Breytingar á Úlfljótsvatni

Pani, rekstrarstjóri Úlfljótsvatns hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri (Director) í alþjóðlegu skátamiðstöðinni í Kandersteg og hefur störf þar í lok apríl. Stjórn BÍS og skátamiðstöð fagna með Pani fyrir að verða 12.framkvæmdastjóri KISC.

Til að brúa bilið fram að ráðningu í hans stöðu á Úlfljótsvatni verða tímabundnar breytingar hjá stjórnendum BÍS og ÚSÚ. Ragnar, framkvæmdastjóri BÍS mun færa sig yfir á Úlfljótsvatn til þess að taka við verkefnum fráfarandi rekstrarstjóra næstu 4 mánuði, eða þar til nýr rekstrarstjóri verður ráðinn. Harpa Ósk, skátahöfðingi mun stíga inn til BÍS sem staðgengill framkvæmdastjóra og taka við verkefnum frá Ragnari á meðan þessu stendur. Megin áhersla Ragnars á Úlfljótsvatni verður að kortleggja starfsemina og setja af stað mikilvæg viðhaldsverkefni ásamt því að læra á rekstur staðarins.