Kynningarfundir um nýja stefnu skáta

Kynningarfundir um nýja stefnu skáta

Hver eru mikilvægustu málin fyrir starfandi skáta og skátaforingja og nær ný stefna að mæta óskum og áherslum þeirra? Þessar spurnignar verða ofarlega á baugi á opnum umræðufundum sem stjórn Bandalags íslenskra skáta efnir til á þessu hausti. Vinna við nýja stefnu hófst með opnum vinnustofum á liðnum vetri og nú vill stjórnin loka hringnum með opnum veffundum áður en endanleg tillaga að nýrri framtíðarsýn verður lögð fyrir Skátaþing í lok október undir yfirskriftinni Færni til framtíðar. 

Fjórir fjörugir kynningarfundir

Stefnunni er skipt í nokkra kafla og býður stjórn skátum til fjögurra og fjörugra umræðufunda á netinu þar sem farið verður á dýptina í einstaka þætti stefnunnar:

Fólk

Í þessum kafla stefnunnar verður fjallað um mannauðinn og hvernig skátarnir munu bjóða sjálfboðaliðum og starfsfólki upp á heilbrigt og uppbyggilegt starfsumhverfi. Haldinn verður netfundur 15. september. Smelltu hér fyrir tengil á viðburðinn.

Framsýni

Í þessum kafla stefnunnar verður fjallað um hvernig skátarnir munu starfa í takt við tímann og oftar en ekki einu skrefi á undan, eins og segir í drögum að stefnunni. Haldinn verður netfundur 21. september. Smelltu hér fyrir tengil á viðburðinn.

Færni

Í þessum kafla stefnunnar verður fjallað um hvernig skátarnir ætla með vandaðri dagskrá og þjálfun að veita þátttakendum tækifæri til að öðlast færni til framtíðar. Haldinn verður netfundur 30. september. Smelltu hér fyrir tengil á viðburðinn.

Stefnan í heild

Á síðasta netfundinum verður stefnan í heild til umræðu og er það jafnframt síðasti séns til breytinga á þeirri tillögu sem lögð verður fyrir skátaþing. Haldinn verður netfundur 8. október. Smelltu hér fyrir tengil á viðburðinn.

Hvað er skátastarf?

„Flestir eru sammála um hver séu stóru málin í skátahreyfingunni, en við þurfum öll að vera saman í að keyra þau áfram,“ sagði Harpa Ósk Valgeirsdóttir, formaður dagskrárráðs í viðtali fyrr í sumar um mikilvægi þess að skátar kynni sér stefnuna. „Við þurfum öll að vera meðvituð um hvert við erum að fara og þessi stefna hjálpar okkur við að vita það og hjálpar okkur við að svara spurningunni hvað er skátastarf“


Starfsmaður Skátafélagsins Landnemar – hlutastarf

Skátafélagið Landnemar óskar eftir öflugum einstaklingi í krefjandi og skemmtilegt starf starfsmanns skátafélagins. Skátafélagið er með fjölbreytt og spennandi starf fyrir börn á aldrinum 8-25 ára. Við leitum að einstaklingi sem er skapandi, sjálfstæður, skipulagður og sniðugur.

Helstu verkefni:

  • Halda utan um skráningar
  • Sjá um tölvupóst og halda utan um samskipti við foreldra
  • Vera stuðningur við foringja
  • Viðvera á fundatímum
  • Annast innkaup

Hæfniskröfur:

  • Vera með bílpróf
  • Almenn tölvukunnátta
  • Skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Reynsla af stjórnun og mannaforráðum er kostur
  • Reynsla af skátastarfi eða öðru æskulýðsstarfi er mikill kostur

Aðrar kröfur:

  • Hreint sakavottorð

 

Frekari upplýsingar veitir Arnlaugur Guðmundsson, félagsforingi skátafélagsins á felagsforingi@landnemi.is, s. 6474746

Umsóknir skulu berast á landnemi@landnemi.is. Umsóknarfrestur er til 15. september 2020.


Útkall - Landsmótsstjórn

Langar þig að taka þátt í að skipuleggja Landsmót skáta á Úlfljótsvatni næsta sumar. Við leitum að áhugasömum einstaklingum til að takast á við skemmtilegt og krefjandi verkefni.

Okkur vantar;

Mótsstjóra

Aðstoðarmótsstjóra/starfsmannamál

Tækni- og tjaldbúðarstjóra

Dagskrárstjóra

Fjölskyldubúðastjóra

 

Nánari upplýsingar gefur Kristinn framkvæmdastjóri BÍS í síma 550-9800

Umsóknarfrestur er til 17. sept 2020.

Áhugasamir geta sent póst á kristinn@skatar.is

 

 


foringjarhópur skjöldunga, mynd frá Helgu Þórey

Starfsmaður Skjöldunga (Laugardalurinn)

starfsmaður skjöldunga auglýsing

 

Vilt þú taka þátt í frábæru vetrarstarfi fyrir ungmenni?

Starfsmaður Skátafélagsins Skjöldungar – 40% hlutastarf

Skátafélagið Skjöldungar óskar eftir öflugum einstaklingi í krefjandi og skemmtilegt starf starfsmanns skátafélagins. Skátafélagið er með fjölbreytt og spennandi starf fyrir börn og ungmenni á aldrinum 8-25 ára.

Helstu verkefni:

  • Halda utan um skráningar og innheimtu félagsgjalda
  • Annast innkaup félagsins á dagskrárefni, skátavörum, hreinlætisvörum og öðru sem þarf til daglegs rekturs
  • Sjá um tölvupóst skátafélagsins, halda utan um samskipti við foreldra og skrifstofur Bís og SSR
  • Er með viðverðu í skátaheimilinu þegar sveitarfundir eru haldnir og sér um að skátaheimilið sé opnað fyrir skátafundi
  • Er stuðningur við foringja á fundum og aðstoðar við stærri viðburði félagsins
  • Vinna að vori við undirbúning Útilífsskóla, eins og auglýsingar, skráningu á námskeið og annað sem fellur til

Hæfniskröfur:

  • Vera með bílpróf
  • Almenn tölvukunnátta
  • Skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Reynsla af stjórnun og mannaforráðum er kostur
  • Reynsla af skátastarfi eða öðru æskulýðsstarfi er mikill kostur

 

Frekari upplýsingar veitir Helga Þórey Júlíudóttir, félagsforingi Skjöldunga á helgathorey@gmail.com eða í s. 659 3740

Umsóknir skulu berast á stjorn@skjoldungar.is. Umsóknarfrestur er til 11. september 2020.

 

 


Landsmót verður á Úlfljótsvatni næsta sumar

Ákveðið hefur verið að halda landsmót skáta á Úlfljótsvatni næsta sumar- 14. – 21. júlí 2021.

Upphaflega átti að halda mótið í sumar en vegna fjöldatakmarkana vegna Covid-faraldursins féll það niður. Stefnt var á Akureyri sem mótsstað, en eftir að hafa metið heildarstöðuna ákvað stjórn Bandalags íslenskra skáta að færa mótið á Úlfljótsvatn og þar verður það haldið sumarið 2021.

„Við erum með mikinn búnað og góða aðstöðu á Úlfljótsvatni. Það var ekki auðvelt að taka þessa ákvörðun, en við teljum að það sé skynsamlegt í stöðunni eins og er,“ sagði Kristinn Ólafsson, framkvæmdastjóri Skátamiðstöðvar þegar hann kynnti málið á vel sóttum fjarfundi með félagsforingjum í gærkvöldi.

Ólöf Jónasdóttir, sem tók að sér stöðu mótsstjóra á liðnum vetri, þegar til stóða að halda mótið á Akureyri, tók undir orð Kristins um að það væri rétt  ákvörðun að færa mótið á Úlfljótsvatn.  „Við eigum að setja fókus á að halda Úlfljótsvatni gangandi,“ sagði hún. „Við hefðum auðvitað viljað halda mótið hér á Hömrum á Akureyri, en þetta er það skynsamasta í stöðunni.“

 „Það er búið að vinna töluverða undirbúningsvinnu sem við munum skila til þeirra sem taka við mótinu,“ segir Ólöf sem nú lætur af störfum sem mótsstjóri. Félagsforingjar og stjórn BÍS þökkuðu Ólöfu fyrir hennar vinnu.  Þema landsmótsins verður tengt heimsmarkmiðum sem skátar hafa hlúð að í sínu starfi, en einkunnarorð mótsins eru Byggjum betri heim.

Á næstunni verður leitað eftir nýju fólki til að koma inn í mótsstjórn. Kristinn er bjartsýnn á að það muni ganga vel. „Mögulega náum við að  virkja á ný einhver þeirra sem tóku þátt í að skapa Moot heimsmótið sem haldið var á Úlfljótsvatni,“ segir hann og gerir ráð fyrir að næstu daga verði sent út opið kall eftir þeim sem vilja taka þátt í að halda Landsmót.


Nýr skátabúningur kominn í Skátabúðina

Skátabúðin er komin með í sölu nýja skátabúninginn. Peysur og boli sem eru óformlegri og þægilegri fatnaður heldur en skyrtan sem heldur áfram sínum sess sem hátíðarbúningur íslenskra skáta.

Peysurnar eru úr 85% lífrænni bómull og 15% endurunnu polyester, bolirnir eru úr 100% lífrænni bómull. Auk þess sem merkingin er unnin á vistvænan máta hjá Farvi ehf.

Auðvelt er að panta rétta stærð þar sem góðar stærðartöflur má finna í netverslun Skátabúðarinnar. Flíkurnar verða til mátunar í Skátabúðinni á næstu dögum og framleiddar eftir pöntunum. Einnig verður í boði að fá mátunarsett til láns í skátafélögin.

Verð:
Blá peysa barna: 5.800 kr.
Blá peysa fullorðins: 7.000 kr.
Appelsínugul peysa fullorðins: 8.600 kr.
Bolur barna: 2.600 kr.
Bolur fullorðins: 3.000 kr.
ATH: þessi verð gilda í 3 vikur ef gengi á evru fer ekki yfir 167 kr.

Pöntunareyðublað fyrir skátafélögin má finna hér.


Kópar

Kjarkur, hugmyndaflug og samvinna

Vetrarstarf skátafélaganna er að hefjast þessa dagana fyrir börn og ungmenni á aldrinum 7 – 25 ára. Starfinu er aldursskipt og tekur mið af getu skátanna og byggir upp færni þeirra til framtíðar á fjölmörgum sviðum. Starfið eflir kjark, sjálfstæði, seiglu, útsjónarsemi og samvinnu. 

Skátafélögin bjóða áhugasömu ungu fólki að kynna sér starfið og víða er mögulegt að líta við á fund án skuldbindingar. Á vefnum skatarnir.is eru greinargóðar lýsingar á inntaki skátastarfs og hvar finna má starfandi skátafélög ásamt þeirri dagskrá sem er í boði á hverjum stað.

Starfið yfir veturinn eru vikulegir skátafundir sem ýmist eru haldnir innan- eða utanhúss. Oft bætist við dagsferð um helgi og útilega. Þátttökugjöldum er stillt í hóf og taka sveitarfélög þátt í kostnaði með frístundastyrkjum.

Tvö skátafélög hafa boðið upp á nýjung sem kallast Fjölskylduskátun, en þá taka foreldrar þátt í starfinu með börnum yngri en 7 ára. Gjarnan er hist vikulega um helgar hluta úr degi eða með öðrum hætti sem hópurinn ákveður. Foreldrar þurfa ekki að hafa verið skátar og geta fengið leiðsögn frá skátamiðstöð.

Einnig eru starfandi hópar fullorðinna sjálfboðaliða í baklandi skátafélaganna og eru skátar og foreldrar hvattir til að skrá sig eða yfirfara eldri skráningar.

Covid-19 faraldurinn setti strik í reikninginn varðandi skátastarfið á liðnu vori sem féll niður um tíma. Skátar brugðu á það ráð að opna Stuðkví á netinu sem skátar og fleiri nýttu sér. Þegar takmörkunum var aflétt var boðið upp á starfið á ný og víðast hvar lengra fram á sumar en áður til að vinna upp glataðan tíma, enda skátarnir þyrstir eftir samveru og skátastarfi á nýjan leik.  Komi til takmarkana í vetur munu skátar taka því af ábyrgð og festu með hagsmuni barna og ungmenna að leiðarljósi.


Alþjóðafulltrúar BÍS

Leitað að nýjum alþjóðafulltrúa BÍS

Vegna breytinga er leitað að nýjum alþjóðafulltrúa Bandalags íslenskra skáta (BÍS). Fyrirvarinn er stuttur og verða þau sem hafa áhuga að láta vita af sér fyrir miðnætti 4. september. Fyrir þá sem hafa áhuga á alþjóðastarfi og samskiptum er hér óneitanlega spennandi tækifæri.

Alþjóðafulltrúarnir okkar eru tveir og að auki eru þrír í alþjóðaráði. Hópur vinnur þétt saman og hefur lagt góðan grunn fyrir starfið í vetur. Þær Þórey Lovísa Sigurmundsdóttir og Erika Eik tóku við stöðu alþjóðafulltrúanna í vor, en það er staða Eriku sem nú losnar. Erika er óvænt að fara á vit nýrra ævintýra í orðsins fyllstu merkingu því hún er að hefja bachelor nám í  „adventure and outdoor education“ við Humak University of Applied Sciences. Það var vitað að þessi staða myndi mögulega koma upp þegar hún tók við stöðunni í vor og við óskum Eriku alls hins besta í náminu í Finnlandi.

Alþjóðafulltrúar BÍS
Þórey Lovísa og Erika Eik

Þórey Lovísa bíður ásamt öðrum í alþjóðaráði spennt eftir nýjum liðauka. Þau hafa lagt upp með áherslur í starfinu og þar kemur fram vilji þeirra að vera bæði sýnileg og virk á netinu sem og á vettvangi í skátastarfinu. „Við ætlum að senda einstaklinga út á ýmsa viðburði og koma heim með fræðandi efni“, segir í kynningu sem þau létu nýlega frá sér. Alþjóðaráð vill koma alþjóðastarfi meira inn í félögin og styðja þannig starfið með dagskrárpökkum og skemmtilegum verkefnum tengd alþjóðastarfi.  „Okkar markmið er að gera íslenska skáta virka í alþjóðastarfi og fá Ísland til að vera virkt í alþjóðarhreyfingunum WOSM og WAGGGS, bæði með því að deila upplýsingum útávið sem innávið og þannig ná mestum árangri með góðum undirbúningi“.

Skipað verður í stöðuna til vors 2022.  Erika hefur sem alþjóðafulltrúi verið með formlegar tengingar við kvenskátahreyfinguna (WAGGGS) og tæki nýr alþjóðafulltrúi við því hlutverki. Nánari upplýsingar fást hjá Eriku Eik og Mörtu Magnúsdóttur, skátahöfðingja.

Sjá einnig lýsingu á hlutverki alþjóðafulltrúa


Starfsmaður Skátafélags

Sýnieintak af auglýsingu fyrir starfsmann skátafélaga

Vilt þú taka þátt í frábæru vetrarstarfi fyrir ungmenni?

Starfsmaður Skátafélagsins ** - hlutastarf

Skátafélagið * óskar eftir öflugum einstaklingi í krefjandi og skemmtilegt starf starfsmanns skátafélagins. Skátafélagið er með fjölbreytt og spennandi starf fyrir börn á aldrinum 8-25 ára.

Helstu verkefni:

  • Halda utan um skráningar
  • Sjá um tölvupóst og halda utan um samskipti við foreldra
  • Vera stuðningur við foringja
  • Sjá um þrif einu sinni í viku

Hæfniskröfur:

  • Vera með bílpróf
  • Almenn tölvukunnátta
  • Skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Reynsla af stjórnun og mannaforráðum er kostur
  • Reynsla af skátastarfi eða öðru æskulýðsstarfi er mikill kostur

 

Frekari upplýsingar veitir Jón Jónsson, félagsforingi skátafélagsins á jon@jon.is, s. 123-4567

Umsóknir skulu berast á skatafelag@skatafelag.is. Umsóknarfrestur er til 32. ágúst 2020. 

 


Privacy Preference Center