Auglýsum eftir umsóknum í styrktarsjóð skáta

Styrktarsjóður skáta er sjóður sem haldið er úti af Bandalagi íslenskra skáta til að styrkja verkefni skátahreyfingunni á Íslandi til heilla. Samkvæmt reglugerð sjóðsins skulu styrkhæf verkefni falla í einn eftirfarandi flokka:

  1. Útgáfu innan skátahreyfingarinnar
  2. Nýjungar í starfi skátafélaganna sem miði að fjölgun skáta á Íslandi
  3. Styrkur til aðstöðusköpunar skátastarfs
  4. Fræðslumála innan skátahreyfingarinnar
  5. Styrkir til skátafélaga til að auðvelda börnum og fullorðnum með ólíkan bakgrunn að taka þátt í skátastarfi

Hægt er að sækja um styrki í sjóðinn allt árið en styrkir að upphæð 100.000 króna eða hærri eru aðeins veittar einu sinni á ári, á Skátaþingi. Því er ærið tækifæri að sækja um núna fyrir metnaðarfullum verkefnum.

Til að hvetja skátahópa og skátafélögin til að sækja um hefur sjóðstjórnin ákveðið að fara álíka leið og þegar verkefni voru styrkt tend þemanu „10 nýjar leiðir í skátastarfi“. Því hefur sjóðstjórn valið nýtt þema og hvetur félög til að sækja um verkefni sem falla að því en slík verkefni verða styrkt sérstaklega á Skátaþingi þetta árið. Þemað er:

Samstarf við aðila í nærsamfélaginu og önnur samfélagsverkefni

Til að nægur tími gefist til að vinna úr umsóknum eru öll hvött að sækja um fyrir 22. mars. Hægt er að sækja um í gegnum umsóknarform sjóðsins sem er einnig að finna hér að neðan.

Styrktarsjóður skáta

UPPLÝSINGAR UM UMSÆKJANDA

Hér skal tilgreina hvaða hópur standi að verkefninu sé það skátaflokkur, skátafélag eða vinnuhópur. Hópurinn þarf að starfa innan BÍS.

FJÁRMÁL

UM VERKEFNIÐ

Hér skal lýsa hvernig verkefnið lýsir sér í stuttu máli. Hámark er 600 orð.
Hér skal umsækjandi færa rök fyrir því hvers vegna viðkomandi telji verkefnið eiga erindi í styrktarsjóðin.
Vinsamlegast setjið tímaramma verkefnisins fram með skýrum hætti, notið helst nákvæmar dagsetningar sem viðmið.

FYLGIGÖGN

Munið að senda öll fylgigögn á skatarnir@skatarnir.is

STAÐFESTA SKILMÁLA