Upplýsingar vegna nýrra reglugerða

Hér koma upplýsingar um nýjar sóttvarnareglur sem tóku gildi 15. apríl og gilda til og með 5. maí 2021.

Samkvæmt nýjum reglugerðum er leik- og grunnskólabörnum heimilt að stunda íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarf.

Því mega dreka-, fálka- og dróttskátar hefja fundi að nýju frá og með 15. apríl.

Hér er það sem þarf að hafa í huga á þeirra fundum:

Staðsetning skátafunda:

  • Fari starf fram innanhúss skal gæta góðra þrifa á almennum snertiflötum og loftræsa rými.
  • Áfram skal gæta persónubundinna smitvarna og bjóða góða aðstöðu til handþvotts og hafa spritt aðgengilegt þátttakendum og skátaforingjum.
  • Ráðstafanir skulu gerðar til að sótthreinsa rými eftir hvern dag og á milli hópa í sama rými.

Skátaforingjar:

  • Reyna skal að halda fjölda skátaforingja í lágmarki þó ávallt vera nægur til að anna ungmennunum og gæta öryggis, samkvæmt reglugerð má fjöldi skátaforingja að hámarki vera 20.
  • Skátaforingjar skulu gæta 1 metra nálægðartakmörkunar á milli hvors annars. Sé ekki unnt að tryggja 1 metra nálægðartakmörkun milli hvors annars skulu skátaforingjar nota andlitsgrímur.
  • Skátaforingjar þurfa ekki að gæta 1 metra nálægðar við þátttakendur en mælst er til þess að skátaforingjar séu ekki að óþörfu innan 1 metra við þátttakendur.

Starfsfólk:

Séu starfsmenn í skátafélögum gilda sömu reglur um þau og skátaforingja.

Rekkaskátar og eldri:

Rekkaskátar og eldri falla undir almennar samkomutakmarkanir og er því heimilt að hefja skátastarf aftur þar sem ekki fleiri en 20 koma saman. Það á við um heildarfjölda allra á skátafundi bæði skátanna og foringja. Þá skal tryggja a.m.k. tveggja metra á milli einstaklinga sem ekki eru í nánum tengslum. Ef ekki er unnt að tryggja 2 metra nálægðartakmarkanir skal nota andlitsgrímur.