Kaflaskil á ÚSÚ, Pani heldur á vit nýrra ævintýra

Það er með miklu stolti sem við tilkynnum að rekstrarstjóri ÚSÚ síðustu árin, Pani, hefur verið ráðinn sem nýr framkvæmdastjóri KISC, alþjóðamiðstöðvar skáta í Kandersteg.
Um leið og Pani heldur á vit nýrra og spennandi ævintýra er ljóst að hann skilur eftir sig stórt skarð á Úlfljótsvatni þar sem hann lætur af störfum í lok apríl. Hann mun þó áfram vera til taks út næsta sumar.  Þegar er hafin vinna við skipulagningu næstu mánaða á Úlfljótsvatni.  

Við þökkum Pani kærlega fyrir vel unnin störf undanfarin ár og við óskum honum alls hins besta og velfarnaðar í nýju starfi.