Ályktun frá stjórn BÍS

Þann 10. október var haldinn stjórnarfundur til að geta brugðist við yfirvofandi umfjöllun Kveiks um Alheimsmótið í Suður-Kóreu 2023. Eftirfarandi ályktun var samþykkt á fundinum.
Breytingar á starfsmannahaldi

Þær breytingar urðu á starfsmannahaldi í skátamiðstöðinni þann 1.október að Halldóra Aðalheiður færði sig úr starfi Erindreka yfir í starf markaðs- og kynningamálastýru og tekur við af Ritu Osório sem flust hefur erlendis og mun sigla á ný mið í framhaldinu, en hún mun starfa við hlið Halldóru út október mánuð.
Vinna stendur nú yfir að ráða rétta manneskju inn í starf Erindreka í staða Halldóru og bæta þannig við skemmtilegt og fjölbreytt teymi skátamiðstöðvarinnar.

Við óskum Ritu velfarnaðar í framtíðinni og þökkum henni fyrir frábærlega vel unnin störf í þágu skátahreyfingarinnar á síðastliðnum árum. Að sama skapi óskum við Halldóru Aðalheiði til hamingju með nýtt hlutverk.
Draumsýn skáta á Úlfljótsvatni

Stjórn BÍS kallar eftir draumsýn skáta um Úlfljótsvatn og hugmyndum um það hvernig við getum haldið áfram að þróa staðinn okkar í sameiningu með það að markmiði að öll geti notið góðs af. Við viljum því leita til allra skáta um þeirra draumsýn á Úlfljótsvatni og koma sínum hugsunum og sýn á framfæri.
Hér að neðan er hlekkur til þess að senda inn hugmyndir. Ef hugmyndin er stór og inniheldur myndir má senda tölvupóst á Skátamiðstöðina.
Okkur hlakkar til að heyra frá ykkur öllum!
Uppgötvun á foringjanámskeiði
Foringjanámskeið var haldið helgina 6.-8. september í Lækjarbotnum.
Þangað voru mættir foringjar sem eru að hefja starfsárið í sínum skátafélögum en það var sérstaklega gaman að þátttakendahópurinn var mjög fjölbreyttur; bæði foringjar sem eru að taka sín fyrstu skref í foringjastörfum en líka reynslumeiri foringjar, og hópurinn samanstóð af foringjum frá mörgum aldursbilum.

Þema helgarinnar var “Uppgötvum!”, þar sem markmiðið var að uppgötva töfra foringjahlutverksins, og skátastarfs í heild. Þátttakendur störfuðu í þremur flokkum sem báru nöfnin Nóbel, Tinnarnir og Einstein. Á námskeiðinu lærðu þátttakendur meðal annars um hlutverk skátaforingja, markmiðaflokkana og hvernig þeir geta stutt við dagskrárval, PGM og ÆSKA, færnimerkin, stikumerkin og könnuðamerkin.

Þá lærðu þátttakendurnir að gera starfsáætlun fyrir veturinn og fengu að heyra innlegg um frávik í hegðun og öryggi í skátastarfi.

Á laugardagskvöldinu var haldin kvöldvaka undir stjörnubjörtum himni þar sem flokkarnir sýndu skemmtiatriði og bæði klassísk og minna þekkt skátalög voru sungin.
Foringjanámskeið er ekki síst kjörinn vettvangur til að spjalla við aðra foringja, deila ráðum, hugmyndum og mismunandi sjónarhornum og nú halda þátttakendurnir út í starfsárið með gott veganesti.
Leiðbeinendasveitin óskar öllum sveitar- og aðstoðarsveitarforingjum góðs gengis og góðrar skemmtunar á starfsárinu sem er framundan!
Erindreki óskast!

Hefur þú mikla reynslu af skátastarfi og vilt styðja skátafélögin í landinu ásamt því að sinna mikilvægum verkefnum á skrifstofu bandalagsins?
Þá ættir þú að kíkja á starf Erindreka sem er laust til umsóknar.
Á skrifstofunni vinnur hress, samheldinn og skemmtilegur hópur fólks sem sameinast í þeirri vegferð að styrkja skátastarf á Íslandi.
Vilt þú taka þátt í því?
Hlökkum til að heyra frá þér!
Skráning á MOOT 2025 er hafin!

The World Scout Moot er alþjóðlegt skátamót á vegum WOSM fyrir róverskáta á aldrinum 18-25 ára, sem einblínir á alþjóðlega menningu, skilning og vináttu. Mótið er haldið á fjögurra ára fresti í mismunandi löndum og verður haldið árið 2025 í Portúgal.
The Moot er sett upp þannig að skátunum er blandað í mismunandi flokka þvert á lönd sem saman skipa eina sveit. Sveitunum er dreift um landið og taka þær þátt í mismunandi dagskrá út frá því umhverfi sem þær eru staðsettar í.
Sjáðu nánari upplýsingar hér og skráðu þig í þátttökuhópinn!
Nýjar reglugerðir og afsökunarbeiðni fyrir WSJ23 á Alheimsþingi
23/08/2024Fréttirwsj23,Alheimsmót

Alheimsþing skáta fer nú fram í Egyptalandi og á Bandalag íslenskra skáta tvo fulltrúa þar, þau Berglindi Lilju Björnsdóttur og Daða Má Gunnarsson.
Ýmislegt hefur verið á dagskrá en meðal annars var samþykkt níu ára áætlun til að tryggja öryggi á viðburðum, stórum sem smáum. Áætlunin er þróuð í nánu samstarfi við hagsmunaaðila og leggur áherslu á öryggi, tækniframfarir og að öll séu velkomin með óháð kyni, trú, kynhneigð, fötlun eða öðru. Markmiðið er að setja hærri staðla í að tryggja að Alþjóðlegir viðburðir séu öruggir, grípandi, áhrifamiklir og hvetjandi fyrir næstu kynslóðir leiðtoga. Hægt er að lesa nánar um áætlunina hér.
Bandalag Kóresku skátanna baðst afsökunar til allra bandalaga, þátttakenda alheimsmóts 2023 og aðra hlutaðeigandi og lýsir eftirsjá yfir göllum mótsins og þeim erfiðleikum sem öll þurftu að takast á við. Þau hafa endurmetið mótið og lýstu þeim atriðum sem fóru úrskeiðis til að hægt verði að koma í veg fyrir slíkt á komandi mótum. Hægt er að horfa á myndbandið hér, en það hefst á mínútu 46:33.
Einnig var lögð fram viðburðarreglugerð sem gengur út á viðburðarstefnu þar sem ábyrgð er skýr, væntingastjórnun er skilvirk og öryggi tryggt. Stefnan miðar að því að geta haft öruggari, sjálfbærari og áhrifaríkari viðburði um leið og traust meðal aðildarfélaga og gestgjafa er gætt. Einnig mun WOSM hafa auknari heimildir til að stíga inn í og veita utanumhald og aðstoð.
Róvervikan í Kandersteg
08/08/2024Tilkynningar,alþjóðastarf

Nú gefst rekka- og róverskátum frá aldrinum 18 til 26 ára tækifæri á að fara til Kandersteg skátamiðstöðinnar og upplifa áramótin í svissnesku Ölpunum.
Róvervikan (e. Roverweek) er haldin dagana 28. desember 2024 - 4. janúar 2025. Á viðburðinum fá skátar að upplifa þá vetrardagskrá sem er í boði í skátamiðstöðinni, kynnast erlendum skátavinum og læra alls konar sniðugar nýjungar til að nýta í skátastarfi.
Verðið á viðburðinn er 300 CHF (um 48.500 ISK) en þátttakendur þurfa einnig að borga ferðakostnað sjálf og skipuleggja hvernig þau ferðast til Kandersteg.
Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu viðburðarins en senda þarf inn umsókn til að fara á viðburðinn.
Umsóknarfrestur er til og með 16. ágúst!
Vakin er athygli á reglugerð BÍS um utanferðir skáta, forvarnarstefnu skáta og siðareglur Æskulýðsvettvangsins.
Leiðarendi
Nú er fyrsta vikan að líða undir lok hjá hópnum okkar á Roverway og þátttakendur byrjaðir að fjölmenna á mótssvæðið í Stavanger. Hóparnir hafa farið í þvílíkt fjölbreyttar ferðir og fengið að upplifa hina ýmsu hluti.
Einn fararhópurinn fór á hefðbundið danskt landsmót, þar sem var gengið 75km, farið í zipline garð og fjöldan allan af leikjum með hinum þátttakendunum. Danirnir voru æstir í að fá að deila sínum hefðum og dagskrá með hópnum og eru Íslendingarnir okkar heldur betur þreytt eftir þetta ferðalag. Hver mínúta var skipulögð í þaula, en hópurinn náði að taka lest, sem gerði gæfu muninn fyrir þau sem fengu að upplifa það í fyrsta skipti.

Annar hópur fór í Rypetoppen, sem er þrautagarður í háloftunum, þar eru zipline ferðir yfir vötn, brýr sem eru strengdar yfir gil og stöðuvötn þar sem þátttakendurnir fengu að prófa sig áfram á standbretti. Íslenski fararhópurinn gerði gott betur en dagskráin sagði til um og skipulögðu göngu til Svíþjóðar sem var í um 3 klukkustunda fjarlægð, fengu leyfi frá ábyrgðaraðila ferðarinnar og gengu þetta í sameiningu.

Einn hópurinn fór í bæjarferð, gönguferð og vatnadagskrá þar sem hver dagur var nýtt ævintýri. Ásamt því að taka þátt í dagskráliðum, eignaðist hópurinn fjölda vina, upplifði norskt skordýralíf og böðuðu sig lækjunum í kring.

Nú halda allir 11 hóparnir okkar á mótssvæðið þar sem verður í boði fjölbreytt skemmtidagskrá með þemum á borð við; sjálfbærni, vatnaveröld, og hæfni í útivist. Þátttakendur fá að velja sjálf hvað þau vilja gera og veðurspáin fyrir komandi viku ætti að þerra alla þá skáta sem eru að skila sér blautir til baka.
16 - 22 ára geta sótt um að taka þátt í Ung i Norden
Ung i Norden er spennandi viðburður, haldinn Í Helsinki í Finnlandi helgina 11. til 13. október 2024. Viðburðurinn er fyrir unga skáta frá Danmörku, Finnlandi, Færeyjum, Íslandi, Noregi og Svíþjóð. Þema viðburðarins er “Friður”. Yfir helgina fá þátttakendur tækifæri til að læra um og ræða frið í skátasamhenginu, í nærumhverfinu og fjær. Þátttakendur munu einnig eignast nýja vini alls staðar frá norðurlöndunum, hversu frábært er það!
Við erum að leita að fjórum skátum 16 til 22 ára til að taka þátt. Þátttökugjaldið er 200 evrur auk þess að þátttakendur þurfa að kaupa sín eigin flug.
Skátar sem eru í ráðum og nefndum hjá BÍS fá þátttökugjaldið niðurfellt en þurfa að borga eigin flug.
Skráningarfrestur er til 20. Ágúst







