Flokkakerfið

Flokkakerfið


Skátaflokkurinn er grunneiningin í skátastarfinu. Í skátaflokknum læra skátar að vinna saman, vináttubönd myndast og hópurinn þróast saman.

Í skátastarfi er lögð áhersla á að treysta skátunum og efla sjálfstraust þeirra með sjálfsnámi.

Traustið er innsiglað með því að nota flokkakerfið og veita flokknum svigrúm til að þróast á eigin spýtur og eflast í starfi sínu. Flokkakerfið er góð leið til að skipuleggja skátastarf því auðveldara er að stýra starfi í smærri hópum og virkja flokksforingjana sem leiðtoga. Hægt er að taka flokkastarf enn lengra með því að nýta sér flokksþing þar sem meðlimir flokksins taka ákvarðanir saman, og sveitarræað þar sem flokksforingjar og sveitaforingjar ákveða dagskrá sveitarinnar.

Best er að leyfa skátunum að skipta sér sjálf upp í flokka, en ákjósanleg stærð hvers flokks er 5-8 skátar. Þá er flokkurinn nógu stór til að geta tekist á við krefjandi verkefni en ekki það stór að sundrung myndist. Skátaflokkar þróa með sér venjur, skipta með sér verkum á sinn hátt, og finna sér eitthvað sem einkennir þá. Það eykur samheldni ef skátaflokkurinn er með einkenni: t.d. nafn, fána, skjöld, merki, hróp o.s.fv.

Verkaskipting í flokkakerfi


Í verkefnavinnu flokksins skipta skátarnir með sér verkum tímabundið.

Flokksforingiog aðstoðarflokksforingi eru alltaf kosnir og eru fulltrúar flokksins í sveitarráðinu. Flokksforinginn er drifkrafturinn í starfi flokksins, stýrir áætlunargerð og skipulagningu verkefna. Þótt hann sé kosinn af skátunum og gegni mikilvægu forystuhlutverki er hann alltaf einn af hópnum.

Aðstoðarflokksforinginn og hinir skátarnir geta líka tekið að sér forystuna í ákveðnum verkefnum.

Önnur algeng embætti í skátaflokknum geta verið gjaldkeri, ritari, ljósmyndari, leikstjóri, kynningarstjóri, matreiðslumeistari, sáttasemjari, varðeldastjóri, vefstjóri eða annað sem skátunum dettur í hug. Það er um að gera að hvetja þá til að finna ný embætti eftir þörfum og sleppa öðrum sem ekki henta.


Skátaaðferðin

Skátaaðferðin


Skátaaðferðin samanstendur af átta þáttum sem allir haldast í hendur og vinna sem ein heild að því að ramma inn skátastarfið. Ef það rúmast innan skátaaðferðarinnar þá er það skátastarf!

Átta þættir skátaaðferðarinnar


Allir átta þættir skátaaðferðarinnar tengjast innbyrðis og vinna saman til þess að efla skátann sjálfan og mikilvægt að muna að skoða alla þættina í samhengi við hvorn annan.

Skátaflokkurinn er grunneining skátastarfs og landstærsti hluti skátastarfs á að fara fram í flokknum þar sem skátarnir læra og valdeflast saman.

Nánar

Fullorðnir aðstoða og styðja börn og ungt fólk til að skapa lærdómsrík tækifæri í formi samstarfs og stuðnings.

Nánar

Skátar taka persónulegum framförum þegar þau eru meðvituð um að með því að takast á við ólík og spennandi viðfangsefni ná þau að gera betur í dag en þau gerðu í gær.

Nánar

Virk rýni, skuldbinding og þátttaka í nærsamfélagi og umheimi, sem stuðlar að auknu þakklæti og skilnings milli fólks.

Nánar

Lærdómur sem fundinn er í útiveru dýpkar skilning á náttúrunni og tengingu við víðara umhverfi.

Nánar

Táknræn umgjörð er rauði þráðurinn í skátastarfi.

 

Nánar

Skátar þroskast og læra með reynslunámi, með því að prófa sig áfram og læra af því sem þau gera á eigin skinni.

Nánar

Tengingin sem bindir alla skátaaðferðina saman og einn af mikilvægustu þáttum skátastarfsins.

Nánar

Hæða og stikumerki

Hæða og stikumerki


Á þessari síðu getur þú fræðst um hæða- og stikumerkin, nálgast yfirlit um merkin ásamt tillögum um hvernig megi vinna að þeim.

Hæða- og stikumerkin eru áskoranir sem skátar geta unnið að í sínu starfi. Merkjunum er ætlað að hvetja til aukinnar útivistar í skátastarfi. Í hverri ferð er einungis hægt að fá annað hvort eitt stikumerki eða eitt hæðamerki. Það má vinna merkin inn í hvaða röð sem er.

Hæðamerki


Hæðamerki geta skátar fengið sem ferðast í tiltekna hæð yfir sjávarmáli á eigin afli. Minnsta hæðamerkið kallar á að skáti komist í 60 m til 199 m hæð en við 200 m hæð hefur skáti unnið sér inn 200 m merkið o.s.frv.

Hugmyndabanki


Hér er hægt að fá hugmyndir af ferðum.

Hlekkirnir vísa á vef Ferðafélag Íslands (FÍ) og Íslenska ferðavefinn þar sem hægt er að fá frekari upplýsingar um gönguleiðarnar.

Hugmyndabankinn er í stöðugri þróunn svo við hvetjum öll sem fara í ferðir til að segja okkur frá þeim. Ef þú ert með hugmyndir um ferðir sem hægt er að fara til að vinna að hæðamerkjum má senda þær á skatarnir@skatarnir.is.

1400

Dæmi um gönguleiðir:

Jökulborg (1421 m)

Dýfjallshnjúkur (1445 m)

Miðfellstindur, Hornafirði (1430 m)

Miklafell á Hofsjökli (1468 m)

Snækollur (1488 m)

Hekla (1491 m)

Kverkfjöll (1600 m)

Herðubreið (1677 m)

2000

Dæmi um gönguleiðir:

Hvannadalshnúkur (2119 m)


Stikumerki


Stikumerki geta skátar fengið fyrir að ferðast tiltekna vegalengd á eigin afli í einni og sömu ferðinni. Gert er ráð fyrir að ferðin sé skipulögð fyrirfram með áætlaðri vegalengd.

Hugmyndabanki


Hér er hægt að fá hugmyndir af ferðum.

Hlekkirnir vísa á vef Ferðafélag Íslands (FÍ) og Íslenska ferðavefinn þar sem hægt er að fá frekari upplýsingar um gönguleiðarnar.

Hugmyndabankinn er í stöðugri þróunn svo við hvetjum öll sem fara í ferðir til að segja okkur frá þeim. Ef þú ert með hugmyndir um ferðir sem hægt er að fara til að vinna að stikumerkjunum má senda þær á skatarnir@skatarnir.is.

Hvernig fæ ég merkin afhent?


Skátafélagið getur pantað merkin í gegnum Skátabúðina. Einstaka skátar geta ekki pantað merkin sjálf enda þarf að vinna sér inn merkin með því að skipuleggja og framkvæma ferðina í samráði við skátaforingja eða fulltrúa skátafélagsins og endurmeta síðan leiðangurinn. Að því loknu afhenda skátafélögin merkin.


Skátabúningurinn

Skátabúningurinn


Á þessari síðu getur þú fræðst um einkenni íslenskra skáta, skátabúninginn. Hvað felst í skátabúningnum, hvernig búningurinn er notaður, hvernig skuli panta hann og hvert skuli setja hvaða merki.

Skátabúningurinn


Skátabúningurinn getur verið allskonar fjölbreytt samsetning skátaeinkenna og hversdagslegs fatnaðar, því mikilvægt er að ungt fólk geti klætt sig eins og það vill og líður vel með í leik og starfi.

Einfaldasta form skátabúningsins er skátaklúturinn sem er hafður sýnilegur um hálsinn hvort sem er í fatnaði merktum skátunum eða ekki. Skátaklúturinn ásamt öðrum skátafatnaði telst vera fullur skátabúningur.

Skátaskyrta, skátapeysa og skátabolur íslenskra skáta og hverskyns fatnaður með merki BÍS, merki skátafélags eða nokkru öðru merki skáta telst allt vera skátafatnaður.

Ólíkar samsetningar geta hentað við ólík tilefni og sum tilefni kalla eftir ákveðnum samsetningum. T.d. við hátíðleg tilefni og í heiðursverði þegar klæðst er hátíðarbúningi og í utanferðum í skátastarfi þar sem ætlast er til að skátar hafi utanferðarbúning. Þá er mælst til að stuðst sé við ólík einkenni eftir aldri. Til að fræðast um búninga fyrir þessi tilefni og tillögu um aldursskiptingu einkenna er hægt að lesa reglugerð um einkenni íslenskra skáta.

Skátaklútar


Þekktasta einkenni skáta hérlendis og um allan heim er skátaklúturinn. Hinir séríslensku skátaklútar eru 8 talsins.

Hátiðarklútur

Klúturinn er borinn við hátíðleg tilefni og í alþjóðlegu skátastarfi.

Fjölskylduskáta- klútur

Hrefnuskátar (6 ára og yngri) og fjölskyldur skáta bera fjólubleikan klút með ljósbláum, grænum, rauðum og gulum röndum meðfram brún beggja skammhliða

Drekaskátaklútur

Drekaskátar (7-9 ára) bera gulan skátaklút.

Fálkaskátaklútur

Fálkaskátar (10-12 ára) bera rauðan klút.

Dróttskátaklútur

Dróttskátar (13-15 ára) bera grænan skátaklút.

Rekkaskátaklútur

Rekkaskátar (16-18 ára) bera bláan skátaklút.

Róverskátaklútur

Róverskátar (19-25 ára) bera gráan skátaklút.

Klútur eldri skáta

Skátar sem eru komin yfir þátttökualdur (26 ára og eldri) bera fjólubláan skátaklút

Merki á skátabúningnum


Hér getur þú skoðað hvernig má setja merkin sem þú færð í skátastarfi á búninginn

Hvernig eignast ég einkenni?


Flest einkenni fá skátar frá sínu skátafélagi og það á alltaf við um skátaklút hvers aldursbils. Hvert félag er svo með ólíka hefð fyrir því hvort stuðst er við einkenni merkt Bandalagi íslenskra skáta, einkenni merkt félaginu eða blöndu af báðu. Áður en hlaupið er til að kaupa einkenni er mikilvægt að athuga hjá félaginu hvort kaup á sömu einkennum séu döfinni. Mælt er með að fylgja félaginu í slíkum kaupum því einkenni hafa meiri sameiningarmátt þegar hópurinn eignast þau saman.

Skátafatnaður er keyptur inn eftir pöntunum frá einstaklingum og skátafélögum og er pantaður af Skátabúðinni tvisvar á ári.
Hægt er að koma Í Skátabúðina, Hraunbæ 123, 110 Reykjavík, til þess að máta og panta. Skátafélögin geta safnað saman pöntunum sinna þáttakanda og sent inn sameiginlega pöntun.
Allar pantanir þurfa að vera greiddar fyrir pöntunardag. 

Pöntunardagarnir eru 30. september og 30. janúar 

Hvernig skátafélög panta:

Hvernig einstaklingar panta:

  • Skoða úrvalið hjá Skátabúðinni
  • Máta eftir þörf í Skátabúðinni
  • Panta hjá Skátabúðinni


Starfsgrunnur

Starfsgrunnur


Skátaaðferðin

Skátaaðferðin samanstendur af átta þáttum sem allir haldast í hendur og vinna sem ein heild að því að ramma inn skátastarfið. Ef það rúmast innan skátaaðferðarinnar þá er það skátastarf!

Nánar

Dagskrárramminn

Dagskrárhringurinn er gott verkfæri til að halda utan um markmið og verkefnaval og hjálpar skátunum að skipuleggja starfið sitt.

Nánar

Markmiðaflokkarnir

Hvernig getur skátahreyfingin eflt börn og ungmenni þannig að þau fái tækifæri til að þroska og þróa hæfileika sína og getu til að verða sjálfstæð og virk í samfélaginu?

Nánar

Hvatakerfi

Við notum hvatakerfið til að hjálpa skátum að fá hugmyndir að verkefnum, að setja sér markmið og sjá árangur af starfinu.

Nánar