FERÐASKÝRSLA

Einstaklingum og hópum sem sækja viðburði erlendis sem fulltrúar BÍS ber að skila ferðaskýrslu að ferð lokinni. Ferðaskýrslan á að geta nýst BÍS til viðmiðs, frekari áætlunargerðar og endurmats á viðburðum og ráðstefnum sem fulltrúar eru sendir á.

Eyðublaðið tekur breytingum eftir því hversu margir fylla það út saman og hvernig það er fyllt út. Þetta bæði til að einfalda starsfólki að endurgreiða og þeim sem fyllir eyðublaðið út að þurfa eingöngu að veita þær upplýsingar sem þarf hverju sinni.

Óskað er eftir því að ferðalag sé gert upp í samræmi við tilgang og markmið þess og gögnum komið til skila í samræmi við það sem fulltrúar kunna að hafa lofað fyrir upphaf ferðar.

Hvert var markmið viðburðarins sjálfs? Hvert var markmið BÍS með þátttöku? Hvert var markmið þitt?
T.d. hver var yfirskriftin, um hvað snérust fyrirlestrar, vinnustofur, fræðsla og önnur dagskrá sem þú sóttir?
Hverjar voru tillögur viðburðarhaldara? Hvað telur þú að þurfi að innleiða? Hver telur þú að þurfi að ábyrgjast aðgerðirnar?
Hvers kyns ábendingum er tekið með jákvæðu viðmóti.