Dagskrárstjóri Úlfljótsvatns tekur við skátamiðstöðinni Larch Hill á Írlandi

Við tilkynnum það með stolti að dagskrár- og samhæfingarstjóri ÚSÚ síðustu árin, Matthew, hefur verið ráðinn sem nýr rekstrarstjóri Larch hill skátamiðstövarinnar á Írlandi og mun því hætta sem dagskrár- og samhæfingarstjóri ÚSÚ þessi mánaðrmót. Hann mun vera Úlflótsvatni innan handar að hluta frameftir sumri og erum við honum þakklát fyrir það.  Matthew hefur verið mikilvægur hlekkur í teyminu okkar á Úlfljótsvatni, góður vinnufélagi og teymisstjóri og verður sárt saknað.

Við þökkum Matthew innilega fyrir vel unnin störf undanfarin ár og óskum honum alls hins besta og velfarnaðar í nýju starfi. Við erum viss um að margir íslenskir skátar muni gera sér ferð til Írlands og kynnast Larch Hill skátamiðstöðinni á næstu árum.