Reynslunám


Reynslunám hefur oft verið nefnt ,,að læra með því að gera" (e. learning by doing).


Í skátunum eiga verkefnin að vera áþreifanleg og byggja á reynslu barnanna þar sem þau leysa verkefnin sjálf. Reynslunám á að vera andstæðan við fyrirlestra og utanbókalestur.

Krakkarnir þurfa að velja og undirbúa verkefnin, framkvæma þau sjálf og endurmeta (PLANA-GERA-META).

Með þessu verður lærdómurinn dýpri og eftirminnilegri. Allir ættu að fá jöfn tækifæri til að taka þátt í verkefnum flokksins og sveitarinnar, sem eiga að vera ævintýraleg, skemmtileg, krefjandi og aðgengileg.