Skátafundir grunnskólabarna frá 1. janúar
Skátafundir grunnskólabarna eftir 1. janúar
Frá 1. janúar taka nýjar reglur um æskulýðsstarf gildi. Þær eru nokkuð líkar þeim reglum sem giltu fyrir áramót en þó ögn víðari. Skátafélög skulu hátta skátastarfi samkvæmt þessum leiðbeiningum.
Þátttakendur:
- Drekaskátar, Fálkaskátar og Dróttskátar mega vera 50 saman á skátafundi og eru undanþegin grímuskyldu og nálægðartakmörkunum.
- Blöndun er leyfileg á milli hópa.
Staðsetning skátafunda:
Sé þess kostur skal skátastarf fara fram utandyra. Fari starf fram innanhúss skal gæta góðra þrifa á almennum snertiflötum og loftræsa rými. Áfram skal gæta persónubundinna smitvarna og bjóða góða aðstöðu til handþvotts og hafa spritt aðgengilegt þátttakendum og skátaforingjum.
Ráðstafanir skulu gerðar til að sótthreinsa rými eftir hvern dag og á milli hópa.
Skátaforingjar:
Skátaforingjar skulu að hámarki vera 10 á skátafundum, þeim ber að gæta 2 metra fjarlægðar frá hvoru öðru og þátttakendum en bera grímu ef ekki er unnt að tryggja nálægðartakmörk. Mælst er til þess að skátaforingjar allra aldursbila beri andlitsgrímur öllum stundum á meðan að skátafundir standa yfir. Ef skátafélög hafa starfsmann gilda sömu reglur um viðkomandi og skátaforingja á skátafundum.
Forráðamenn og aðstandendur:
Forráðamenn og aðstandendur þátttakenda skulu ekki koma inn í skátaheimili eða á skátafundi nema brýna nauðsyn beri til en þá skulu þau vera með andlitsgrímu. Um foreldra og aðstandendur sem leiðbeina á skátafundum gilda að sjálfsögðu sömu reglur og um skátaforingja.
Aðrir aðilar:
Öll umferð annarra en skátaforingja og þátttakenda skal bönnuð á svæði skátafélagsins meðan skátafundir standa yfir nema brýna nauðsyn beri til en þá er grímuskylda.
Hvert skátafélag er í ólíkri stöðu og því bendum við þátttakendum og aðstandendum þeirra á að upplýsingar um hvernig framhaldi starfsins verður háttað mun koma beint frá skátafélaginu.
Skátamiðstöðin lokuð milli jóla og nýárs

Skátamiðstöðin verður lokuð milli jóla og nýárs. Opnum aftur mánudaginn 4. janúar.
Starfsfólk skátamiðstöðvarinnar óskar ykkur gleðilegra jóla og farsæls komandi árs.
Skátafundir grunnskólabarna geta hafist á ný
Skátafundir grunnskólabarna geta hafist á ný
Í dag, 18. nóvember, taka nýjar reglur um æskulýðsstarf gildi. Þær heimila að skátafundir hefjist á ný hjá dreka-, fálka- og dróttskátum. Skátafélög skulu hátta skátastarfi samkvæmt þessum leiðbeiningum.
Þátttakendur:
- Drekaskátar mega vera 50 saman á skátafundi og eru undanþegin grímuskyldu og nálægðartakmörkunum.
- Fálkaskátar mega vera 25 saman á skátafundi og eru undanþegin grímuskyldu og nálægðartakmörkunum.
- Dróttskátar mega vera 25 saman á skátafundi og ber að nota andlitsgrímur sé ekki unnt að halda 2 metra fjarlægð milli þeirra.
- Á skátafundum allra þriggja aldursbila þarf ekki að gæta sömu hópaskiptingar og í grunnskólastarfi.
Staðsetning skátafunda:
Sé þess kostur skal skátastarf fara fram utandyra. Fari starf fram innanhúss skal gæta góðra þrifa á almennum snertiflötum og loftræsa rými. Áfram skal gæta persónubundinna smitvarna og bjóða góða aðstöðu til handþvotts og hafa spritt aðgengilegt þátttakendum og skátaforingjum.
Skátaforingjar:
Skátaforingjar mega að hámarki vera 10 á skátafundum, þeim ber að gæta 2 metra fjarlægðar frá hvoru öðru og þátttakendum en bera grímu ef ekki er unnt að tryggja nálægðartakmörk. Mælst er til þess að skátaforingjar allra aldursbila beri andlitsgrímur öllum stundum á meðan að skátafundir standa yfir. Ef skátafélög hafa starfsmann gilda sömu reglur um viðkomandi og skátaforingja á skátafundum.
Forráðamenn og aðstandendur:
Forráðamenn og aðstandendur þátttakenda skulu ekki koma inn í skátaheimili eða á skátafundi nema brýna nauðsyn beri til en þá skulu þau vera með andlitsgrímu. Um foreldra og aðstandendur sem leiðbeina á skátafundum gilda að sjálfsögðu sömu reglur og um skátaforingja.
Aðrir aðilar:
Öll umferð annarra en skátaforingja og þátttakenda skal bönnuð á svæði skátafélagsins meðan skátafundir standa yfir nema brýna nauðsyn beri til en þá er grímuskylda.
Hvert skátafélag er í ólíkri stöðu og því bendum við þátttakendum og aðstandendum þeirra á að upplýsingar um hvernig framhaldi starfsins verður háttað mun koma beint frá skátafélaginu.
Vinnuhópur vegna Þankadagsins 2021 (World Thinking Day)
VINNUHÓPUR
WORLD THINKING DAY 2021
Auglýst er eftir sjálfboðaliðum í vinnuhóp sem mun þýða og staðfæra dagskrárpakkann fyrir World Thinking Day 2021 sem WAGGGS þróaði og setti saman. World Thinking Day er dagur alþjóðlegrar vináttu þar sem skátar út um allan heim hugsa hlýtt til annarra skáta og lýsa þökkum og þakklæti. Dagurinn er haldinn 22. febrúar en sá dagur var valinn vegna þess að það er afmælisdagur bæði Lord Baden-Powell, stofnanda skátahreyfingarinnar og Olave Baden-Powell, sem var World Chief Guide.
Þemað í ár er „Stöndum saman um frið“ og er dagskrárpakkanum skipt í þrjá hluta þar sem skátarnir munu standa vörð um frið (e. Stand strong), standa með friði (e. Stand up) og standa saman um frið (e. Stand together)!
Frekari upplýsingar eru hér að neðan og áhugasamir skulu hafa samband við kolbrun@skatar.is.
Hvaða kröfur þarf ég að uppfylla til að vera með?
Við óskum eftir fólki sem er:
- Fært í að lesa og skrifa ensku og íslensku
- Áhugasamt um að fræðast betur um World Thinking Day og dagskrárpakkann
ÞÝÐING
Bæklingur sem segir frá World Thinking Day og öllum verkefnunum er á ensku. Flest ungmenni kunna góða ensku og gott að geta nálgast efnið á ensku líka en kapp er þó lagt á að sem mest af stuðningsefni BÍS sé á íslensku og því þarf að þýða öll verkefnin.
TÍMALÍNA
Vinnuhópurinn mun hittast 4 sinnum í desember og janúar, fara yfir stöðu verkefnis og skipta þeim verkefnum á milli sín sem eftir eru. Á milli funda munu sjálfboðaliðar vinnuhópsins vinna þau verkefni sem þau taka að sér. Áætluð skil eru 21. janúar. Áhugasamir hafi samband við kolbrun@skatar.is
Rafrænt Skátaþing 2020
Sökum þjóðfélagsaðstæðna vegna COVID-19 fer skátaþing 2020 fram með rafrænum hætti. Þingið verður haldið með notkun Microsoft Teams og fá skráðir fundargestir innskráningarhlekk sendan í tölvupósti eftir að skráningarfresti lýkur. Kosningar verða rafrænar og innskráing á kosningasvæði er með rafrænum skilríkjum.
Afhending þinggagna verður með rafrænum hætti á: https://skatarnir.is/skatathing.
Lokað vegna sumarleyfa
Skátamiðstöðin og Skátabúðin verða lokuð vegna sumarleyfa vikuna 27. -31. júlí. Opnum aftur eftir verlsunarmannahelgi.
Minnum á vefverslunina okkar skatabudin.is, pantanir sem berast verða sendar í póst eftir opnun.
Hægt er að senda okkur fyrirspurnir með tölvupósti á skatar@skatar.is, öllum fyrirspurnum verður svaraðeftir opnun.
Flakk og flandur - Útivistaráskorun skáta
Flakk og flandur
Útivistaráskorun skáta sumarið 2020
Sumarið 2020 verður útivistar- og ferðasumarið mikla! Þar sem ekki er mikið um utanlandsferðir í sumar er kjörið að nýta tækifærið og eyða tíma úti í náttúrunni okkar og prófa nýja hluti. Ungmennaráð Bís setti saman áskorun sem er beint að rekka- og róverskátum en öllum er velkomið að taka þátt. Til að taka þátt þarf að framkvæma áskorun, taka mynd og setja á samfélagsmiðla með myllumerkjunum #flakkogflandur og #skátarnir eða senda myndirnar á netfangið ungmennarad@skatar.is ef þið viljið ekki birta þær á netinu. Áskoranirnar eru miserfiðar og miserfitt að ná fullkláruðu verkefni á mynd en hér ætti að vera eitthvað fyrir alla og við treystum á að allir sýni heiðarleika við að klára einstakar áskoranir og senda þær inn. Allir sem klára a.m.k. fimm áskoranir fá þátttökuverðlaun og þau sem klára þær allar fá sérstaka viðurkenningu.


Gunni Atla er farinn heim
Kveðja frá skátahreyfingunni
Gunnar Atlason er farinn heim. Gunnar var sannur skáti, hann lét gott af sér leiða, var jákvæður með eindæmum, hjálpsamur og lífsglaður. Gunnar var átta ára gamall þegar skátaheimili Dalbúa opnaði fyrir aftan heimili hans og hann ákvað að byrja í skátunum. Hann sagði sjálfur að þar hafi hann kynnst skemmtilegum krökkum, og síðan þá haldið áfram að kynnast skemmtilegu fólki í skátastarfinu. Án efa hafði það áhrif á fólkið sem hann hitti að Gunnar var sjálfur mjög skemmtilegur maður. Um tíma leiddi Gunnar skátastarfið í Mosfellsbæ með eftirtektarverðum árangri og nú undanfarin ár var Gunnar forstöðumaður Fræðaseturs skáta og mun hans ötula og óeigingjarna starf fyrir Fræðasetrið verða minnst um ókomin ár. Á sama tíma og Gunnar vann að varðveislu og kynningu á sögu skátahreyfingarinnar á Íslandi, hvatti hann til nútímalegrar hugsunar í skátastarfi og hvatti fólk á öllum aldri til dáða og treysti þeim til góðra verka.
Þú ert skáti horfinn heim,
himinn, jörð, ber sorgarkeim.
Vinar saknar vinafjöld,
varðar þökkin ævikvöld.
Sérhver hefur minning mál,
við munum tjöld og varðeldsbál,
bjartan hug og brosin þín,
þau bera ljósið inn til mín.
Kveðjustundin helg og hlý,
hugum okkar ríkir í.
Skátaminning, skátaspor,
skilja eftir sól og vor.
H.Z.
Skátahreyfingin sendir ástvinum Gunnars og skátasystkinum einlægar samúðarkveðjur og minnist hans með miklu þakklæti.
Marta Magnúsdóttir, skátahöfðingi
Þeim sem vilja minnast Gunna bendum við á styrktarsíðu Skátasafnsins.
World Scout Moot frestað til 2022
World Scout Moot sem átti að fara fram í Írlandi sumarið 2021 hefur verið frestað til sumarsins 2022.
Hér að neðan má sjá tilkynningu frá mótshöldurum:
Due to the worldwide disruption caused by the COVID-19 pandemic, the 16th World Scout Moot will be postponed until the summer of 2022. This difficult decision was made following a lengthy review and consultations between the Moot Planning Team, Scouting Ireland, WOSM, and other key stakeholders. We want the 16th World Scout Moot to be a beacon of hope and understanding, of unity and solidarity for scouting across the globe. Let us use the World Scout Moot as a moment of revival and recovery. Let’s do this Le Chéile.
Ungmennaráð heimsmarkmiðanna auglýsir

Ungmennaráð heimsmarkmiðanna auglýsir eftir tíu nýjum fulltrúum á aldrinum 13 - 18 ára í ráðið. Meginmarkmið ungmennaráðsins er að vekja athygli á heimsmarkmiðunum og sjálfbærri þróun, bæði á meðal ungmenna og innan samfélagsins í heild. Fulltrúar ráðsins fræðis og fjallar um heimsmarkmiðin ásamt því að vinna og miðla gagnvirku efni á samfélagsmiðlum um markmiðin og sjálfbæra þróun. Ungmennaráðið veitir jafnframt sjtórnvöldum, í gegnum verkefnastjórn heimsmarkmiðanna, aðhald og ráðgjöf við innleiðingu markmiða.
Skátar um allan heim hafa flykkt sér á bak við heimsmarkmiðin og gert þau að táknrænni umgjörð sem nýtt er til gagns og gamans í dagskrá og á alþjólegum skátamótum. Íslenska skátahreyfingin hefur sjálf starfrækt stýrihóp heimsmarkmiðanna í tvö ár, gefið út dagskrárefni tengt heimsmarkmiðunum og gert heimsmarkmiðin að þema Landsmóts skáta 2021. Því eru allir drótt- og rekkaskátar sem brenna fyrir heimsmarkmiðunum og bættum heim hvött til að sækja um í ráðið.
Umsóknir fara fram á vefsíðu stjórnarráðsins um heimsmarkmiðin.






