAR BÍS UM ÚTILEGUR
Skátafélögunum er heimilt að fara í flokks- og sveitarútilegur með skátum á aldursbili dreka-, fálka- eða dróttskáta. Þannig skal eingöngu fara með þau ungmenni saman í útilegu sem hittast á vikulegum skátafundum en ekki blanda hópum í útilegum milli skátasveita né á milli skátafélaga. Hámarksfjöldi er 50 líkt og á skátafundum.
Fjölda sjálfboðaliða sem fer með ungmennunum í útilegu skal halda í lágmarki en þó vera nægur til að anna ungmennunum og gæta öryggis í útilegunni. Hámarskfjöldi sjálfboðaliða er 20. Sjálfboðaliðar skulu gæta fjarlægðartakmarkana gagnvart hvoru öðru og bera andlitsgrímur þegar það er ekki hægt.
Foreldrar mega skutla og sækja ungmenni og farangur í útilegu á meðan að á henni stendur en heimsóknir foreldra og annarra ungmenna en þeirra sem eru í skátasveitinni skulu vera óheimilar í útilegunni. Eins skulu aðrir sjálfboðaliðar ekki vitja útilegunnar nema nauðsyn krefji.
Eingöngu skal fara í útilegu ef hægt er að gæta ýtrustu sóttvarnarsjónarmiða m.a. með því að hafa góða aðstöðu til handþvotts, hafa spritt aðgengilegt öllum stundum, þrífa sameiginlega fleti reglulega og tryggja góða loftræstingu.
Stjórn og skátaforingjar skátafélaga skulu sameiginlega gæta þess að upplýsa forráðafólk ungmenna vel áður en farið er í útilegu.
Skátastarf rekka- og róverskáta frá 13. janúar
Skátafundir rekka- og róverskáta
Við höfum fengið það staðfest að samkvæmt nýjum reglugerðum sem tóku gildi 13. janúar mega rekka- og róverskátar hefja skátastarf aftur.
Þær reglur sem gilda eru:
- Hámarksfjöldi á skátafundum er 50 manns
- Aðstaðan skal þrifin reglulega og snertifletir sótthreinsaðir milli allra hópa
- Sameiginleg áhöld skulu sótthreinsuð a.m.k. tvisvar á dag
- Loftræsting skal vera í lagi og loftað reglulega út yfir daginn
- Nota skal andlitsgrímur þar sem ekki er unnt að tryggja 2 metra nálægðartakmörkun, mælst er til þess að allir beri grímu á meðan skátafundi stendur
Sé þess kostur skal skátastarf fara fram utandyra. Fari starf fram innanhúss skal gæta góðra þrifa á almennum snertiflötum og loftræsa rými. Áfram skal gæta persónubundinna smitvarna og bjóða góða aðstöðu til handþvotts og hafa spritt aðgengilegt þátttakendum og skátaforingjum.
Hér geti þið lesið þær takmarkanir sem gilda hjá grunnskólabörnum.



