Nýr skátabúningur kominn í Skátabúðina

Skátabúðin er komin með í sölu nýja skátabúninginn. Peysur og boli sem eru óformlegri og þægilegri fatnaður heldur en skyrtan sem heldur áfram sínum sess sem hátíðarbúningur íslenskra skáta.

Peysurnar eru úr 85% lífrænni bómull og 15% endurunnu polyester, bolirnir eru úr 100% lífrænni bómull. Auk þess sem merkingin er unnin á vistvænan máta hjá Farvi ehf.

Auðvelt er að panta rétta stærð þar sem góðar stærðartöflur má finna í netverslun Skátabúðarinnar. Flíkurnar verða til mátunar í Skátabúðinni á næstu dögum og framleiddar eftir pöntunum. Einnig verður í boði að fá mátunarsett til láns í skátafélögin.

Verð:
Blá peysa barna: 5.800 kr.
Blá peysa fullorðins: 7.000 kr.
Appelsínugul peysa fullorðins: 8.600 kr.
Bolur barna: 2.600 kr.
Bolur fullorðins: 3.000 kr.
ATH: þessi verð gilda í 3 vikur ef gengi á evru fer ekki yfir 167 kr.

Pöntunareyðublað fyrir skátafélögin má finna hér.

Fleiri fréttir:


BANDALAG ÍSLENSKRA SKÁTA


Hraunbær 123,110 Reykjavík (sjá á korti)Sími: 550 9800Netfang: skatarnir@skatarnir.is 

OPNUNARTÍMI SKRIFSTOFU

Mánudaga – fimmtudaga: 09:00 – 16:00Föstudaga: 09:00 – 13:00

SAMFÉLAGSMIÐLAR


 

Privacy Preference Center