Tækifæri mánaðarins í alþjóðastarfi #MARS

Alheimssamtök skáta, WOSM, leitar að ungu talsfólki í að taka þátt í vinnusmiðjum um hvernig á að verða talsfólk málefnis. Vinnusmiðjan fer fram dagana 24.-28. apríl 2023 í Brussel, Belgíu. Þátttakendur læra um hvað það felst í að vera talsfólk skátastarfs, læra um þátttöku á opinberum vettvangi, framsetningu og hvernig þessum málum er háttað í Evrópu.

Þátttakendur þurfa að vera á aldrinum 18-30 ára og með áhuga á samræðum við stjórnmálafólk varðandi málefni sem eru mikilvæg ungu fólki..

Skráninguna má finna hér.

Skráningarfresturinn rennur út 10. Mars.


Skátaflokkurinn Valkyrjur héldu kökubasar

Við í fálkaskátaflokknum Valkyrjum í Landnemum héldum kökubasar þann 12. febrúar í Landnemaheimilinu. Við undirbjuggum okkur með því að plana frá 17. janúar næstu fjóra skátafundi og nýttum þessa fjóra skátafundi til að undirbúa markaðinn. Við skipulögðum til dæmis hvað við ætluðum að selja á kökubasarnum, hver ætti að baka hvað og bjuggum til auglýsingar. Síðan reiknuðum við verðið á hráefnum varanna og seldum allt bakkelsið á útreiknuðu verði.

Við seldum sjónvarpskökur, skinkuhorn, ostaslaufur, bollakökur, smákökur, súkkulaðikökur, brownies, kókoskúlur og kanilsnúða. Allt seldist upp hjá okkur og við söfnuðum rúmlega 50.000 kr fyrir Rauða krossinn. Okkur fannst þetta vera mjög skemmtilegt verkefni.

Valkyrjur eru fálkaskátaflokkur í Landnemum. Flokkinn skipa:

Birna Signý Valdimarsdóttir
Kristín Kolbrún Hákonardóttir
Margrét Álfdís Huldudóttir
Melkorka Björk Iversen
Una Signý Sigurðardóttir
Unnur Álfrún Huldudóttir


Tækifæri mánaðarins í alþjóðastarfi #FEBRÚAR

Agora rekka og róverskátaviburður haldin 12.-16. apríl 2023 í Portúgal.
Vissir þú að Agora er stýrt af hópi rekka og róverskáta?

Ísland á fjögur sæti og opnað verður fyrir skráningu fljótlega!
Ekki láta þetta tækifæri framhjá þér fara!


Skátar fjölmenntu á Útilífsnámskeið Skíðasambands skáta

Síðastliðna helgi tóku 43 skátar þátt í Útilífsnámskeiði Skíðasambands skáta á Laugaborg á Hrafnagili.

Námskeiðið er grunnnámskeið í útilífi fyrir ungmenni, með áherslu á vetrarútivist en markmiðið er að auka áhuga þátttakenda og leggja góðan grunn að frekari færni.

Á námskeiðinu fá þátttakendur margvíslega fræðslu, meðal annars um búnað, ferðahegðun, rötun, skyndihjálp og snjóflóð, en mikilvægasti þáttur námskeiðsins felst í reynslunámi þar sem þátttakendur elda úti og gista í tjaldi að vetrarlagi.

Veðrið setti þó sinn svip á námskeiðið á þessu sinni. Appelsínugul viðvörun var á laugardegi sem gerði það að verkum að ekki var hægt að gista í tjaldi seinni nóttina eins og hefð er fyrir. Þá var einnig lítið um snjó sem setti aðeins strik í reikninginn.

Skátarnir létu það þó ekki á sig fá og tóku virkan þátt í ævintýralegri, skemmtilegri og krefjandi dagskrá.

Skíðasamband skáta hefur staðið fyrir námskeiðinu í áraraðir og við hlökkum til að sjá námskeiðið vaxa og dafna á komandi árum.

Takk fyrir gott námskeið!

 

Ljósmynd/Árni Már Árnason


Pantaðu skátabúning fyrir 30. janúar

Pöntunardagur nálgast ört en hann er 30. janúar!

Skátafatnaður er keyptur inn eftir pöntunum og pantar Skátabúðin tvisvar á ári.
Hægt er að koma Í Skátabúðina, Hraunbæ 123, 110 Reykjavík, til þess að máta og panta. Skátafélögin geta safnað saman pöntunum sinna þátttakanda og sent inn sameiginlega pöntun.
Allar pantanir þurfa að vera greiddar fyrir pöntunardag.

Pöntunardagarnir eru 30. janúar og 30. september
Þar sem styttist í næsta pöntunardag viljum við minna öll sem vilja fá sér búning, að panta fyrir þann dag.
Við minnum á að næsti pöntunardagur er 30. september svo ef þú vilt búning fyrir viðburði sumarsins þá þarf að panta hann núna!

Hvernig skátafélög panta:

Hvernig einstaklingar panta:


Tækifæri mánaðarins í alþjóðastarfi #JANÚAR

Tækifæri mánaðarins í janúar er kynning á öllum erlendum skátamótum sem íslenskir skátar geta heimsótt árið 2023.

 

Vasalägret Svíþjóð 30.7 - 5.8 2023

Kalmar_Slott_Aug2011

Þátttakendaaldur: 8-18 ára
Þátttakendagjald: 1800 SEK (Preliminary)
Áhugaskráning: 31.1.2023
https://vasa2023.scout.se/international-scouts/

 

Litháen 8.-16. júní 2023

May be an image of ‎6 people, bicycle, outdoors and ‎text that says "‎REGISTRUOKIS إ JUBILIEJINĘ STOVYKLĄ REGISTER TO LITHUANIAN JAMBOREE 2023 07 20230708-16 08-16‎"‎‎

Þátttakendaaldur: 12-17 ára
Þátttökugjald: 225 - 270 evrur, ódýrara ef skráð er snemma
Skráningarfrestur: 31.05.2023
https://skautai.lt/renginiai/113-jubiliejine-stovykla-tarp-triju-vandenu

 

Austurríki, 7.-16. ágúst 2023

Þátttakendaaldur: 13 - 21 ára
Þátttökugjald: 320 evrur
Skráningarfrestur: 28.02.2023
https://www.together23.at/home-en/

 

Norður - Makedónía 12.-21. Júlí 2023

Þátttakendaaldur: 11 - 17 ára
Þátttökugjald: 315 evrur
Þátttökugjald: 266 - 326 evrur ódýrara ef skráð er snemma
Starfsmannagjald: 85-95 evrur ódýrara ef skráð er snemma
Skráningarfrestur: 12.07.2023
https://smotra.izvidnici.mk/

 

Serbía 22.-31. júlí 2023

Þátttökugjald: 315 evrur


Mótsstjórar Skátasumarsins 2023

Egle og Hanna Greta hafa tekið að sér að vera mótstjóri og aðstoðar mótstjóri Skátasumarsins 2023.

Næstu sex mánuði munu þær ásamt mótstjórnarteyminu vinna hörðum höndum að því að skipuleggja og undirbúa mótið svo það verði ógleymanleg og skemmtileg upplifun. Hægt er að hafa samband við þær í netfangið skatasumarid@skatarnir.is, þær munu svara tölvupóstum alla föstudaga svo endilega heyrið í þeim ef þið hafið einhverjar spurningar eða viljið hvetja þær áfram.


Mikið fjör á Neista 2023

 

Mikið fjör var á Neista sem var haldinn helgina 6.-8. janúar á Úlfljótsvatni. Þar komu saman hátt í 80 skátar, 16 ára og eldri, til að læra nýja hluti, kynnast öðrum skátum og skemmta sér saman.

Á Neista fá þátttakendur að velja sína eigin dagskrá en boðið er upp á margvíslegar smiðjur sem miða að því að efla margvíslega færni í skátastarfi.

Það var einstaklega gaman að ná að halda Neista á Úlfljótsvatni aftur en fárviðri og síðan heimsfaraldur ollu 4 ára fjarveru viðburðarins og tók Undralandið heldur betur vel á móti okkur!

Þema helgarinnar var Vættir Íslands sem var m.a. nýtt í flokksheiti og kvölddagsrká helgarinnar.

Á föstudagskvöldi var póstaleikur þar sem flokkarnir kynnutst betur, bjuggu til grímu fyrir sinn vætt og lærðu íslenska þjóðdansa.

Smiðjurnar voru keyrðar á laugardag og sunnudag en boðið var upp á alls 22 smiðjur yfir helgina, t.d. klifur og sig, birtingarmyndir ólíkra þarfa og hegðunar, verkstæði skátaforingjans, kvöldvökur og gítar og táknmál. Einnig fengu öll fastaráð BÍS tækifæri á því að kynna sitt starf og nýttu Starfsráð, Alþjóðaráð, Útilífsráð og Ungmennaráð það.

Kvölddagsskrá á laugardegi var að sönnum Neista sið þar sem byrjað var á Eldleikum og eftir flugeldasýningu var haldið inn á kraftmikla kvöldvöku frá þátttakendum á kvöldvökustjórnunar smiðjunni.

Sérstakar þakkir fá sjálfboðaliðar viðburðarins sem aðstoðuðu okkur við það að gera þennan viðburð að veruleika.

Takk öll fyrir góðar stundir!

 


Skátamiðstöðin lokuð milli jóla og nýárs

Skátamiðstöðin verður lokuð milli jóla og nýárs. Opnum aftur mánudaginn 2. janúar.
Starfsfólk skátamiðstöðvarinnar óskar ykkur gleðilegra jóla og farsæls komandi árs.


Kveðjukaffi í Skátamiðstöðinni

Síðastliðinn föstudag var haldin hugguleg kveðjustund þar sem þremur skátum voru þökkuðum vel unnin störf í þágu skátahreyfingarinnar. Þau Helga Þórey Júlíudóttir framkvæmdastjóri og Halldór Valberg Skúlason erindreki hafa nú hætt störfum fyrir Skátamiðstöðina en munu starfa áfram í sínum skátafélögum af krafti nú sem fyrr. Við færum þeim bestu þakkir fyrir sín störf síðastliðið ár.

Marta Magnúsdóttir sem lét af störfum sem skátahöfðingi í apríl síðastliðinn fékk afhentan silfurúlf til eignar líkt og hefð er fyrir fráfarandi skátahöfðingja að viðstöddu starfsfólki BÍS, stjórn og Margréti Tómasdóttur fyrrum skátahöfðinga. Marta var skátahöfðingi og formaður stjórnar frá 2017-2022. Hún var yngsti kjörni skátahöfðingi í sögunni þá 23 ára og má því segja að hún hafi brotið blað í átt að auknu ungmennalýðræði hreyfingarinnar.


Privacy Preference Center