Ungmennaráð heimsmarkmiðanna auglýsir

Ungmennaráð heimsmarkmiðanna auglýsir eftir tíu nýjum fulltrúum á aldrinum 13 – 18 ára í ráðið. Meginmarkmið ungmennaráðsins er að vekja athygli á heimsmarkmiðunum og sjálfbærri þróun, bæði á meðal ungmenna og innan samfélagsins í heild. Fulltrúar ráðsins fræðis og fjallar um heimsmarkmiðin ásamt því að vinna og miðla gagnvirku efni á samfélagsmiðlum um markmiðin og sjálfbæra þróun. Ungmennaráðið veitir jafnframt sjtórnvöldum, í gegnum verkefnastjórn heimsmarkmiðanna, aðhald og ráðgjöf við innleiðingu markmiða.

Skátar um allan heim hafa flykkt sér á bak við heimsmarkmiðin og gert þau að táknrænni umgjörð sem nýtt er til gagns og gamans í dagskrá og á alþjólegum skátamótum. Íslenska skátahreyfingin hefur sjálf starfrækt stýrihóp heimsmarkmiðanna í tvö ár, gefið út dagskrárefni tengt heimsmarkmiðunum og gert heimsmarkmiðin að þema Landsmóts skáta 2021. Því eru allir drótt- og rekkaskátar sem brenna fyrir heimsmarkmiðunum og bættum heim hvött til að sækja um í ráðið.

Umsóknir fara fram á vefsíðu stjórnarráðsins um heimsmarkmiðin.