Framfarir einstaklingsins


Persónulegar framfarir snúast um að hjálpa hverjum skáta að vera meðvitaður og virkur þátttakandi í eigin þroska, öðlast nýja þekkingu, færni og reynslu.

Grunnstef í persónulegum framförum í skátastarfi er að efla með skátum meðvitund um að með því að takast á við ólík og spennandi viðfangsefni ná þau að gera betur í dag en þau gerðu í gær.

Persónulegar framfarir eiga að vera stýrðar af skátunum sjálfum en þeir njóta stuðnings fullorðinna með það að markmiði að valdefla börn og ungt fólk.

Það gerir þeim kleift að ná framförum á sínum eigin hraða, byggja upp sjálfstraust og gera sér grein fyrir þeim árangri sem næst.

Þau fá hvatningu og stuðning til þess að setja sér viðeigandi markmið sem gefur þeim tækifæri á því að nýta sér valfresli sitt við val viðfangsefna. Viðfangsefni skátanna miða að því að skátarnir öðlist jákvæða lífsreynslu sem eflir kjark, samvinnuhæfni, sköpunarkraft og sjálfstraust.

Persónulegar framfarir eiga sér ekki aðeins stað innan skátastarfs heldur einnig fyrir utan þess.