Skátamiðstöðin lokuð 20. febrúar

Skátamiðstöðin er lokuð föstudaginn 20. febrúar meðan starfsfólk Skátamiðstöðvarinnar og Úlfljótsvatns gera sér glaðan dag. Hægt er að senda okkur erindi á skatarnir@skatarnir.is og vænta svara strax á morgunn.


Nýtt fyrirkomulag erindreksturs 2023

Um 2022 voru gerðar talsverðar breytingar á skipulagi Skátamiðstöðvarinnar. Breytingar sem ætlaðar voru til þess að auka þjónustu og stuðning við skátafélög og sjálfboðaliða. Meðal breytinga voru að þá störfuðu þrír erindrekar, með það markmið að þjónusta og styðja félögin í starfi sínu. Fyrsta skrefið sem nýtt teymi ákvað að taka var að skipta félögunum formlega niður svo að hvert félag eigi sinn erindreka sem stjórnir og skátaforingjar viti að þau geti leitað til eftir stuðningi. Þannig værii betur hægt að tryggt jafna þjónustu við öll skátafélög, byggja upp traustara samband við félagsráð hvers skátafélags en einnig einfalda skátafélögum öll samskipti við Skátamiðstöðina.

Einn erindreka lauk störfum undir lok árs 2022 og í framhaldi starfa nú 2 erindrekar hjá Skátamiðstöðinni. Þau ætla áfram að skipta með sér félögum þar sem það hefur gert öll samskipti einfaldari bæði fyrir skátafélögin og fyrir Skátamiðstöðina.

Skipting erindreka á skátafélög er eftirfarandi:

 

Sigurgeir B. Þórisson

Netfang: sigurgeir@skatarnir.is
Sími: 550 9801 / 867 0604

  • Skátafélag Akranes
  • Skátafélagið Árbúar
  • Skátafélag Borgarness
  • Skátafélagið Farfuglar
  • Skátafélagið Faxi
  • Skátafélagið Garðbúar
  • Skátafélagið Hafernir
  • Skátafélagið Heiðabúar
  • Skátafélagið Klakkur
  • Skátafélagið Kópar
  • Skátafélagið Mosverjar
  • Skátafélagið Svanir
  • Skátafélagið Vogabúar

 

Sædís Ósk Helgadóttir

Netfang: saedis@skatarnir.is
Sími: 550 9805 / 661 6433

  • Skátafélagið Eilífsbúar
  • Skátafélagið Fossbúar
  • Skátafélagið Hraunbúar
  • Skátafélagið Landnemar
  • Skátafélagið Segull
  • Skátafélagið Skjöldungar
  • Skátafélagið Stígandi
  • Skátafélagið Strókur
  • Skátafélagið Vífill
  • Skátafélagið Ægisbúar
  • Skátafélagið Örninn

Erindrekarnir vinna áfram sem teymi að öllum verkefnum og þvert á þessa skiptingu við stuðning verkefna eftir þeirra styrkleikum og þekkingu hverju sinni. En nú geta félögin alltaf treyst á þennan aðila til að hjálpa sér að finna bestu lausnina á sínum áskorunum. Þar að auki verður þessi erindreki tengiliður skátafélagsins þegar kemur að nokkurs konar upplýsingamiðlun til Skátamiðstöðvarinnar eða BÍS og geta sent öll gögn, allar fyrirspurnir og öll önnur mál sem þau vita ekki alveg nákvæmlega hverjum öðrum þau ættu að berast tengt skátastarfinu.


Fundarboð Skátaþings 2023


Fundarboð - Skátaþing 2023

Stjórn Bandalags íslenskra skáta boðar til Skátaþings 2023.

Þingið verður haldið dagana 24.-26. mars í Háskólanum á Akureyri og hefst með setningu kl. 20:30 föstudaginn 24. mars og lýkur sunnudaginn 26. mars kl. 13:00. Aðstaðan opnar kl. 18:30 og frá þeim tíma er hægt að fá þinggögn afhent. Kl. 19:30 verða opnar kynningar fram að setningu. Vakin er athygli á að ekki verður boðið upp á kvöldmat á föstudegi.

Dagskrá þingsins er skv. 21. grein laga BÍS og er sérstök athygli vakin á því að skv. 17. grein laga BÍS er ekki kosningaár. Einnig er rétt að vekja sérstaka athygli á greinum 18-20 í lögum BÍS sem fjalla um Skátaþing.

Allir starfandi skátar hafa rétt til að sitja Skátaþing með málfrelsi og tillögurétt óháð aðildarleið. Skátar 16 ára og eldri geta farið með 1 atkvæði félags sem þau eru skráð í. Skátafélög eru hvött til að vekja athygli sinna skáta á þinginu. Öll sem hyggjast taka þátt skulu skv. 18. grein laga BÍS skrá sig á skraning.skatarnir.is fyrir 17 mars klukkan 20:30. Félagsforingjar eða annað stjórnarfólk skátafélaganna skal skila kjörbréfum rafrænt þar sem tilgreindir eru aðal- og varafulltrúar skátafélags á þinginu.

Þátttökugjald er 6.000 kr., innifalin eru þinggögn, léttar veitingar á föstudagskvöldi, morgunverður báða morgna, hádegisverður á laugardegi og sunnudegi og almenn dagskrá sem verður boðið upp á samhliða þinginu.

Skátafélagið Klakkur er gestgjafi þingsins. Þau munu bjóða svefnpláss í Valhöll, skátaskála Klakks á Vaðlaheiði og í Hyrnu, skátaheimili Klakks í Þórunnarstræti. Þá mun félagið standa fyrir sérstökum hátíðarkvöldverði á laugardegi þingsins. Öll skráning fyrir slíkt mun fara fram í Sportabler og verður eingöngu aðgengileg þeim sem eru þegar skráð á Skátaþing.

Mikilvægar dagsetningar fram að Skátaþingi:

Rétt er að vekja athygli á eftirfarandi dagsetningum fram að þingi samkvæmt gildandi lögum BÍS.  

  1. febrúar kl. 20:30– Fresti til að skila tillögum að lagabreytingum til stjórnar BÍS lýkur.
    3. mars kl. 20:30– Fresti til að skila beiðnum um upptöku mála á Skátaþingi til stjórnar BÍS lýkur.
    10. mars kl. 20:30 – Fresti stjórnar BÍS til að senda félagsforingjum þinggögn og drög að dagskrá Skátaþings lýkur.
    17. mars kl. 20:30 Fresti til að skila athugasemdum um útsend gögn til Skátamiðstöðvarinnar lýkur.
    17. mars kl. 20:30  – Skráning á Skátaþing lýkur.
    24. mars kl. 20:30 – Fresti skátafélaga til að skila gögnum og kjörbréfum til skrifstofu BÍS lýkur.
    24. mars kl. 20:30
      – Skátaþing er sett.24

Upplýsingasíðu Skátaþings má finna á skatarnir.is/skatathing en þar má finna allar upplýsingar um Skátaþing í rauntíma, þangað verður gögnum hlaðið upp þegar þau berast og í síðasta lagi fyrir tilgreindan frest samkvæmt lögum. Öll þinggögn verða aðgengileg þar á rafrænu formi þegar Skátaþing verður sett.

Reykjavík 20. janúar 2023
Fyrir hönd stjórnar BÍS

Harpa Ósk Valgeirsdóttir
Skátahöfðingi


Pantaðu skátabúning fyrir 30. janúar

Pöntunardagur nálgast ört en hann er 30. janúar!

Skátafatnaður er keyptur inn eftir pöntunum og pantar Skátabúðin tvisvar á ári.
Hægt er að koma Í Skátabúðina, Hraunbæ 123, 110 Reykjavík, til þess að máta og panta. Skátafélögin geta safnað saman pöntunum sinna þátttakanda og sent inn sameiginlega pöntun.
Allar pantanir þurfa að vera greiddar fyrir pöntunardag.

Pöntunardagarnir eru 30. janúar og 30. september
Þar sem styttist í næsta pöntunardag viljum við minna öll sem vilja fá sér búning, að panta fyrir þann dag.
Við minnum á að næsti pöntunardagur er 30. september svo ef þú vilt búning fyrir viðburði sumarsins þá þarf að panta hann núna!

Hvernig skátafélög panta:

Hvernig einstaklingar panta:


Mótsstjórar Skátasumarsins 2023

Egle og Hanna Greta hafa tekið að sér að vera mótstjóri og aðstoðar mótstjóri Skátasumarsins 2023.

Næstu sex mánuði munu þær ásamt mótstjórnarteyminu vinna hörðum höndum að því að skipuleggja og undirbúa mótið svo það verði ógleymanleg og skemmtileg upplifun. Hægt er að hafa samband við þær í netfangið skatasumarid@skatarnir.is, þær munu svara tölvupóstum alla föstudaga svo endilega heyrið í þeim ef þið hafið einhverjar spurningar eða viljið hvetja þær áfram.


Úlfur Kvaran nýr sölu- og markaðsfulltrúi Skátabúðarinnar

Okkur er sönn ánægja að tilkynna að Úlfur Kvaran hefur verið ráðinn sem sölu- og markaðsfulltrúi Skátabúðarinnar og mun meðal annars sinna daglegum rekstri og þjónustu Skátabúðarinnar, hafa umsjón með pöntunum birgða, útgáfu bæklinga og bóka og umsjón með sölu- og markaðsetningu Sígrænna jólatrjáa. Úlfur byrjaði sem ylfingur í skátafélaginu Fossbúum og hefur verið skátaforingi og er nú starfandi aðstoðarfélagsforingi og starfsmaður Fossbúa. Hann hefur ríka reynslu af sölu- og lagerstjórnun en hann var deildarstjóri húsgagna hjá Rúmfatalagernum.

Úlfur hóf störf 2. janúar og við hlökkum til samvinnunnar!

 

EN:

We are pleased to announce that Úlfur Kvaran has been hired as a sales and marketing representative for Skátabúðin. He will, among other things, handle the day-to-day operations and services of the Scout shop, supervise the ordering of supplies, the publication of brochures and books, and the management of sales and marketing of the Evergreen Christmas trees. Úlfur started scouting as a cub scout in his home town with the scout group Fossbúar. He has been a scout leader with his group as well as being the assistant club leader and an employee of Fossbúar.  He has extensive experience in sales and inventory management as he was the head of the furniture department at Rúmfatalager.

Úlfur started work on January 2nd and we look forward to the cooperation!


Skátamiðstöðin lokuð milli jóla og nýárs

Skátamiðstöðin verður lokuð milli jóla og nýárs. Opnum aftur mánudaginn 2. janúar.
Starfsfólk skátamiðstöðvarinnar óskar ykkur gleðilegra jóla og farsæls komandi árs.


Kveðjukaffi í Skátamiðstöðinni

Síðastliðinn föstudag var haldin hugguleg kveðjustund þar sem þremur skátum voru þökkuðum vel unnin störf í þágu skátahreyfingarinnar. Þau Helga Þórey Júlíudóttir framkvæmdastjóri og Halldór Valberg Skúlason erindreki hafa nú hætt störfum fyrir Skátamiðstöðina en munu starfa áfram í sínum skátafélögum af krafti nú sem fyrr. Við færum þeim bestu þakkir fyrir sín störf síðastliðið ár.

Marta Magnúsdóttir sem lét af störfum sem skátahöfðingi í apríl síðastliðinn fékk afhentan silfurúlf til eignar líkt og hefð er fyrir fráfarandi skátahöfðingja að viðstöddu starfsfólki BÍS, stjórn og Margréti Tómasdóttur fyrrum skátahöfðinga. Marta var skátahöfðingi og formaður stjórnar frá 2017-2022. Hún var yngsti kjörni skátahöfðingi í sögunni þá 23 ára og má því segja að hún hafi brotið blað í átt að auknu ungmennalýðræði hreyfingarinnar.


Kolbrún Ósk mótstjóri Landsmóts skáta 2024

Stjórn BÍS hefur skipað Kolbrúnu Ósk sem mótstjóra Landsmóts skáta 2024.

Kolbrún Ósk hefur verið skátaforingi hjá Garðbúum undanfarin 12 ár ásamt því að gegna hlutverki í stjórn Garðbúa. Hún hefur verið starfsmaður Garðbúa þar sem hún skipulagði ýmsa viðburði innan félagsins og fyrir nærsamfélagið, var erindreki BÍS árin 2019 til 2021 þar sem hún studdi við hina ýmsu sjálfboðaliðahópa við stór verkefni. Hún lauk nýlega mastersnámi í markaðsfræði og viðburðastjórnun við háskóla í Edinborg.

Kolbrún Ósk hefur mikla reynslu af skipulagi skátamóta, hún var t.d. hluti af mótstjórn Náttúrulega 2022 (Landsmóti rekka-og róverskáta 2022) og hefur komið að framkvæmd Vetrarskátamóts Reykjavíkurskáta. Hún var meðal fararstjóra á Gilwell 24 sumarið 2019 en sama sumar fór hún líka sem sveitarforingi á alheimsmóti skáta. Sem erindreki BÍS hún tók meðal annars þátt í að styðja við skipulagningu Skátasumarsins 2021 þar sem hún fylgidist með undirbúningnum og fór svo sem fararstjóri Garðbúa á eitt mótið.

Við hjá Bandalagi íslenskra skáta óskum Kolbrúnu Ósk til hamingju og erum full tilhlökkunar að fá að starfa með henni næstu árin í undirbúningi og svo framkvæmd Landsmóts skáta 2024. Næstu daga mun Kolbrún sanka að sér hópi öflugra skáta í mótstjórn sem við hlökkum til að vinna með að framkvæmd skátamótið sem okkur hefur dreymt um. Ef einhver hefur áhuga á að leggja hönd á plóg, sendið Kolbrúnu tölvupóst á kolbrun@skatarnir.is


Skátapeysur og skátaskyrtur

Við tökum upp nýtt fyrirkomulag þegar kemur að kaupum á skátaskyrtum og skátapeysum. Við ætlum að hætta að geyma stóran lager af þessum vörum í Skátamiðstöðinni og munum í staðinn bjóða upp á pöntunardaga eins og íþróttafélögin hafa gert. Skátar geta sjálf heimsótt skátabúðina, mátað, greitt fyrir skyrtuna og við bætum skyrtunni þeirra við næstu pöntun. Skátafélögin geta einnig fengið mátunarsett af skátaskyrtum eða bláu BÍS peysunni og leyft sínum félögum að máta, tekið saman upplýsingarnar og sent þær á okkur fyrir pöntunardaginn. Í þessum tilfellum greiðir skátafélagið og sér um innheimtu ef það á við.

Pöntunardagarnir eru 30.september og svo aftur 30. janúar

Skátaskyrtur

Nú eru komnar nýjar skátaskyrtur í notkun sem eru í boði í mismunandi stærðum og sniðum. Hægt er að koma upp í Skátabúðina, Hraunbæ 123, 110 Reykjavík, að máta, einnig er hægt að óska eftir því að sækja mátunarsett til Skátamiðstöðvarinnar og haft mátunardag í skátaheimilinu eftir samkomulagi við Skátamiðstöðina. Skyrturnar eru á kynningaverði sem er 6.700 kr. og verða pantaðar 30.september og svo aftur 30.janúar.
Hér er yfirlit af stærðum:

Bein/aðsniðin með axlaspælum                                                Hefðbundið snið með axlaspælum

                                                     

Aðsniðin m. brjóstsaum m. axlaspælum

Einnig eru til í skátabúðinni nokkur eintök af gömlu skyrtunum ásamt prufu eintökum af nýju skátaskyrtunni án axlaspæla sem verða ekki pantaðar aftur. Þær verða til sölu á meðan birgðir endast.

En stærðirnar sem eru til af þeim er hér.

Bein/aðsniðin án axlaspæla                                                        Hefðbundið snið án axlaspæla

                                                     

Aðsniðin m. brjóstsaum án axlaspæla

Skátapeysur

Skátahettupeysa

Í ár verður hægt að panta skátapeysur í nýjum lit, khakis green, með BÍS merkinu framan á. Um er að ræða hettupeysurnar sem voru til í gráum lit (litur ársins 2021). Sama fyrirkomulag verður á því að panta peysur og skátaskyrturnar en það verður sami pöntunardagur, 30. September og svo aftur 30.janúar. Til eru örfá eintök af gömlu skátapeysunni í 2021 litnum sem hægt er að kaupa á staðnum.

Hér er stærðartafla af skátapeysunni og mynd af litnum, stærðirnar eru miðaðar við unglinga og eldri. Skátapeysan kostar 9.950 kr.

                   

 

Blá BÍS peysa

Bláa BÍS peysan er til í minni stærðum og því tilvalin fyrir yngri aldursbilin eins og drekaskáta, fálkaskáta og jafnvel dróttskáta. Þessi peysa er til í skátabúðinni bæði í barnastærðum og fullorðins stærðum og verður pöntuð aftur ef birgðir klárast á pöntunardögum.

Barnapeysan kostar 5.800 kr. og hægt er að sjá stærðartöfluna hér.

Fullorðins peysan kostar 7.000 kr. og er hægt að sjá stærðirnar hér.

Skátabolir

Bláir BÍS bolir

Barnastærðir kosta 2.600 kr. og hægt er að sjá stærðartöfluna hér.

Fullorðins bolir kostar 3.000 kr. og er hægt að sjá stærðirnar hér.


Privacy Preference Center