Rafrænt Skátaþing 2020

Sökum þjóðfélagsaðstæðna vegna COVID-19 fer skátaþing 2020 fram með rafrænum hætti. Þingið verður haldið með notkun Microsoft Teams og fá skráðir fundargestir innskráningarhlekk sendan í tölvupósti eftir að skráningarfresti lýkur. Kosningar verða rafrænar og innskráing á kosningasvæði er með rafrænum skilríkjum.

Afhending þinggagna verður með rafrænum hætti á: https://skatarnir.is/skatathing.