10 Rekkaskátar fengu forsetamerkið
10 REKKASKÁTAR FENGU FORSETAMERKIÐ

Forsetamerkið er hvatamerki sem rekkaskátar, 16-18 ára, geta valið sér að vinna að samhliða starfi sínu. Í forsetamerkinu sameinast gildi skátahreyfingunnar um eflingu einstaklingsins og þess að gera sitt besta samfélaginu til heilla. Vegferðin að forsetamerkinu er 2-3 ára verkefni sem hvetur skátanna til persónulegs vaxtar með því að skipuleggja, framkvæma og endurmeta 20 minni verkefni sem öll þurfa að falla undir ein fjögurra flokka,:
- Heimurinn, ferðalög og alþjóðastarf
- Útivist og útilífsáskoranir
- Samfélagsþátttaka
- Lífið, tilveran og menning
Auk þeirra verkefna þurfa öll sem vinna að forsetamerkinu að sækja 5 daga alþjóðlegt skátamót, ferðast 40 kílómetra á eigin afli, sækja helgarnámskeið í leiðtogaþjálfun og sækja 12 klukkustunda skyndihjálparnámskeið. Að lokum velja skátarnir sér 2 langtímaverkefni sem krefst virkrar þátttöku þeirra yfir 3-12 mánaða tímabil, dæmi um þetta er að vera foringi yngri skáta, taka þátt í skipulagi stórs skátamóts, sitja í stjórn félags, ráði eða vinnuhóp, að taka að sér viðhald skátaheimilis eða skátaheimili og margir fleiri möguleikar standa til boða.

Haustið 2022 luku 10 rekkaskátar frá 7 félögum vegferðinni og bætast þar með í hóp 1438 forsetismerkishafa frá upphafi. Þau voru í röð númers forsetamerkis þeirra:
nr. 1429 – Aney Sif Ólafsdóttir – Skátafélagið Fossbúar
nr. 1430 – Bjarni Gunnarsson – Skátafélagið Fossbúar
nr. 1431 – Karen Hekla Grønli – Skátafélagið Fossbúar
nr. 1432 – Guðbjörg Viðja Pétursdóttir Biering – Skátafélagið Heiðabúar
nr. 1433 – Sigurbjörg Erla Pétursdóttir Biering – Skátafélagið Heiðabúar
nr. 1434 – Sebastian Fjeldal Berg – Skátafélaginu Klakki
nr. 1435 – Hersteinn Skúli Gunnarsson – Skátafélaginu Kópum
nr. 1436 – Jökull Freysteinsson – Skátafélagið Landnemar
nr. 1437 – Sunna Dís Helgadóttir – Skátafélagið Skjöldungar
nr. 1438 – Pjetur Már Hjaltason – Skátafélagið Ægisbúar

Við það tilefni bauð forsetaembættið rekkaskátunum og fjölskyldum þeirra til hátíðlegrar móttöku á Bessastöðum þar sem Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, afhenti þeim forsetamerkið. Við afhendinguna var samsöngur, tónlistaratriði flutt og Guðni ávarpaði samkomuna. Að lokum fluttu tvö úr hópi forsetamerkishafa stutta ræðu sem má horfa á í spilaranum hér að neðan:
Að lokinni afhendingu var haldið til Bessastaðastofu þar sem skátahöfðingi sagði nokkur orð áður en boðið var upp á veitingar.
Að lokinni afhendingu var haldið til Bessastaðastofu þar sem skátahöfðingi sagði nokkur orð áður en boðið var upp á veitingar.
Hringborð drekaskátaforingja

Drekaskátaforingjar hittust fimmtudaginn 13. október á hringborði drekaskátaforingja. Tilgangur hringborðsins var að skapa vettvang fyrir drekaskátaforingja að hittast og spegla sig við aðra drekaskátaforingja með því að deila reynslum og ræða ákveðin málefni.
Skilaboðakassi fyrir traustan félaga
Skátaforingjar frá Skjöldungum, Sunna Dís og Gunnhildur, deildu reynslu sinni við að nota skilaboðakassa í drekaskátasveitinni sinni til þess að bjóða drekunum upp á möguleikann á að senda þeim skilaboð nafnlaust. Þau höfðu umræðu um kassann með sveitinni þar sem hann var staðsettur frammi á gangi og hvernig skátarnir gátu nýtt sér kassann til að deila með foringjunum bæði hvernig þeim líður á fundunum og að koma með hugmyndir af dagskrá fyrir sveitina. Foringjarnir sögðu reynsluna mjög góða og að mörg gagnleg skilaboð höfðu komið yfir önnina. Þær nýttu kassan til þess að vinna að færnimerkinu traustur félagi.
Hvað geta drekar
Védís frá starfsráði og fyrrum drekaskátaforingi ræddi við foringjana um að drekaskátar geta oft á tíðum mun meira en við höldum. Hún sagði frá reynslu sinni sem drekaskátaforingi hjá Landnemum ásamt Júlíu og hvernig þæt settu sér það markmið að reyna að gera dagskrána eins spennandi og krefjandi og þær gátu. Þær hjálpuðu hvor annarri að muna eftir því að vefja ekki drekaskátana inn í bómulinn heldur að skapa frekar vettvang þar sem drekarnir fá tækifæri til að reyna almennilega á sig. Einnig minnti Védís okkur á að auðvelt er að breyta innifundum í útifundi, að stundum er venjan að gera ákveðin verkefni inni í skátaheimilinu sem auðvelt er að færa út og mögulega virka fundirnir enn betur og verða skemmtilegari úti í nærumhverfinu og náttúrunni.
Hvernig keyrir maður ólíka dagskrá
Egle fyrrum drekaskátaforingi í Garðbúum fór yfir hvernig hún leyfði drekaskátunum að velja sér ,,vinnuhópa/flokka" eftir áhugasviði þar sem hver hópur var að einblína á ákveðin færnimerki en öll sveitin fór í gegnum dagskráhringinn á sama tíma sem endaði í að öll fengu þau færnimerkin sem unnið var að. Hún fór einnig yfir hvernig hún bjó til spennandi dagskráhringi upp úr hugmyndum skátanna, þar sem engin hugmynd er of stór heldur er hægt að finna leiðir til að vinna allar hugmyndir inn í dagskráhring eða tengja við færnimerki. Það mikilvægasta er að muna að gera dagskrána spennandi og hugsa út fyrir kassann. Hún deildi síðan með okkur sínum eftirminnilegustu fundum eða dagskráhringum eins og útibíó þar sem krakkarnir bjuggu til bíla úr pappakassa, pókemon fund þar sem krakkarnir bjuggu til nýja pókemona og alþjóðlegt þema þar sem krakkarnir völdu lönd og lærðu um menninguna hjá þeim og fóru í stopdans með lögum þeirra landa.
Góðar umræður í lokin
Heilt yfir var hringborðið góður vettvangur fyrir skátaforingjana að hittast og ræða saman um hvernig við gera drekaskátastarfið spennandi og krefjandi. Farið var yfir hvað stendur í starfsgrunni skátanna um drekaskáta og voru skátaforingjar sammála um að gott er að hafa viðmið um hvert þau eiga að stefna með starfinu. Í lokin voru góðar umræður um dagskrá drekaskáta og náðu foringjarnir að spyrja hvort annað um hugmyndir og deila skemmtilegum og eftirminnilegum fundum og dagskráhringjum.
Hringborð fjölskylduskátaforingja

Fimmtudaginn 6.október fór fram hringborð fjölskylduskátaforingja í Skátamiðstöðinni. Þá hittust fjölskylduskátaforingjar frá sex skátafélögum, þar af voru tvö skátafélög sem hafa verið með starfandi fjölskylduskátastarf síðasta árið, tvö skátafélög sem eru farin af stað með fjölskylduskátastarf núna í haust og tvö skátafélög sem vilja byrja með fjölskylduskátastarf.
Gagnlegar umræður
Opnar umræður um ýmiss málefni tengd fjölskylduskátum voru rædd, þar á meðal skráningarmál, verðlag, staðsetningar fundanna, tímasetningar fundanna og dagskráin sjálf á fundum.
Að auki fór erindreki BÍS yfir nýja umgjörð sem skátamiðstöðin er að vinna að sem snýst um að auðvelda nýjum fjölskylduskátaforingjum eða skátafélögum að hefja fjölskylduskátastarf í sínu umhverfi. Í umgjörðinni kemur fram hvers vegna fjölskylduskátastarf er mikilvægt bæði fyrir fjölskylduna en einnig fyrir skátafélagið. En fjölskylduskátastarf er tækifæri til þess að veita börnum undir þátttöku aldri yngsta aldursbils í skátafélaginu möguleikann á því að taka þátt í krefjandi og spennandi dagskrá með fjölskyldunni sinni. Með virkri þátttöku fjölskyldumeðlima nær skátafélagið að stofna jákvætt samband milli síns og fjölskyldanna í hverfinu.
Sameiginlegur drekaskátadagur í vor
Hringborðið var mjög gagnlegt og mynduðust mjög áhugaverðar samræður þar sem foringjar náðu að spegla sig hvert við annað og deila reynslum um fjölskylduskátastarf. Hópnum fannst tilvalið að stefna að sameiginlegum degi fyrir fjölskylduskáta eins og er fyrir önnur aldursbilin og ætla að stefna á að halda svoleiðis dag að vori.
Kolbrún Ósk mótstjóri Landsmóts skáta 2024

Stjórn BÍS hefur skipað Kolbrúnu Ósk sem mótstjóra Landsmóts skáta 2024.
Kolbrún Ósk hefur verið skátaforingi hjá Garðbúum undanfarin 12 ár ásamt því að gegna hlutverki í stjórn Garðbúa. Hún hefur verið starfsmaður Garðbúa þar sem hún skipulagði ýmsa viðburði innan félagsins og fyrir nærsamfélagið, var erindreki BÍS árin 2019 til 2021 þar sem hún studdi við hina ýmsu sjálfboðaliðahópa við stór verkefni. Hún lauk nýlega mastersnámi í markaðsfræði og viðburðastjórnun við háskóla í Edinborg.
Kolbrún Ósk hefur mikla reynslu af skipulagi skátamóta, hún var t.d. hluti af mótstjórn Náttúrulega 2022 (Landsmóti rekka-og róverskáta 2022) og hefur komið að framkvæmd Vetrarskátamóts Reykjavíkurskáta. Hún var meðal fararstjóra á Gilwell 24 sumarið 2019 en sama sumar fór hún líka sem sveitarforingi á alheimsmóti skáta. Sem erindreki BÍS hún tók meðal annars þátt í að styðja við skipulagningu Skátasumarsins 2021 þar sem hún fylgidist með undirbúningnum og fór svo sem fararstjóri Garðbúa á eitt mótið.
Við hjá Bandalagi íslenskra skáta óskum Kolbrúnu Ósk til hamingju og erum full tilhlökkunar að fá að starfa með henni næstu árin í undirbúningi og svo framkvæmd Landsmóts skáta 2024. Næstu daga mun Kolbrún sanka að sér hópi öflugra skáta í mótstjórn sem við hlökkum til að vinna með að framkvæmd skátamótið sem okkur hefur dreymt um. Ef einhver hefur áhuga á að leggja hönd á plóg, sendið Kolbrúnu tölvupóst á kolbrun@skatarnir.is
Hringborð rekkaskátaforingja

Hringborð rekkaskátaforingja fór fram í Skátamiðstöðinni þriðjudagskvöldið 21. september. Rekkaskátar og foringjar þeirra mættu frá 5 félögum af þeim 17 sem halda úti starfi fyrir aldursbilið. En þrátt fyrir að mega vera fjölmennara reyndist hringborðið afar góður og fræðandi vettvangur fyrir viðstödd.
Rekkaskátanetið komið af stað
Eitt stærsta málið sem var rætt við hringborðið var Rekkaskátanetið, en fyrir tveimur árum á sama vettvangi var lagður grunnur að áætlunum sem gátu síðan ekki gengið fram sökum heimsfaraldurs, á síðasta starfsári voru síðan opnir fundir fyrir rekkaskáta haldnir í hinum ýmsu skátaheimilum undir sama nafni. Við hringborðið var rykið dustað af þessum tveggja ára gömlu áætlunum, að skátafélög sem stæðu að rekkaskátastarfi myndu taka sig saman um að tryggja þrjá viðburði á komandi ári fyrir rekkaskáta auk þess starfs sem mun eiga sér stað innan þeirra sveita. Þetta samstarf um viðburðarhald muni síðan stuðla að þéttara tengslaneti á milli rekkaskátaforingja og rekkaskátasveita og vonandi nýtast til að tryggja efldara samstarf þvert á félög t.d. svo að rekkaskátar geti boðið rekkaskátum utan sinnum sveitar að taka þátt með sér í flottum verkefnum, til að deila hugmyndum og fleira.
Áframhaldandi þróun á stuðningi vegna forsetamerkis
Védís frá starfsráði kynnti umgjörðina í kringum forsetamerkið og svaraði nokkrum praktískum spurningum um þau efni. Vegabréfið er enn nokkuð nýlegt kerfi og þótt það líkist mjög kerfinu sem var í kringum aldamót upplifðu fæstir foringjar nútímans það kerfi og því hefur verið áskorun að leiðbeina rekkaskátum í því. Þess vegna var kafað ofan í hvaða hindranir skátaforingjar hafa helst rekið sig á í þessum stuðningi og hvernig megi halda áfram að þróa stuðningsnetið. Niðurstaðan var sú að rekkaskátaforingjar vildu áfram geta fengið kynningar- og stöðufundi um forsetamerkið inn til sinna sveita frá Skátamiðstöð. Starfsráð hélt nýlega í fyrsta sinn kvöld þar sem þau sem væru að vinna að forsetamerkinu gætu komið og var óskað eftir því að slíkt væri gert einu sinni á önn. Þá sagði skátaforingi Svana frá yfirlitsskema sem hann þróaði til að hafa betri yfirsýn með stöðu hvers og eins í sveitinni sem ynni að merkinu og var óskað eftir að Skátamiðstöð myndi þróa slíkt skema sem gæti nýst foringjum með sama hætti.
Framfarir einstaklingsins
Davíð Þrastarson sem er á síðasta ári í rekkaskátunum kynnti sína vegferð en Davíð hefur verið afar duglegur að grípa þau ýmsu tækifæri sem bjóðast einstaklingum utan sveitarstarfsins en hann situr m.a. í ungmennaráði, er áheyrnafulltrúi ungmenna í stjórn BÍS og hefur verið í mótstjórn Drekaskátamóts undanfarin ár. Að kynningu lokinni fékk Davíð spurningar frá rekkaskátum, rekkaskátaforingjum og erindrekum um hvaða hvatar hafi drifið hann áfram, hvar hann heyrði af tækifærunum og ýmislegt fleira.
Upplýsingamiðlun til rekkaskáta og rekkaskátaforingja
Í gegnum alla aðra umræðu var mikið rætt um upplýsingamiðlun frá Skátamiðstöð til rekkaskáta og foringja þeirra. Það virtist á umræðum við hringborðið sem að skátaforingjar rekkaskáta hafi lykilhlutverki að gegna í þeirri upplýsingamiðlun en á umræðum virtist ljóst að rekkaskátar væru best meðvituð um tækifæri sem þau fengu fregnir af í gegnum skátaforingja sinn. Því verður áhersla lögð á að sinna góðri upplýsingamiðlun til skátaforingja en það mun fara fram á póstlista og í Sportabler hóp fyrir stærri verkefni og tækifæri, en þegar það kemur að minni tækifærum sem hafa jafnvel forsetamerkis tengsl verður það bara í Sportabler. Síðan er mikilvægt að skátaforingjar láti skátana vita af tækifærum á samfélagsmiðlum fyrir þau til að fylgjast með s.s. á facebook og instagram síðu skátanna.
Annað hringborð fyrir áramót
Heilt yfir var hringborðið var góður vettvangur til að ræða saman, spegla og leita upplýsinga viðstödd óskuðu eftir öðru hringborði fyrir rekkaskátaforingja fyrir áramót og ætlar starfsráð að verða við því.
Skátapeysur og skátaskyrtur
Við tökum upp nýtt fyrirkomulag þegar kemur að kaupum á skátaskyrtum og skátapeysum. Við ætlum að hætta að geyma stóran lager af þessum vörum í Skátamiðstöðinni og munum í staðinn bjóða upp á pöntunardaga eins og íþróttafélögin hafa gert. Skátar geta sjálf heimsótt skátabúðina, mátað, greitt fyrir skyrtuna og við bætum skyrtunni þeirra við næstu pöntun. Skátafélögin geta einnig fengið mátunarsett af skátaskyrtum eða bláu BÍS peysunni og leyft sínum félögum að máta, tekið saman upplýsingarnar og sent þær á okkur fyrir pöntunardaginn. Í þessum tilfellum greiðir skátafélagið og sér um innheimtu ef það á við.
Pöntunardagarnir eru 30.september og svo aftur 30. janúar
Skátaskyrtur
Nú eru komnar nýjar skátaskyrtur í notkun sem eru í boði í mismunandi stærðum og sniðum. Hægt er að koma upp í Skátabúðina, Hraunbæ 123, 110 Reykjavík, að máta, einnig er hægt að óska eftir því að sækja mátunarsett til Skátamiðstöðvarinnar og haft mátunardag í skátaheimilinu eftir samkomulagi við Skátamiðstöðina. Skyrturnar eru á kynningaverði sem er 6.700 kr. og verða pantaðar 30.september og svo aftur 30.janúar.
Hér er yfirlit af stærðum:
Bein/aðsniðin með axlaspælum Hefðbundið snið með axlaspælum

Aðsniðin m. brjóstsaum m. axlaspælum

Einnig eru til í skátabúðinni nokkur eintök af gömlu skyrtunum ásamt prufu eintökum af nýju skátaskyrtunni án axlaspæla sem verða ekki pantaðar aftur. Þær verða til sölu á meðan birgðir endast.
En stærðirnar sem eru til af þeim er hér.
Bein/aðsniðin án axlaspæla Hefðbundið snið án axlaspæla

Aðsniðin m. brjóstsaum án axlaspæla

Skátapeysur
Skátahettupeysa
Í ár verður hægt að panta skátapeysur í nýjum lit, khakis green, með BÍS merkinu framan á. Um er að ræða hettupeysurnar sem voru til í gráum lit (litur ársins 2021). Sama fyrirkomulag verður á því að panta peysur og skátaskyrturnar en það verður sami pöntunardagur, 30. September og svo aftur 30.janúar. Til eru örfá eintök af gömlu skátapeysunni í 2021 litnum sem hægt er að kaupa á staðnum.
Hér er stærðartafla af skátapeysunni og mynd af litnum, stærðirnar eru miðaðar við unglinga og eldri. Skátapeysan kostar 9.950 kr.

Blá BÍS peysa
Bláa BÍS peysan er til í minni stærðum og því tilvalin fyrir yngri aldursbilin eins og drekaskáta, fálkaskáta og jafnvel dróttskáta. Þessi peysa er til í skátabúðinni bæði í barnastærðum og fullorðins stærðum og verður pöntuð aftur ef birgðir klárast á pöntunardögum.
Barnapeysan kostar 5.800 kr. og hægt er að sjá stærðartöfluna hér.

Fullorðins peysan kostar 7.000 kr. og er hægt að sjá stærðirnar hér.

Skátabolir
Bláir BÍS bolir
Barnastærðir kosta 2.600 kr. og hægt er að sjá stærðartöfluna hér.

Fullorðins bolir kostar 3.000 kr. og er hægt að sjá stærðirnar hér.

Aðalfundur skátafélags Borgarness
Fundarboð
Í 11. grein laga BÍS segir að stjórn BÍS geti boðað til aðalfundar skátafélags samkvæmt lögum þess hafi slíkur ekki verið haldinn í 18 mánuði. Er það gert hér með:
Aðalfundarboð Skátafélags Borgarness
Boðað er til aðalfundar miðvikudaginn 28.september kl.20:00 í skátaheimilinu Skallagrímsgötu 8a.
Dagskrá fundarins er samkvæmt lögum félagsins. Framboð til stjórnar og erindi fyrir aðalfundinn skulu berast á harpa@skatarnir.is.
Skátar, foreldrar og aðrir velunnarar skátastarfs í Borgarnesi eru boðin hjartanlega velkomin.
Stjórn Bandalags íslenskra skáta
Dagskrá fundarins
Dagskrá fundarins er samkvæmt lögum félagsins sem má sækja með að smella hér.
- Kosning fundarstjóra og fundarritara
- Fundarboð lagt fram til samþykktar
- Skýrsla stjórnar, umræður
- Endur skoðaðir reikningar félagsins, umræður
- Lagabreytingar
- Kosningar
- Önnur mál
Stjórn BÍS mun leggja það til við fundinn að Sigurgeir B. Þórisson, erindreki BÍS, verði fundarstjóri. Framboð til stjórnar og önnur málefni fyrir fundinn skal senda á harpa@skatarnir.is.
Kjör í stjórn
Samkvæmt lögum félagsins skal stjórn skipuð fimm skátum; félagsforingja, aðstoðarfélagsforingja, ritara, gjaldkera og meðstjórnanda. Allir stjórnarmenn skulu vera 18 ára eða eldri og félagsforingi skal hafa náð 25 ára aldri. Skipun stjórnarmanna er til tveggja ára í senn en kjörið skal um hluta stjórnar á sléttu ári og hinn hluta stjórnar á oddatöluári. Skipun félagsforingja og meðstjórnanda er því til 2024 en skipun aðstoðarfélagsforingja, ritara og gjaldkera er til 2023.
Framboð til stjórnar
Eftirfarandi framboð hafa borist fundinum:
Félagsforingi
Ólöf Kristín Jónsdóttir
Ritari
Margrét Hildur Pétursdóttir
Dagskrár- og sjálfboðaliðaforingi
Árni Gunnarsson
Ragnar Ingimar Andrésson
Varamenn
Jóhanna M. Þorvaldsdóttir
Jökull Fannar Björnsson

Nýir skráningar skilmálar
Óskum eftir umsjónaraðila CREAN

Útilífsráð auglýsir eftir umsjónaraðila fyrir Vetraráskorun CREAN
Umsóknarfrestur er til 15.september.
Sumardagurinn fyrsti 2022

Sumardagurinn fyrsti 2022 er haldinn hátíðlegur fimmtudaginn 21. apríl á höfuðborgarsvæðinu og víðar um landið hafa skátar skipulagt og standa að glæsilegum og stórskemmtilegum hátíðarhöldum fyrir börn, ungmenni og fjölskyldur þeirra.
Í Reykjavík
Skátafélagið Árbúar í Árbæ
Staðsetning: Árbæjarsafn og við Skátaheimilið Hraunbæ 123
Tímasetning: 12:00-15:00
Skátafélagið Árbúar leiðir skrúðgöngu ásamt lúðrasveit Verkalýðsins, gengið verður frá Árbæjarsafni að Árbúaheimilinu en þar tekur við póstaleikur þar sem verða verðlaun í boði, útieldun, hoppukastalar, klifurveggur og fleira. Veitingasala verður á staðnum sem fjáröflun fyrir félagið. Fá frekari upplýsingar á facebook viðburðarsíðu.
Skátafélögin Garðbúar í Fossvogi, Landnemar í Hlíðunum og Skjöldungar í Laugardal
Staðsetning: Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn
Tímasetning: 14:00-17:00
Skátafélögin þrjú ætla að sameina krafta sína og standa fyrir miklu sumarfjöri í fjölskyldu og húsdýragarðinum. Dagskráin verður í gangi á milli 14:00 og 17:00 og verður 50% afsláttur á aðgangsverði í garðinn á meðan. Auk alls þess sem er að skoða og gera í garðinum öllu jafna verður klifurturn, hoppukastali, hindrunarbraut, poppað yfir opnum eldi og skátaleikir. Á staðnum verður sölutjald þar sem ýmis góðgæti verður til sölu sem fjáröflun fyrir unga skáta sem stefna á Alheimsmót skáta í Suður-Kóreu 2023. Fá frekari upplýsingar á facebook viðburðarsíðu.
Skátafélagið Vogarbúar í Grafarvogi
Staðsetning: Skátaheimili Vogabúa, Logafold 106
Tímasetning: 13:00-16:00
Skátafélagið Vogabúar munu standa fyrir skemmtidagskrá fyrir alla fjölskylduna við skátaheimilið sitt. Í boði verða leiktæki, hoppukastalar og ýmis skemmtun með skátaívafi. En síðan mæta líka töframaðurinn Daníel Sirkus og trúbadorinn Jón Sigurðsson og halda uppi stuðinu. Á staðnum verða seldar vöfflur, kakó, kaffi og svalar sem fjáröflun fyrir skátafélögin. Fá frekari upplýsingar á facebook viðburðarsíðu.
Skátafélagið Ægisbúar í Vesturbænum
Staðsetning: Skátaheimili Ægisbúa, Neshaga 3
Tímasetning: 12:00-15:00
Skátafélagið Ægisbúar blæs til carnivals á sumardeginum fyrsta við skátaheimili sitt. Á staðnum verða hoppukastalar auk annarar skemmtunar. Á staðnum verða sölutjöld með góðgæti og ýmis matarkyns sem fjáröflun fyrir félagið. Fá frekari upplýsingar á facebook viðburðarsíðu.
Í Hafnarfirði
Skátafélagið Hraunbúar
Staðsetning: Víðistaðakirkju og Thorsplani
Tímasetning: 13:00-16:00
Skátafélagið Hraunbúar tekur þátt í hátíðarhöldunum tengt Björtum dögum og sumardeginum fyrsta í Hafnarfirði. Dagskrá stendur til boða allan daginn víða um bæinn en nánari upplýsingar um heildardagskrána má finna á upplýsingasíðu Hafnarfjarðarbæjar. Skátafélagið mun koma að messu í Víðistaðakirkju en að henni lokinni mun skátafélagið Hraunbúar og Lúðrasveit Tónlistarskóla Hafnarfjarðar standa fyrir skrúðgöngu frá kirkjunni að Thorsplani. Að skrúðgöngu lokinni verður ævintýraleg fjölskyldudagskrá á Thorsplani í umsjón skátafélagsins Hraunbúa, í boði verða hoppukastalar og skemmtidagskrá á sviði. Frekari upplýsingar á facebook viðburðarsíðu.
Í Garðabæ
Skátafélagið Vífill
Staðsetning: Vídalínskirkju og Miðgarði
Tímasetning: 13:00-16:00
Skátafélagið Vífill mun að vana halda uppi hátíðarhöldunum vegna sumardagsins fyrsta í Garðabæ. Skátafélagið mun koma að messu í Vídalínskirkju en að henni lokinni verður skrúðganga frá kirkjunni að íþróttamiðstöðinni Miðgarði þar sem skemmtidagskrá verður í boði fyrir gesti og gangandi. Frekari upplýsingar má finna á upplýsingasíðu Garðabæjar.
Í Mosfellsbæ
Skátafélagið Mosverjar
Staðsetning: Miðbæjartorgi og Varmá
Tímasetning: 13:00-16:00
Skátafélagið Mosverjar mun leiða skrúðgöngu frá Miðbæjartorgi að Varmá þar sem skólahljómsveit Mosfellsbæjar tekur á móti skrúðgöngunni með sumartónum. Að skrúðgöngu lokinni hefst dagskrá á Varmá með hoppuköstulum, leiktækjum, vöfflum, pylsugrilli, svampakasti og almennu skátafjöri. Frekari upplýsingar má finna á upplýsingasíðu Mosfellsbæjar.
Í Reykjanesbæ
Skátafélagið Heiðabúar
Staðsetning: Keflavíkurkirkju og skátaheimili Heiðabúa, Hringbraut 101
Tímasetning: 12:30-17:30
Skátafélagið Heiðabúar mun leiða skrúðgöngu frá skátaheimilinu að Keflavíkurkirkju þar sem skátafélagið kemur að messu en að henni lokinni tekur við fjölskyldudagskrá og ratleikur frá Skátaheimilinu. Á staðnum verður hægt að kaupa aðgang að kaffiveitingum sem er fjáröflun fyrir skáta sem halda á alheimsmót í Suður-Kóreu 2023.
Á Selfossi
Skátafélagið Fossbúar
Staðsetning: Skátaheimilinu Glaðheimum, Tryggvagötu 36
Tímasetning: 14:00-16:00
Nóg verður um að vera á Selfossi þar sem skátafélagið Fossbúar taka þátt í hátíðinni Vor í Árborg en skátafélagið verður með fjölskylduskemmtun þar sem boðið verður upp á andlitsmálningu, hoppukastala og svampakast. Á staðnum verður líka veitingasala sem er fjáröflun fyrir félagið. Frekari upplýsingar má finna á upplýsingasíðu Árborgar.
Á Akureyri
Skátafélagið Klakkur
Staðsetning: Skátaheimili Klakks, Þórunnarstræti, Akureyrarkirkju og tjaldsvæðinu á Hömrum
Tímasetning: 10:40-15:00
Skátafélagið Klakkur mun vera með skrúðgöngu frá skátaheimilinu að Akureyrarkirkju þar sem skátafélagið kemur að messu en að henni lokinni er öllum boðið að koma í fjölskyldudagskrá og súpu að tjaldsvæðinu á Hömrum. Frekari upplýsingar á viðburðarsíðu á facebook.
Á Akranesi
Skátafélag Akraness
Staðsetning: Tónlistarskólanum, Akraneskirkju og Vinaminni
Tímasetning: 10:30-14:30
Skátafélagið Akraness sér um skrúðgöngu frá tónlistarskólanum að Akraneskirkju þar sem skátafélagið kemur að messu, að henni lokinni verður boðið upp á grillaðar pylsur og hoppukastala við Vinaminni.






















