Útkall eftir umsóknum á alþjóðlegt Gilwell námskeið í Slóveníu
BÍS stendur til boða að senda 6 þátttakendur á alþjóðlegt Gilwell leiðtogaþjálfunar námskeið sem haldið verður í Slóveníu. Námskeiðið er styrkt af Erasmus+ og verða þátttakendur frá Íslandi, Slóveníu, Serbíu og Svartfjallalandi. Námskeiðið fer fram á ensku. Að námskeiði loknu þurfa þátttakendur að mæta á lokahelgi Gilwell þjálfunarinnar á Íslandi.
HVAR OG HVENÆR
Námskeiðinu í Slóveníu er skipt í 2 hluta:
- Fyrri hlutinn verður haldinn í skátamiðstöð við Bohinj-vatn dagana 12.-19. ágúst. Gist verður í tjöldum.
- Seinni hlutinn verður haldinn 23.-25. febrúar 2024, nákvæm staðsetning verður staðfest síðar en yfirleitt er helgin haldin í Postojna.
Að því loknu verður lokahelgi Gilwell þjálfunarinnar haldin í nóvember 2024 á Úlfljótsvatni.
MARKMIÐ
Markmið námskeiðsins er að bjóða upp á ævintýralegt námskeið ásamt því að styrkja leiðtogahæfni þátttakenda. Á námskeiðinu er mikil áhersla á gildi, bæði einstaklingsins og skátahreyfingarinnar, og þurfa þátttakendur að vera tilbúin að taka þátt í verkefnum sem krefjast ígrundunar á eigin gildum og viðhorfum.
KRÖFUR
Þátttakendur þurfa að vera 20 ára, hafa reynslu af foringjastörfum, eða öðrum leiðtogastörfum, innan skátahreyfingarinnar og stefna á að halda því áfram. Jafnframt er æskilegt að þátttakendur hafi lokið sveitarforingjanámskeiði.
KOSTNAÐUR
Námskeiðið er styrkt af Erasmus+ og eru námskeiðsgjöld því 0 kr. Jafnframt er ferðakostnaður upp að 530 evrum á mann. Ferðakostnaður umfram það er greiddur af þátttakenda. Að auki þarf að greiða 21.000 krónur fyrir útskriftarhelgi á Íslandi.
UMSÓKNIR
Umsóknir skulu berast í gegnum formið hér að neðan. Umsóknarfrestur er til og með 17 maí.
Umsókn í fararhóp Agora 2023

Hvað er Agora?
Agora er viðburður sem er skipulagður af rekka- og róverskátum fyrir rekka- og róverskáta. Bandalag íslenskra skáta fær 4 sæti fyrir rekka- og róverskáta á viðburðinn.
Hvar og hvenær:
Í ár verður viðburðurinn haldinn í skátamiðstöðinni Fátima í Portúgal 12.-16. april 2023.
Markmið:
Á Agora 2023 munu þátttakendur :
- Öðlast verkfæri sem aðstoða þá við að deila hugmyndum á skipulagðan hátt, geta hannað og skipulagt verkefni tengd sjálfbærni sem gætu svo verið innleidd í skátafélögum eða skátabandalagi.
- Læra um mismunandi menningu og dagskráramma hjá rekka- og róverskátum í Evrópu, á meðan þeir deila sinni reynslu með öðrum þátttakendum.
- Gera sér grein fyrir þeim áhrifum sem þeir hafa, sem ungt fólk, á mismunandi þætti samfélagsins hvort sem það er í gegnum skátastarf eða samfélagið. Geta gefið dæmi úr eigin reynsluheimi.
- Taka þátt í verkefnum sem tengjast valdeflingu ungmenna.
Þema viðburðarins:
Árin 2023 og 2024 verður þema Agora tengt Erasmus+ og earth tribe project , sem er verkefni sem evrópudeild WOSM er að koma í framkvæmd með áherslu á sjálfbærni. Hægt er að lesa meira um það verkefni hér.
Hverjir geta sótt um:
Bandalag íslenskra skáta fær 4 sæti á Agora 2023. Rekka- og róverskátar skráðir í Bandalag íslenskra skáta geta sótt um að vera þátttakandi frá Íslandi með því að fylla út umsóknareyðublaðið hér að neðan. Þátttakendur þurfa að geta tjáð sig um rekka- og róverskátastarf á Íslandi og vera virkir, áhugasamir og tilbúnir í að læra nýjar og mismunandi aðferðir sem nota má í skátastarfi. Mikill kostur er að þátttakendur hafi áhuga á umhverfinu og sjálfbærni. Tungumálið sem notað er á viðburðinum er enska og er því mikilvægt að þátttakendur geti tjáð sig og skilið umræður á ensku.
Verð:
Þátttökugjaldið á Agora 2023 er 100 evrur. Þátttakendur þurfa að greiða flug og ferðakostnað sjálfir en hægt er að sækja um ferðastyrk upp að 200 evrum.
Frekari upplýsingar má finna á heimasíðu Agora. Endilega hafið samband við Alþjóðaráð
Umsóknarfrestur er til og með 6. mars 2023 og er hægt að sækja um með því að fylla út umsóknareyðublaðið hér að neðan.
Harpa Ósk er nýr skátahöfðingi

Harpa Ósk Valgeirsdóttir hefur tekið við sem skátahöfðingi og var henni vel fagnað á fjölsóttu Skátaþingi sem haldið er á Bifröst nú um helgina.
„ Ég vil gera skátastarfið aðgengilegt öllum,”
segir Harpa og þar vísar hún m.a. til verkefna um að gera börnum af erlendum uppruna auðveldara að sækja skátastarf, sem og til fjölgunar skátafélaga á landsbyggðinni. Hún segir að með skýrari dagskrárgrunni sem var kynntur á skátaþingi sé einnig skref stigið til að gera starfið aðgengilegra.
Stærsta breytingin sem var kynnt er nýtt aldursbil í dagskránni, sk. Hrefnuskátar fyrir börn 5 – 7 ára og þar taka skátarnir þátt með foreldrum sínum, samhliða fjölskylduskátastarfi. Harpa Ósk hefur góða reynslu af fjölskylduskátastarfi en hún tekur þátt í slíku með dóttur sinni.

Bjóðum eldri skáta velkomna til verkefna
Harpa Ósk hefur verið virk í skátastarfi frá unga aldri, en hún segir að það sé ekki forsenda fyrir þátttöku fullorðinna í skátastarfi. Margir hafi komið inn í skátastarfið í gegnum starf barna sinna og haldið áfram. Harpa hvetur eldri skáta sem tóku sér hlé frá skátastarfi til að hafa samband við sitt skátafélag því það séu mörg áhugaverð verkefni sem þarfnast eldhuga.
„Við bjóðum allra eldri skáta velkomna til verkefna,” segir Harpa Ósk. Verkefnin eru næg og fjölbreytt hvort heldur hjá Bandalagi íslenskra skáta eða hjá skátafélögunum. „Áherslur okkar eru að auka gæði skátastarfsins, gefa fleiri börnum kost á þátttöku, efla fræðslu skátaforingjanna og bjóða fleiri velkomna til verkefna. Með þessum áherslum vonumst við til að skátahreyfingin jákvæð áhrif á sitt samfélag og stuðli að bættum heimi,” segir Harpa.
Drekaskátadagurinn 2022

Drekaskátadagurinn 2022 fór fram sunnudaginn 6.mars þar sem fjöldi drekaskáta kom saman á heimasvæði Skjöldunga í Laugardalnum. Kátir skátar fylltu dalinn og á víð og dreif mátti sjá unga skáta leysa verkefni, þar sem þeir tóku þátt í skemmtilegri og fjölbreyttri dagskrá. Dagurinn einkenndist af frábæru veðri, sólin skein og logn var í lofti, á meðan drekarnir þutu um allan Laugardalinn í ævintýralegum póstaleik með goðsöguþema. Skátarnir þurftu að leysa ýmiss verkefni og þrautir með samvinnu, hjálpsemi og útsjónarsemi að leiðarljósi ásamt því að fá tækifæri til að kynnast hvort öðru betur þvert á skátafélögin. Þegar drekaskátum tókst að leysa öll verkefnin þá sameinuðust þau í skátasöng og gleði ásamt því að ylja sér með heitu kakói og kexi.

,,Að sjá loksins fullt af skátum samankominn til að taka þátt í að gera skemmtilega hluti utandyra stendur upp úr eftir daginn. Við vorum um 70-80 skátar að leika okkur úti saman, eitthvað sem við höfum ekki getað gert síðustu tvö ár og að sjá skína í þessa gleði hjá krökkunum þegar þau gera eitthvað nýtt og spennandi er í grunninn það sem skátastarf snýst um“
segir Aron Gauti Sigurðarson, skátaforingi hjá Skjöldungum og einn skipuleggjenda drekaskátadagsins.

Útivistarsvæði skáta við Hafravatn

Skátasamband Reykjavíkur og skátafélagið Mosverjar undirrituðu á dögunum samning um samstarf um uppbyggingu á Útivistarsvæði skáta við Hafravatn sem hefur verið í umsjón Skáta í Reykjavík síðan 1938 þegar Kvenskátafélag Reykjavíkur fékk landið á leigu og nýtti um áratugaskeið. Skátasamband Reykjavíkur fékk svo landið til leigu árið 1997 fyrst til 25 ára en árið 2020 var lóðarsamningurinn framlengdur til ársins 2045.
Nú þegar lóðarleigusamningur hefur verið framlengdur og samningur við Mosverja um samstarf undirritaður er loksins kominn tími til þess að hefja frekari uppbyggingu á landinu sem nýtist öllum skátum. Fyrirhugað er að setja upp salernisaðstöðu, geymslu og grillskýli svo skátahópar geti komið á svæðið og gist á tjaldsvæðinu og fengið lámarksþjónstu. Á landinu er gert ráð fyrir allt að 8 flokkaskálum sem á eftir að hanna og verður það hlutverk Hafravatnsráð að ákveða útlit og hönnun á skálunum. Vonandi verður hægt bjóða upp á frábæra útivistar aðstöðu fyrir skáta á Hafravatni í nánustu framtíð.


Deiliskipulagið við Hafravatn
Fararstjórn og sveitarforingjar á WSJ23
UM ALHEIMSMÓT SKÁTA Í SUÐUR-KÓREU
Alheimsmót skáta er fastur liður í viðburðarhaldi á vegum heimssamtaka skáta, WOSM. Það hefur verið haldið í 24 skipti á fjögurra ára fresti fyrir skáta á aldrinum 14 til 17 ára og 25. mótið fer fram í Suður-Kóreu 2023. Mótið verður haldið dagana 1.-12. ágúst, íslenskur fararhópur stefnir að því að sækja mótið, mun hópurinn halda út nokkrum dögum fyrir mót og dvelja í nokkra daga til viðbótar. og geta skátar fædd á tímabilinu 22. júlí 2005 til 31. júlí 2009 verið þátttakendur, þau sem eldri eru geta farið sem alþjóðlegir þjónustuliðar (e. ISTs) eða sótt hér um að fá að fara sem sveitarforingjar (e. leaders) eða sem hluti fararstjórnarhóps (e. CMTs).
HLUTVERK
Sveitarforingjar
Með hverjum 9 þátttakendum í fararhópnum þarf að fylgja 1 sveitarforingi á mótinu, þau mynda saman 1 flokk og hverjir 4 flokkar mynda síðan sveit sem verður saman á mótinu sjálfu. Sveitaforingjar eru ábyrg fyrir skátum sinnar sveitar á meðan að á ferð stendur, þau dvelja með þeim í tjaldbúð, fylgja þeim í dagskrá á mótinu sjálfu og reyna hvað þau geta til að tryggja þátttakendum góða upplifun af ferðinni. Sveitarforingjar verða í miklum samskiptum við fararstjórnarteymið og þurfa að fylgja öllum þeirra leiðbeiningum á meðan að á ferð stendur.
Fararstjórar
Fararstjórar eru hluti af fararstjórnarteymi fararhópsins (e. Contingent management team), þau annast undirbúning ferðarinnar og sinna allri upplýsingagjöf fram að ferð. Þau undirbúa þátttakendur, sveitarforingja og IST liða fyrir það sem koma skal á mótinu. Fararstjórn stýrir öllum ferðalögum hópsins frá því að farið er út og þar til komið er heim aftur en nýtur dyggrar aðstoðar sveitarforingja. Meðan dvalið er úti fyrir og eftir mót stýrir fararstjórn og hefur yfirumsjón með öllu skipulagi en njóta dyggrar aðstoðar sveitarforingja. Á mótinu sjálfu annast fararstjórnin miðstöð fararhópsins í miðbæ mótsins, mætir á fararstjórnarfundi og miðlar upplýsingum áfram til sveitarforingja og þjónustuliða fararhópsins. Þau fylgjast með að allt gangi eftir óskum hjá sveitum fararhópsins og eru til taks ef eitthvað kemur upp. Þau annast einnig upplýsingagjöf til Skátamiðstöðvar og til forráðafólks þátttakenda eftir því sem við á.
SKYLDUR OG ÁBYRGÐ
Sveitarforingjar
Fyrir mót þurfa sveitarforingjar að taka virkan þátt í undirbúningi, að kynnast skátum sinnar sveitar að skuldbinda sig til að taka þátt í undirbúningsviðburðum fararhópsins og að mæta á upplýsingafund fyrir forráðafólk sinnar sveitar. Á mótinu sjálfu dvelja sveitarforingjar í tjaldbúð með þátttakendum, þau skipuleggja tjaldbúð, halda reglulega upplýsingafundi með þátttakendum, tryggja að þátttakendur mæti í dagskrá og fylgja þeim í dagskrá, skipuleggja matseld með þátttakendum og fylgjast vel með líðan sinnar sveitar. Á mótinu gætu sveitarforingjar þurft að mæta á fundi með fararstjórn eða með fulltrúum mótstjórnar og skipta því með sér eftir þörfum og leiðbeiningum frá viðkomandi aðilum. Á ferðalögum með fararhópnum aðstoða sveitarforingjar fararstjórn hafa þá líka umsjón með skátum sem eru ekki úr þeirra sveitum. Sveitarforingjar þurfa að vera tilbúin til að fylgja fararhópnum hvert skref frá Íslandi og heim aftur. Sveitarforingjum eru ábyrgir fyrir velferð skáta í þeirra sveitum á meðan að á móti stendur og að skátarnir fylgi reglum fararhópsins og mótsins meðan að á því stendur.
Fararstjórar
Meðlimir fararstjórnarteymisins þurfa að skuldbinda sig til að mæta á reglulega undirbúningsfundi fararstjórnar að vera tilbúin að deila ábyrgð og verkefnum með aðalfararstjórum. Fararstjórn þarf að sinna hverju atriði sem mótstjórn alheimsmóts skáta ætlast til af þeim og þurfa því að fylgjast með og lesa fréttabréf mótstjórnar. Fararstjórn er ábyrg fyrir kynningu mótsins til skátafélaga og skáta og leggur sig alla fram við að vekja áhuga sem flestra á mótinu. Fararstjórn skiptir þátttakendum í flokka og velur þeim sveitarforingja, síðan hefur hún yfirumsjón með að sveitirnar undirbúi sig með viðeigandi hætti. Hún auglýsir eftir og velur inn þjónustuliða innan þeirra takmarkana sem mótið setur. Fararstjórn skipuleggur undirbúningsferð sveita og fararhópsins í heild og virkjar þar sveitarforingjana. Fararstjórn skipuleggur og er ábyrg fyrir upplýsingafundi fyrir forráðafólk fram að móti og annast reglulega upplýsingagjöf til forráðafólks t.d. í formi reglulegra upplýsingabréfa. Fararstjórn skipuleggur og leiðir öll ferðalög tengd mótinu og stýrir hópnum þegar ferðast er á milli staða. Hún skipuleggur einnig og stýrir dvöl úti utan mótsvæðis fyrir og/eða eftir mót.
Á mótinu annast fararstjórn miðstöð fararhópsins í miðbæ tjaldbyggðar mótsins, þar er staðið fyrir kynningu á Íslandi og íslensku skátastarfi. Mótstjórn skipuleggur hvernig sú kynning fer fram og aflar samstarfsaðila um það. Fararstjórn fylgist með sveitum og þjónustuliðum á mótinu og tryggir að allt gangi vel hjá þeim. Þau mæta á fararstjórnarfundi með mótstjórn og miðla upplýsingum áfram til sveitarforingja og þjónustuliða eins og ætlast er til. Þau bregðast við ákalli um aðstoð innan fararhópsins og mæta reglulega í heimsókn til skátasveitanna til að gera úttektir, leiðbeina og benda á hvað megi gera betur. Mótstjórn tryggir að upplýsingaflæði sé gott milli allra aðila og miðlar frá mótinu til íslenskra skáta, Skátamiðstöðvar og forráðafólks þátttakenda eins og er viðeigandi.
Fararstjórn er endanlega ábyrg fyrir öllum störfum fararhópsins og skal gera hvað hún getur til að tryggja öllum góða upplifun og góðan stuðning á meðan að á ferð stendur.
HÆFNI OG AÐRAR KRÖFUR
Sveitarforingjar
Þurfa að hafa náð 18 ára aldri hið minnsta, þurfa að hafa góða kunnáttu í ensku en kunnátta í öðrum tungumálum er kostur. Sveitarforingjar starfa mjög náið með þátttakendum og því er reynsla af starfi með ungmennum nauðsynleg, gott er að viðkomandi búi yfir ríkri ábyrgðarkennd, jákvæðu viðhorfi, útsjónarsemi og góðum samskiptahæfileikum. Reynsla af ferðalögum með ungmenni, þá sérstaklega til útlanda, er kostur. Sveitarforingjar munu að einhverju leiti endurspegla félagsdreifingu þátttakenda. Sveitarforingjar skulu hafa sótt Verndum þau á tímabilinu 2019-2023 en annars er nauðsynlegt að það sé sótt áður en farið er út, þau skulu skila inn sakavottorðsheimild til BÍS og skulu þekkja og starfa eftir siðareglum ÆV og kynna sér og starfa eftir reglugerð BÍS um utanferðir skáta. Sveitarforingjar skulu skila öllum upplýsingum til móts sem kallað er eftir um þau og sækja Safe from harm og önnur námskeið sem mótið gæti farið fram á fyrir mót.
Fararstjórar
Þurfa að hafa náð 18 ára aldri hið minnsta, þurfa að hafa góða kunnáttu í ensku en kunnátta í öðrum tungumálum er kostur. Fararstjórar þurfa að kynna sér mjög vel mikið af upplýsingum fyrir mót, vera vakandi fyrir breytingum og miðla upplýsingum áfram, því þarf viðkomandi að hafa góða skipulagshæfni og samskiptatækni. Fararstjórn vinnur ýmist með þátttakendum, sveitarforingjum, þjónustuliðum, forráðafólki og starfsfólki Skátamiðstöðvar, gott er að viðkomandi hafi gaman af því að vinna með öðrum og sé tilbúið að tileinka sér þjónandi forystustíl. Reynsla af fararstjórn, verkefnastjórn stærri verkefna og forystustarfi er kostur. Fararstjórar skulu hafa sótt Verndum þau á tímabilinu 2019-2023 en annars er nauðsynlegt að það sé sótt áður en farið er út, þau skulu skila inn sakavottorðsheimild til BÍS og skulu þekkja og starfa eftir siðareglum ÆV og kynna sér og starfa eftir reglugerð BÍS um utanferðir skáta. Fararstjórar skulu skila öllum upplýsingum til móts sem kallað er eftir um þau og sækja Safe from harm og önnur námskeið sem mótið gæti farið fram á fyrir mót.
UMSÓKNIN SJÁLF
Salernisaðstaða við Skátalund
SALERNISAÐSTAÐA VIÐ SKÁTALUND
í dag, fimmtudag kl. 14.30 verður nýtt salernishús tekið í notkun við sunnanvert Hvaleyrarvatn, við skátaskálann Skátalund.
Húsið, sem byggt er af eldri skátum í samstarfi við Hafnarfjarðarbæ, mun bæði þjóna starfsemi á svæði skátanna en verður einnig opið almenningi og kær viðbót við kamarhús sem eru norðan við vatnið. Í húsinu eru tvö vatnssalerni í hituðu rými ásamt vöskum. Útivaskar verða einnig svo auðvelt sé að bæta á vatnsflöskuna eða þvo sér. Háþróuð rotþró, sem í raun er hreinsistöð var sett upp til að tryggja að engin mengun skili sér í Hvaleyrarvatnið og kemur hún í stað frumstæðrar rotþróar sem hefur verið á svæðinu í áratugi.
Það var að frumkvæði skátanna í St. Georgsgildinu í Hafnarfirði, öflugu félagi eldri skáta, sem bygging salernishússins hófst. Hafnarfjarðarbær leggur til hluta fjármagns til byggingarinnar en skátarnir hafa lagt til alla vinnu og fengið mikinn stuðning í samfélaginu en bæði fyrirtæki og einstaklinga hjálpuðu til að þetta verkefni yrði að veruleika.
Skátarnir hafa einnig sett upp upplýsingaspjöld neðan við svæðið sitt og við innkeyrsluna að því og eru þar m.a. merktir inn göngustígar en svæði skátanna er opið almenningi sem eru þó beðnir að taka tillit til starfsemi á svæðinu. Hafa skátarnir byggt þarna upp útivistarparadís til nota í skátastarfi og nýtist jafnframt almenningi.
Framkvæmdir hófust fyrir réttu ári og eru salernin tilbúin til notkunar en eftir er að setja gras á þakið og ljúka við fínni frágang. Opnun hefur tafist aðeins vegna Covid-19 og að sjálfsögðu er fólk hvatt til að virða sóttvarnarreglur á staðnum.

Mikil starfsemi hefur verið í skátaskálanum og á svæðinu en auk starfsemi skátanna hefur skálinn verið leigður út til ýmissi viðburða til að fjármagna endurbætur og nýframkvæmdir á svæðinu.
Salernin eru opin kl. 8-22 alla daga og sjálfvirkur búnaður sér um læsingar. Skátarnir hvetja alla til að ganga vel um til að tryggja að sem flestir geti nýtt aðstöðuna um næstu framtíð.
St. Georgsgildið í Hafnarfirði
Miðvikudaginn 22. maí 1963 var St. Georgsgildið í Hafnarfirði stofnað. Þá komu eldri skátar búsettir í Hafnarfirði saman í Hraunbyrgi, félagsheimili Hraunbúa. Tilgangur fundarins var að stofna St. Georgsgildi, samtök eldri skáta í Hafnarfirði. Tveimur kunnum skátaforingjum í Reykjavík hafði verið boðið á fundinn. Það voru þeir Hans Jörgenson skólastjóri og Frank Michelsen úrsmiður. Hans hafði framsögu á fundinum og gerði grein fyrir starfsgrundvelli St. Georgsskáta. Þegar hann hafði lokið máli sínu, var samþykkt að stofna St. Georgsgildið í Hafnarfirði. Síðan fóru allir fundarmenn með heiti St. Georgsskáta og rituðu nöfn sín í fundargerðabók því til staðfestingar. Stofnfélagar voru 41.
Fyrsta stjórn St. Georgsgildisins í Hafnarfirði var þannig skipuð: Eiríkur Jóhannesson gildismeistari, Lára Janusdóttir varagildismeistari, Bragi Guðmundsson ritari, Svavar Jóhannesson gjaldkeri, Ragnheiður Kristinsdóttir meðstjórnandi. Bragi Guðmundsson óskaði eftir því í októbermánuði 1963 að vera leystur frá stjórnarstörfum og var þá Jón Kr. Jóhannesson kjörinn ritari í hans stað.
Á fyrsta starfsári gildisins voru haldnir sjö gildisfundir, farið í eina útilegu, komið á fót happdrætti sem gaf góðar tekjur, jólatrésskemmtun var haldin í samvinnu við Hjálparsveit skáta í Hafnarfirði og árshátíð gildisins sóttu 90 manns. Af þessu má sjá að rösklega var af stað farið.
Efnið í hann kom tilsniðið frá Noregi og kostaði 86.310,65 krónur á þess tíma verðlagi. Árið 1970 var pallurinn byggður við húsið og kamína keypt til upphitunar. Hafist var handa við að girða landið umhverfis Skátalund 1972 og því var að mestu lokið 1973. Á árunum 1978 og 1979 var Skátalundi breytt og húsið stækkað.æ Til þess var varið 650.000 krónum. Haustið 2001 var rafmagn og vatn leitt að skálanum.
Þegar skátarnir komu á staðinn voru nánast engin tré við Hvaleyrarvatn og svæðið alger berangur. Frá þeim tíma hefur svæðið bæst í mikla útivistarparadís og og munar þar mestu um veru Skógræktarfélags Hafnarfjarðar á svæðinu.
Starfsemin
Starfsemi St. Georgsgildisins í Hafnarfirði er og hefur verið fjölþætt. Fundir eða aðrar samkomur eru haldnar mánaðarlega yfir vetrarmánuðina. Á fundum er mikið sungið, fólk fengið til að halda stutt erindi um ýmis forvitnileg efni, spjallað er saman og glaðst yfir meðlæti og kaffibolla. Þá eru haldin stutt námskeið eða fræðslukvöld tengd hinum ýmsu áhugasviðum félagsmanna.
Skátalundur
St. Georgsgildið í Hafnarfirði á útivistarskála við Hvaleyrarvatn. Hann heitir Skátalundur og var vígður 25. júní 1968.
Starfið er fjölbreytt og fer eftir áhugamálum og hugarflugi gildisfélaga á hverjum tíma. Því eru engin takmörk sett, en þátttaka er frjáls og óbundin. Þeir kom hverju sinni sem áhuga hafa á því sem er þar að gerast.
Markmið
Markmið St. Georgsgildisins í Hafnarfirði eru að reyna að lifa lífinu í samræmi við hugsjónir skátahreyfingarinnar, að flytja hinn sanna skátaanda inn í samfélagið sem við lifum og störfum í, að veita skátastarfinu stuðning, að útbreiða skátahugsjónina, að stuðla að varðveislu skátaminja og vera tengiliður milli skátahreyfingarinnar og eldri skáta og annarra velunnara hennar.
Félagar
Gildisskátar, fullgildir félagar í St. Georgsgildinu í Hafnarfirði, geta þeir orðið sem náð hafa 18 ára aldri, hafa verið skátar eða hafa áhuga á starfi skátahreyfingarinnar.
St. Georgsgildið er aðili að Skátagildunum á Íslandi, samtökum skátagilda á Íslandi og sömuleiðis er það í heimssamtökum eldri skáta.
Hvað er iScout?

HVAÐ ER ISCOUT?
iScout er alþjóleg keppni fyrir skáta 16 ára og eldri og stendur yfir í sex klukkustundir laugardagskvöldið 6. mars.
Þátttakendur taka þátt í 8 – 25 skáta hópum sem hittast einhverstaðar í sínu landi með fartölvur, snjallsíma og góða internettengingu. Þegar keppnin hefst fá liðin úthlutaðar þrautir sem þarf ýmist að leysa á internetinu eða í raunheimum, þannig þarf hvert lið að skipta með sér verkum. Meðan hluti liðsins leysir verkefni í raunheimum og sendir sönnunargögn fyrir því á dómara keppninnar heldur hinn hluti liðsins sig við tölvuna og leysir þrautir þar.
Að degi loknum vinnur hvert það lið sem tókst að leysa flestar þrautir á réttan máta.
HVERNIG PRÓFA ÉG ISCOUT?
Sökum Covid-19 heimsfaraldursins hefur hópurinn sem stendur að baki hinu árlega skátamóti iScout opnað fyrir að skátar geti spreytt sig á netþrautum fyrri ára! Til þess að taka þátt geta flokkar eða einstakir skátar fylgt þessum leiðbeiningum
1. Velja fjarfundarbúnað til að vera saman á meðan þið leysið iScout þrautirnar
Við hvetjum rekka- og róverskáta áfram til að forðast að hittast í persónu eins og kemur fram í næstu skrefum geta þátttakendur verið á sitthvorum staðnum að leysa iScout þrautir saman. En skemmtilegast er að nota fjarfundarbúnað til að geta talað saman um lausnirnar. Við mælum með Discord, Teams, Zoom, Google hangouts eða hópsímtali á facebook messenger.
2. Stofna iScout aðgang
Til að taka þátt er mælt með því að flokkur skáta skapi sameiginlegan aðgang með því að fara fylgja þessum hlekk: https://game.iscoutgame.com/#/login/. Einstaklingar fylgja að sjálfsögðu sama skrefi
Þegar búið er að stofna aðgang geta allir í flokkinum skráð sig inn samtímis með aðganginum. Þannig geta allir samtímis fengið upplýsingar vegna hverrar þrautar
3. Velja „track“
Eftir að hafa skráð sig inn blasir við þátttakendum 15 hnappar sem ýmist heita Track 1, Track 2, Track 3. Hver hnappur er sett af sirka 20 miserfiðum þrautum. Mælt er með því að leysa velja bara eitt „Track“ og halda sig við það þar til búið er að leysa allar þrautir í settinu. En hópar geta að sjálfsögðu líka reynt að leysa nokkur ólík sett af þrautum samtímis.
4. Hafa gaman og leysa jafn margar þrautir og þið getið
iScout síðan útskýrir rest fyrir ykkur, við hvetjum ykkur til að hafa gaman og til að leysa eins margar þrautir og þið mögulega getið!








