Starfsmaður Skjöldunga (Laugardalurinn)

starfsmaður skjöldunga auglýsing

 

Vilt þú taka þátt í frábæru vetrarstarfi fyrir ungmenni?

Starfsmaður Skátafélagsins Skjöldungar – 40% hlutastarf

Skátafélagið Skjöldungar óskar eftir öflugum einstaklingi í krefjandi og skemmtilegt starf starfsmanns skátafélagins. Skátafélagið er með fjölbreytt og spennandi starf fyrir börn og ungmenni á aldrinum 8-25 ára.

Helstu verkefni:

  • Halda utan um skráningar og innheimtu félagsgjalda
  • Annast innkaup félagsins á dagskrárefni, skátavörum, hreinlætisvörum og öðru sem þarf til daglegs rekturs
  • Sjá um tölvupóst skátafélagsins, halda utan um samskipti við foreldra og skrifstofur Bís og SSR
  • Er með viðverðu í skátaheimilinu þegar sveitarfundir eru haldnir og sér um að skátaheimilið sé opnað fyrir skátafundi
  • Er stuðningur við foringja á fundum og aðstoðar við stærri viðburði félagsins
  • Vinna að vori við undirbúning Útilífsskóla, eins og auglýsingar, skráningu á námskeið og annað sem fellur til

Hæfniskröfur:

  • Vera með bílpróf
  • Almenn tölvukunnátta
  • Skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Reynsla af stjórnun og mannaforráðum er kostur
  • Reynsla af skátastarfi eða öðru æskulýðsstarfi er mikill kostur

 

Frekari upplýsingar veitir Helga Þórey Júlíudóttir, félagsforingi Skjöldunga á helgathorey@gmail.com eða í s. 659 3740

Umsóknir skulu berast á stjorn@skjoldungar.is. Umsóknarfrestur er til 11. september 2020.