Nýr rekstrarstjóri hefur störf á Úlfljótsvatni

Við tilkynnum með mikilli ánægju og tilhlökkun að Elín Esther Magnúsdóttir hefur verið ráðin sem rekstrarstjóri Útilífsmiðstöðvar skáta á Úlfljótsvatni. Elín Esther hóf störf 3.júní 2024 og mun nýta fyrstu vikuna sína til þess að komast aftur inn í starfsemina á Úlfljótsvatni.
Elín Esther þekkir Úlfljótsvatn mjög vel og hefur lagt sín lóð á vogaskálarnar sem sjálfboðaliði og sem starfsmaður síðastliðna áratugi við góðan orðstír.
Elín kemur inn í hópinn með mikla staðarþekkingu og mikinn metnað fyrir því að lyfta staðnum enn betur upp og vinna náið með starfsfólki staðarins, BÍS, sjálfboðaliðum og skátum á Íslandi.
„Ég er þakklát fyrir traustið, og tækifærið til að koma aftur í Undralandið. Úlfljótsvatn hefur verið mitt annað heimili í skátastarfi síðan ég byrjaði í Fossbúum í gamla daga, og mér finnst hvergi betra að vera. Fyrir utan að hafa verið sumarbúðastarfsmaður og dagskrárstjóri á Úlfljótsvatni kem ég líka til starfa með reynslu úr fjölmiðlaheiminum, frístundastarfi með börnum og ungu fólki, björgunarsveitum, ferðaþjónustu og svo hef ég starfað sem ökukennari síðustu ár. Ég reikna með að þetta muni allt nýtast að einhverju leiti, þó líklega mismikið.
Á Úlfljótsvatni í dag starfar mjög öflugt teymi og ég hlakka til að læra af þeim. Síðustu ár hefur verið lögð mikil vinna í að skipuleggja starfið og marka stefnu sem ég hlakka til að vinna að með. Ég brenn fyrir þjálfunar- og öryggismálum og reikna með að þau verði í forgrunni hjá mér.“
Við bjóðum Elínu Esther hjartanlega velkomna aftur á Úlfljótsvatn og hlökkum til áframhaldandi samstarfs.
Dagskrárstjóri Úlfljótsvatns tekur við skátamiðstöðinni Larch Hill á Írlandi

Við tilkynnum það með stolti að dagskrár- og samhæfingarstjóri ÚSÚ síðustu árin, Matthew, hefur verið ráðinn sem nýr rekstrarstjóri Larch hill skátamiðstövarinnar á Írlandi og mun því hætta sem dagskrár- og samhæfingarstjóri ÚSÚ þessi mánaðrmót. Hann mun vera Úlflótsvatni innan handar að hluta frameftir sumri og erum við honum þakklát fyrir það. Matthew hefur verið mikilvægur hlekkur í teyminu okkar á Úlfljótsvatni, góður vinnufélagi og teymisstjóri og verður sárt saknað.
Við þökkum Matthew innilega fyrir vel unnin störf undanfarin ár og óskum honum alls hins besta og velfarnaðar í nýju starfi. Við erum viss um að margir íslenskir skátar muni gera sér ferð til Írlands og kynnast Larch Hill skátamiðstöðinni á næstu árum.
Sumarskátastarf fyrir dróttskáta snýr aftur!

Skátasveitin DS. Ramus mun starfa í sumar á höfuðborgarsvæðinu og er öllum dróttskátum velkomið að taka þátt. Krakkar sem ekki hafa verið í skátunum eru einnig velkomin að koma og vera með í sumar. Skátafundir munu fara fram víðsvegar um höfuðborgarsvæðið milli 17:30 og 19:30 á þriðjudögum og fimmtudögum frá og með 20. júní til 8. ágúst.
Starfið byggist að mestu á flokkastarfi og gefst skátunum færi á að skapa sín eigin sumarævintýr með öðrum jafningjum á ýmsum útivistarsvæðum á höfuðborgarsvæðinu og þar í kring. Þeir skátar sem ekki skrá sig með flokk munu fá aðstoð við að finna flokk og sem hentar þeim.
Fyrstu fundir munu fara fram á Klambratúni en mæting er við Kjarvalsstaði klukkan 17:30 á fyrsta fundinn þann 20. júní.
Til að taka þátt þarf að skrá sig inn á Abler og kostar 3000 kr. fyrir hvern skáta að taka þátt í allt sumar. Dróttskátar sem vegna ferðalaga eða annars komast ekki á alla fundi, eru engu að síður hvött til að taka þátt.
Mikilvægt er síðan að fylgjast vel með upplýsingum á Sportabler. Einnig þarf að láta vita fyrir hvern fund hvort skáti mætir eða ekki. Ef lágmarksmæting (4 skátar) næst ekki á fund fyrir hádegi sama dag fellur fundurinn þann daginn niður.
Skátakveðjur og hlökkum til að sjá sem flest í sumar,
Sveitarforingjar Ds. Ramus.
Búnaðartilboð fyrir Landsmót í Skátabúðinni

Vertu klár með rétta búnaðinn fyrir Landsmót Skáta í sumar, og öll þín framtíðar ævintýri!
Í skátabúðinni getur þú fundið útivistarmerkið Asivik, hannað af skátum, fyrir skáta, og er nýtt vörumerki á Íslandi og er samstarf Skátabúðarinnar og Spejdersport í Danmörku.
Til að festa kaup á vörunum, þá sendir þú okkur tölvupóst með vörunum sem þú vilt kaupa. Við söfnum í pöntun og sendum út alla fimmtudaga, og varan er tilbúin til afhendingar 5-7 virka daga eftir útsenda pöntun.
Öll velkomin í Hraunbæ til að skoða vörur!
Vörur á tilboði
Asivik Ultralight 5.0 regular

Hefðbundin, létt og þæginleg uppblásanleg dýna.
Tilvalin í allar útilegur
R-Gildi (einangrunargeta) 3.5
Ítarupplýsingar af heimasíðu Spejdersport
Fullt verð 15.990.- Tilboðsverð 13.990.-
Asivik Explore Large

Mjög létt og fyrirferðalítil uppblásanleg dýna. Einangrar vel. Dýna fyrir lengra komin.
R-Gildi (einangrunargeta) 5.0
Ítarupplýsingar af heimasíðu Spejdersport
Fullt verð 28.990.- Tilboðsverð 24.990.-
Asivik Explorer 3S (-2.7) svefnpoki

Léttur, mjúkur og þæginlegur svefnpoki sem hentar vel bæði í tjald og skálaferðir.
Kemur í 3 lengdum.
Ítarupplýsingar af heimasíðu Spejdersport
Fullt verð 24.990.- Tilboðsverð 19.990.-
Asivik Hiker bakpoki

Flottur og stillanlegur 60L bakpoki sem hentar vel fólki frá 150cm hæð til 185cm.
Ítarupplýsingar af heimasíðu Spejdersport
Fullt verð 17.990.- Tilboðsverð 15.990.-
Asivik Travel duffel (70L)

Flottur og vatnsheldur duffel sem hægt er að hengja á öxl og bera á baki. Slitsterkt efni og rennilás.
Fáanlegur í bláum og svörtum lit
Ítarupplýsingar af heimasíðu Spejdersport
Fullt verð 16.990.- Tilboðsverð 14.990.-
Asivik Wilderness 3ja persónu tjald

Rúmgott og létt tjald. Fer lítið fyrir og auðvelt að tjalda.
Vatnsþéttni: 2.000mm á himni og 3.000mm á botni
Ítarupplýsingar af heimasíðu Spejdersport
Fullt verð 37.990.- Tilboðsverð 31.990.-
Asivik Wilderness 3ja persónu tjald

Flott og rúmgott tjald. Gott rými í fortjaldi fyrir töskur og búnað. Hægt að kaupa footprint með.
Vatnsþéttni: 2.000mm á himni og 3.000mm á botni.
Ítarupplýsingar af heimasíðu Spejdersport
Fullt verð 51.990.- Tilboðsverð 44.990.-
Asivik Explorer 3 - 3ja persónu tjald

Frábært, fislétt og rúmgott tjald . Opnanlegir gluggar í báðum endum til að auðvelda loftflæði.
Vatnsþéttni: 2.000mm á himni og 3.000mm á botni
Ítarupplýsingar af heimasíðu Spejdersport
Fullt verð 94.990.- Tilboðsverð 79.990.-
Asivik Wool Crewneck, Junior ullarnærföt

Frábært, hágæða ullarnærföt úr 100% Merino ull. Einn mikilvægasti búnaður í alla útiveru. Ull er gull!
Barnastærðir: 115, 128, 140, 152, 164
Ítarupplýsingar Barnabolir / Barnabuxur af heimasíðu Spejdersport
Barnastærðir bolir - Fullt verð 7.495.- Tilboðsverð 5.990.-
Barnastærðir buxur - Fullt verð 7.495.- Tilboðsverð 5.990.-
Asivik Explorer Merinould Crew neck, Fulllorðins



Frábært, hágæða ullarnærföt úr 100% Merino ull. Einn mikilvægasti búnaður í alla útiveru. Ull er gull!
Karlasnið: S, M, L, XL, XXL
Kvennasnið: S, M, L, XL, XXL
Ítarupplýsingar Karlabolir / Karlabuxur / Kvennabolir / Kvennabuxur af heimasíðu Spejdersport
Fullorðinsstærðir bolir - Fullt verð 14.495.- Tilboðsverð 11.990.-
Fullorðinssstærðir buxur - Fullt verð 14.495.- Tilboðsverð 11.990.-
Skátamiðstöðin lokuð vegna Skátaþings

Skátamiðstöðin verður lokuð fimmtudaginn 4. apríl, föstudaginn 5. apríl og mánudaginn 8. apríl sökum vinnu starfsmanna Skátamiðstöðvarinnar að Skátaþingi sem fer fram helgina 5.-7. apríl.
Öll almenn og minna áríðandi erindi má senda á póstfangið okkar skatarnir@skatarnir.is og verður þeim svarað 9. apríl.
Breytingar á Úlfljótsvatni

Pani, rekstrarstjóri Úlfljótsvatns hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri (Director) í alþjóðlegu skátamiðstöðinni í Kandersteg og hefur störf þar í lok apríl. Stjórn BÍS og skátamiðstöð fagna með Pani fyrir að verða 12.framkvæmdastjóri KISC.
Til að brúa bilið fram að ráðningu í hans stöðu á Úlfljótsvatni verða tímabundnar breytingar hjá stjórnendum BÍS og ÚSÚ. Ragnar, framkvæmdastjóri BÍS mun færa sig yfir á Úlfljótsvatn til þess að taka við verkefnum fráfarandi rekstrarstjóra næstu 4 mánuði, eða þar til nýr rekstrarstjóri verður ráðinn. Harpa Ósk, skátahöfðingi mun stíga inn til BÍS sem staðgengill framkvæmdastjóra og taka við verkefnum frá Ragnari á meðan þessu stendur. Megin áhersla Ragnars á Úlfljótsvatni verður að kortleggja starfsemina og setja af stað mikilvæg viðhaldsverkefni ásamt því að læra á rekstur staðarins.
Ný stjórn SSR

Fimmtudaginn 21. mars var aðalfundur SSR haldinn í Skátamiðstöðinni í Hraunbæ 123.
Á aðalfundi var kosið í nýja stjórn.
Nýja stjórn skipa:
- Sigurbjörg Sæmundsdóttir, Formaður
- Óskar Eiríksson, Varaformaður
- Arthur Pétursson, Gjaldkeri
- Elínrós Birta Jónsdóttir, Meðstjórnandi
- Kristín Áskelsdóttir, Ritari.
Að auki þökkum við fráfarandi stjórnarmönnum fyrir samstarfið:
- Eva María Sigurbjörnsdóttir
- Egle Sipaviciute
- Haukur Friðriksson
Kaflaskil á ÚSÚ, Pani heldur á vit nýrra ævintýra

Það er með miklu stolti sem við tilkynnum að rekstrarstjóri ÚSÚ síðustu árin, Pani, hefur verið ráðinn sem nýr framkvæmdastjóri KISC, alþjóðamiðstöðvar skáta í Kandersteg.
Um leið og Pani heldur á vit nýrra og spennandi ævintýra er ljóst að hann skilur eftir sig stórt skarð á Úlfljótsvatni þar sem hann lætur af störfum í lok apríl. Hann mun þó áfram vera til taks út næsta sumar. Þegar er hafin vinna við skipulagningu næstu mánaða á Úlfljótsvatni.
Við þökkum Pani kærlega fyrir vel unnin störf undanfarin ár og við óskum honum alls hins besta og velfarnaðar í nýju starfi.
Opnunartími um páska

Opnunartími Skátamiðstöðvarinnar um páska og í kringum Skátaþing verður eftirfarandi:
| Mánudagur | 25. mars | OPIÐ |
| Þriðjudagur | 26. mars | OPIÐ |
| Miðvikudagur | 27. mars | OPIÐ |
| Fimmtudagur | 28. mars | LOKAÐ |
| Föstudagur | 29. mars | LOKAÐ |
| Mánudagur | 1. apríl | LOKAÐ |
| Þriðjudagur | 2. apríl | OPIÐ |
| Miðvikudagur | 3. apríl | OPIÐ |
| Fimmtudagur | 4. apríl | LOKAÐ |
| Föstudagur | 5. apríl | LOKAÐ |
| Mánudagur | 8. apríl | LOKAÐ |
Einnig mun Skátabúðin loka í Hraunbæ og flytja yfir á Sólheima á meðan á Skátaþingi stendur 4-7. apríl
Gleðilega páska!
Tilkynning frá uppstillingarnefnd BÍS vegna Skátaþings 2024
Á Skátaþingi helgina 5.-7. apríl n.k. verður kosið í neðangreind embætti í samræmi við lög BÍS. Uppstillingarnefnd hvetur skáta sem hafa áhuga og hugsjónir fyrir skátastarfi í landinu að skoða þau embætti sem eru laus til kjörs, að gefa kost á sér til starfa og hvetja aðra til þess. Lýsingar á þeim embættum sem kosið er í má finna neðst í þessari tilkynningu.
Athygli skal vakin á eftirfarandi:
- Kosið er í öll embætti annað hvert ár til tveggja ára.
- Við kosningu í stjórn BÍS er kosið sérstaklega um skátahöfðingja og gjaldkera en fimm meðstjórnendur eru kjörnir í einni kosningu.
- Kosið er í fjögur fastaráð: starfsráð, alþjóðaráð, útilífsráð og stjórn Skátaskólans.
- Kosið er í ungmennaráð (16 - 25 ára) og áheyrnarfulltrúa ungmenna í stjórn BÍS á ungmennaþingi 2 - 4. febrúar. Áhugasamir eru hvattir til að fylgjast með undirbúningi ungmennaþings, sækja þingið og bjóða sig fram.
- Kosið er um fimm sæti í uppstillingarnefnd, þrjá félagslega skoðunarmenn og löggiltan endurskoðanda.
- Uppstillingarnefnd skal leita eftir fólki til starfa fyrir Bandalag íslenskra skáta samkvæmt því sem fram kemur í 16. grein, 19. grein, 23. grein, 26. grein og 27. grein laga þessara og tryggja að í hvert laust sæti sé a.m.k. einn frambjóðandi.
- Stjórn hefur ákveðið fjölda fulltrúa í fastaráðum sbr 26. grein laga, sjá upptalningu að neðan.
EFTIRTALIN EMBÆTTI ERU LAUS TIL KJÖRS Á SKÁTAÞINGI
STJÓRN
Skátahöfðingi
Gjaldkeri
Fimm meðstjórnendur
FASTARÁÐ
Fjögur sæti í alþjóðaráði
Fjögur sæti í starfsráði
Fimm sæti í stjórn Skátaskólans
Þrjú sæti í útilífsráði
ANNAÐ
Fimm sæti í uppstillingarnefnd
Þrír félagslegir skoðunarmenn reikninga
Löggiltur endurskoðandi
KJÖRIN Á UNGMENNAÞINGI
Áheyrnarfulltrúi ungmenna í stjórn BÍS
Fimm sæti í ungmennaráði
Framboðstilkynningar og tillögur um fólk í þessi embætti óskast sendar uppstillingarnefnd hið fyrsta og eigi síðar en 15. mars kl. 12:00.
Tilkynningar um framboð þurfa að berast í tölvupósti á netfang uppstillingarnefndar.
Sérstök athygli er vakin á því að ekki er hægt að skila framboðum á þinginu sjálfu.
UPPSTILLINGARNEFND SKIPA:
| Berglind Lilja Björnsdóttir, form | s. +45 50 18 13 25 | berglind@skatarnir.is |
| Hafdís Bára Kristmundsdóttir | s. 617-1591 | barahafdis@gmail.com |
| Jón Ingvar Bragason | s. 699-3642 | joningvarbragason@gmail.com |
| Reynir Tómas Reynisson | s. 698-6226 | reynirtomas@gmail.com |
| Sædís Ósk Helgadóttir | s. 661-6433 | saedis@skatarnir.is |
LÝSING EMBÆTTA
Hér eru skýringar um helstu verkefni sem þau embætti sinna sem kosið verður í á Skátaþingi. Athugið að þetta eru ekki tæmandi listar og verkefnin geta verið jafn fjölbreytt og þau eru mörg. Ennfremur starfa ráð oft saman að ýmsum verkefnum.
STJÓRN
Skátahöfðingi er formaður sjórnar BÍS og leiðtogi alls skátasarfs á landinu.
Gjaldkeri situr í stjórn BÍS. Hann ber m.a. ábyrgð á fjármálum BÍS og vinnur náið með framkvæmdastjóra hreyfingarinnar að stjórn þeirra, framkvæmd fjáraflana, vinnslu bókhalds, áætlanagerð o.þ.h.
Meðstjórnendur (5) sitja í stjórn BÍS sem skiptir með sér verkum og ber m.a. sameiginlega ábyrgð á starfi stjórnar, ráða og nefnda. Sitja eftir atvikum í fastaráðum samkvæmt ákvörðun stjórnar.
Áheyrnarfulltrúi ungmenna hefur áheyrnarrétt í stjórn BÍS en ekki atkvæðisrétt. Kosið er í embættið á ungmennaþingi.
FASTARÁÐ OG FLEIRI EMBÆTTI
Hlutverk starfsráðs er að styðja við og efla starf skátafélaganna í samráði við stjórnir skátafélaga, sveitarforingja og flokksforingja.
Hlutverk alþjóðaráðs er að stuðla að því að að BÍS fylgi stefnum og nýti sér stuðningsefni frá alþjóðasamtökum skáta, WOSM og WAGGGS, ásamt því að annast samskipti við erlend skátabandalög, kynningu á erlendu skátastarfi á Íslandi og íslensku skátastarfi erlendis.
Hlutverk stjórnar Skátaskólans er að stuðla að þjálfun með skipulagningu námskeiða, er taki mið af Grunngildum Bandalags íslenskra skáta.
Hlutverk útilífsráðs er að hvetja til viðburða sem fela í sér útilíf og styðja við þá útilífsviðburði sem bæði skátafélög og BÍS standa fyrir.
Hlutverk ungmennaráðs er að hvetja til og auka ungmennalýðræði innan stjórnkerfis hreyfingarinnar og stuðla að virkri þátttöku ungmenna við stefnumótun eigin skátastarfs og hreyfingarinnar. Kosið er í ráðið á ungmennaþingi.
Uppstillingarnefnd skal leita eftir fólki til starfa í stjórn og fastaráð fyrir Bandalag íslenskra skáta. Við störf sín skal nefndin ávallt leita eftir sem hæfustum frambjóðendum og gæta þess, eftir því sem hægt er, að jafnræði sé með kynjunum í stjórn, nefndum og ráðum BÍS.
Félagslegir skoðunarmenn reikninga Félagsleg skoðun reikninga BÍS og dótturfélaga er í höndum þriggja manna félagslegrar skoðunarnefndar sem Skátaþing kýs. Félagslegir skoðunarmenn reikninga mega ekki sinna öðrum störfum fyrir BÍS sem snerta fjármál. Þeir bera ábyrgð gagnvart Skátaþingi og skulu eiga greiðan aðgang að öllu bókhaldi BÍS og er stjórninni skylt að veita þeim allar nauðsynlegar upplýsingar um fjármál og reikningshald þess.
Löggiltur endurskoðandi Reikningar BÍS og dótturfélaga skulu skoðaðir ár hvert af löggiltum endurskoðanda, kosnum af Skátaþingi.




