Sumardagurinn fyrsti 2021
Nú er að detta í garð annar sumardagurinn fyrsti þar sem covid setur smá strik í reikninginn en ekki örvænta! Það er hægt að gera sér glaðan dag með hinum ýmsum verkefnum og leikjum sem til eru og njóta fyrsta sumardagsins í faðmi fjölskyldunnar 🙂
Hér eru hugmyndir af áskorunum, þrautum eða verkefnum sem þið getið gert í tilefni dagsins:
Skátafélagið Mosverjar ætlar að vera með litla tindaáskorun fyrir börnin og fjölskyldur þeirra. „Sigraðu tinginn“ er létt ganga á Lágafellið og er leiðin stikuð og vel merkt. Áskorunin verður opin frá 10-16 og byrjar og endar á bílastæði Lágafellskirkju. Þar verða skátar til að leiðbeina og einnig veita viðurkenningar þegar komið er aftur niður. Frekari upplýsingar um viðburðinn má finna hér.
Skátafélagið Fossbúar stendur fyrir skemmtilegum fjölskylduratleik þar sem þau ætla að birta lista af verkefnum sem fjölskyldan þarf að leysa, taka mynd og birta á samfélagsmiðlum. Frekari upplýsingar um viðburðinn og verkefnalistann má finna hér.
Sumarbingó fyrir fjölskylduna. Hér er skemmtilegt bingó sem hægt er að gera leik úr fyrir alla fjölskylduna. Hver er fyrstu til að finna B? En O? En allt spjaldið? Smelltu hér til að opna Sumarbingó.
Stuðkví verkefnin eru skemmtileg verkefni sem hægt er að grípa í við mörg tækifæri. Hér eru nokkur skemmtileg verkefni sem henta sumardeginum fyrsta:
- Hunangsflugur – er ekki um að búa til drykkjarstöð fyrir hunangsflugurnar sem fara fljótlega að sveima hér um allt?
- Heimagerður ís í poka – er sumardagurinn fyrsti ekki fullkominn dagur í að búa til ís?
- Knús og músarhús – að knúsa tré er skemmtileg og falleg athöfn sem við ættum öll að gera reglulega. Svo er líka hægt að byggja fallegt músarhús!
- Alvöru gönguferð – ef þið ætlið að nýta daginn í að fara í gönguferð þá er hér farið yfir hvernig er gott að undirbúa sig fyrir langa gönguferð.
- Fuglafóður – sumarið er komið, en það er kannski smá tími í að allt verði grænt og blómin fara að spretta. Því er mjög fallegt að hjálpa fuglunum okkar aðeins og gefa þeim eitthvað gott að borða.