Samfélagsþátttaka


Hugtakið samfélag vísar til félagslegrar einingar þar sem meðlimir eiga eitthvað sameiginlegt.

Samfélag skáta nær yfir einingar innan skátastarfs eins og sveit, félag og svæði. Samfélag getur einnig átt við fjölskyldu, skóla og þjóð.


Áhrif skátastarfs í samfélaginu má flokka í þrjá mismunandi flokka. Þátttaka í samfélaginu, þjónusta í samfélaginu og áhrif í samfélaginu.

Samfélagsþátttaka

Samfélagsþátttaka er þátttaka skáta í umræðum og verkefnum í nærsamfélaginu. Að taka þátt í samfélaginu felur í sér virka leit að því hvað gerist í því og hvernig hægt er að veita stuðning bæði í nærumhverfi og á heimsvísu.

Samfélagsþjónusta

Samfélagsþjónusta felur í sér virka þátttöku og vinnu í verkefnum sem styðja við samfélagið og fólkinu sem tilheyrir því, að taka að sér skuldbindingar og ábyrgð á verkefnum, til að byggja sterkar tengingar og traust í samfélaginu.

Samfélagsáhrif

Samfélagsáhrif fela í sér að vinna að mikilvægum og jákvæðum breytingum innan samfélagsins. Skátarnir fá reynslu í að finna áskoranir, setja sér markmið og framfylgja þeim. Þannig geta skátarnir náð fram mikilvægum breytingum og stutt við sitt samfélag.