HEIMSÞING - ÚTKALL

Langar þig að vera fulltrúi BÍS á heimsþingi skáta? Við leitum að áhugasömu fólki til að taka þátt í  heimsþingi WOSM sem  fer fram á netinu þann 25-28. ágúst. Þetta er frábært tækifæri til að læra hvernig skátahreyfinginn virkar á heimsvísu og skapa vináttu við skáta allstaðar úr heiminum.

Á heimsþingi eru stórar ákvarðanir teknar m.a. hvar næsta alheimsmót verður haldið árið 2027 og að hverju WOSM mun vinna næstu þrjú árin, síðast en ekki síst fáum við tækifæri til að deila reynslu milli landa.

Þátttaka í þinginu veitir mikla alþjóðlega reynslu og möguleika á að víkka persónulegt tengslanet. Íslenski fararhópurinn mun hittast og eyða þinginu saman (staðsetning óákveðin), þar sem verður dagskrá bæði á netinu og í raunheimum.

Fyrir þá sem eru 25 ára og yngri þá er einnig tækifæri til að mæta á ungmennaþingið sem er haldið fyrir aðalþingið dagana 18-22. ágúst. Þar verður rætt um mikilvægi þátttöku ungmenna og hvernig þau geta haft áhrif á samfélagið.

Frekari upplýsingar um þingið er hægt að finna inná https://scoutconference.org/

Hægt að skrá sig með því að senda umsókn á althjodarad@skatar.is

Umsóknarfrestur er til 18. júní