vinnuhópur drekaskátamóts

VINNUHÓPUR
MÓTSTJÓRN DREKASKÁTAMÓTS

-Ævintýraleg upplifun, fjölbreytt dagskrá og skemmtilegar áskoranir-

Auglýst er eftir sjálfboðaliðum í mótstjórn Drekaskátamóts. Fullkomið tækifæri fyrir þau sem eru að stíga sín fyrstu skref í skipulagningu skátamóta og vilja taka þátt í að skipuleggja ævintýralegt skátamót. Verkefnið hentar vel rekkaskátum sem eru að vinna að forsetamerkinu!

Drekaskátamót er ótrúlega skemmtilegt skátamót þar sem drekaskátar hittast og gista saman í eina nótt á Úlfljótsvatni. Þemað í ár er sólstrandarþema og því um að gera að fara að grafa upp sólhattinn og sólgleraugun!

Hvaða kröfur þarf ég að uppfylla til að vera með?

  • 16 ára eða eldri
  • Geta unnið í hóp
  • Hafa metnað, frumkvæði og hugmyndaauðgi

Tímalína

Tímalengd verkefnisins er frá 23. mars 2021 – 15. júní 2024. Verkefninu er skipt þannig upp að á fyrsta drekaskátamótinu mun núverandi drekaskátamótsstjórn skipuleggja mótið með ykkur og kenna ykkur verklag og skipulag mótsins. Á öðru árinu sjái þið um mótið sjálf og á þriðja árinu fáið þið inn hóp af skátum sem mun taka við af ykkur í mótsstjórn og munið þið leiða þau í gegnum mótið.

 

Ef þú hefur áhuga á að taka þátt sendu okkur tölvupóst á drekaskatamot@skatar.is.
Við hlökkum til að heyra frá þér 😀