VINNUHÓPUR
WORLD THINKING DAY 2021

Auglýst er eftir sjálfboðaliðum í vinnuhóp sem mun þýða og staðfæra dagskrárpakkann fyrir World Thinking Day 2021 sem WAGGGS þróaði og setti saman. World Thinking Day er dagur alþjóðlegrar vináttu þar sem skátar út um allan heim hugsa hlýtt til annarra skáta og lýsa þökkum og þakklæti. Dagurinn er haldinn 22. febrúar en sá dagur var valinn vegna þess að það er afmælisdagur bæði Lord Baden-Powell, stofnanda skátahreyfingarinnar og Olave Baden-Powell, sem var World Chief Guide.

Þemað í ár er „Stöndum saman um frið“ og er dagskrárpakkanum skipt í þrjá hluta þar sem skátarnir munu standa vörð um frið (e. Stand strong), standa með friði (e. Stand up) og standa saman um frið (e. Stand together)!

Frekari upplýsingar eru hér að neðan og áhugasamir skulu hafa samband við kolbrun@skatar.is.

Hvaða kröfur þarf ég að uppfylla til að vera með?

Við óskum eftir fólki sem er:

  • Fært í að lesa og skrifa ensku og íslensku
  • Áhugasamt um að fræðast betur um World Thinking Day og dagskrárpakkann

ÞÝÐING

Bæklingur sem segir frá World Thinking Day og öllum verkefnunum er á ensku. Flest ungmenni kunna góða ensku og gott að geta nálgast efnið á ensku líka en kapp er þó lagt á að sem mest af stuðningsefni BÍS sé á íslensku og því þarf að þýða öll verkefnin.

TÍMALÍNA

Vinnuhópurinn mun hittast 4 sinnum í desember og janúar, fara yfir stöðu verkefnis og skipta þeim verkefnum á milli sín sem eftir eru. Á milli funda munu sjálfboðaliðar vinnuhópsins vinna þau verkefni sem þau taka að sér. Áætluð skil eru 21. janúar. Áhugasamir hafi samband við kolbrun@skatar.is