Skátalögin, skátaheitið og kjörorð skáta ,,Ávallt viðbúin"


Saman mynda lögin, heitið og kjörorð siðaboðskap skátanna. Allt okkar starf snýst um að læra að lifa eftir gildunum sem felast í þeim.


Þegar þú gengur inn í skátanna ferð þú með skátaheitið og lofar að halda skátalögin. Þau eru leiðarvísir í lífinu, jafnt innan sem utan skátastarfs. Það er þó ekki þannig að lögin og heitið séu utanbókarlærdómur. Þau eru frekar eins konar hugarfar sem við temjum okkur hægt og rólega. Þau lýsa því hvernig skáti er og vill vera.

Skátalögin

  1. Skáti er hjálpsamur
  2. Skáti er glaðvær
  3. Skáti er traustur
  4. Skáti er náttúruvinur
  5. Skáti er tilitsamur
  6. Skáti er heiðarlegur
  7. Skáti er samvinnufús
  8. Skáti er nýtinn
  9. Skáti er réttsýnn
  10. Skáti er sjálfstæður

Skátaheitið

Ég lofa að gera það sem í mínu valdi stendur til þess:

að gera skyldu mína við guð/samvisku og ættjörðina/samfélag,

að hjálpa öðrum og halda skátalögin