Rafrænt Skátaþing í fyrsta sinn í sögu íslensku skátahreyfingarinnar
Aðalfundur Bandalags íslenskra skáta, Skátaþing, fór fram um liðna helgi. Vegna yfirstandandi heimsfaraldurs og samkomutakmarkanna var Skátaþing haldið rafrænt í fyrsta sinn í sögu íslensku skátahreyfingarinnar og tóku allir þingfulltrúar, áheyrnarfulltrúar og meirihluti stjórnar BÍS þátt í þinginu gegnum fjarfundarbúnað.
Skátaþing var sent út úr Skátamiðstöðinni í Hraunbæ 123 þar sem 5 starfsmenn, 1 fundarstjóri, 3 fulltrúar stjórnar og 1 fundarritari stýrðu fundarsköpum og tæknimálum. Hópurinn gætti að sjálfsögðu fyllstu sóttvarna og dreifði sér um aðskilin rými um alla bygginguna.
Ný stjórn kjörin í fyrsta sinn samkvæmt nýju fyrirkomulagi
Á Skátaþingi 2019 var lögum BÍS breytt og sætum í stjórn BÍS fækkað úr átta í sjö. íÍ stað þess að kjósa á hverju ári í viss embætti innan stjórnar til þriggja ára er stjórn nú kjörin öll á sama árinu og eingöngu til tveggja ára. Þá er er ekki kosið milli einstaklinga í hvert sæti heldur er skátahöfðingi kjörinn í sérstakri kosningu, gjaldkeri í sérstakri kosningu og síðan fimm meðstjórnendur kjörnir allir í einu í sérstakri kosningu.
Á rafrænu Skátaþingi 2020 var í fyrsta sinn kosningarár samkvæmt nýjum lögum en stjórnin var öll sjálfkjörin. Í stjórn BÍS sitja:
Marta Magnúsdóttir – Skátahöfðingi
Sævar Skaptason – Gjaldkeri
Ásgerður Magnúsdóttir – Meðstjórnandi
Björk Norðdahl – Meðstjórnandi
Harpa Ósk Valgeirsdóttir – Meðstjórnandi
Jón Halldór Jónasson – Meðstjórnandi
Þórhallur Helgason – Meðstjórnandi
Frekari upplýsingar um stjórn BÍS, verklagsreglur hennar og fundargerðir má finna á upplýsingasíðu stjórnar BÍS.
Gömul og ný fastaráð sjálfkjörin
Á Skátaþingi 2019 var lögum breytt til að fækka fastaráðum innan Bandalags íslenskra skáta. Fastaráðin dagskrárráð, félagaráð, fjármálaráð, fræðsluráð og upplýsingaráð voru lögð af en skátaskólanum og starfsráði var bætt við. Þá var kjörnum sætum innan hvers ráðs fækkað úr fimm í þrjú. Þá eru fastaráð og aðrir kjörnir fulltrúar kjörnir til tveggja ára nú í stað eins árs áður.
Á rafrænu skátaþingi 2020 var sjálfkjörið í öll fastaráð og önnur embætti. Listi kjörinna fulltrúa er:
Þrír meðlimir í alþjóðaráð til tveggja ára
Daði Björnsson
Selma Sif Ísfeld Óskarsdóttir
Þórey Lovísa Sigurmundsdóttir
Þrír meðlimir í starfsráð til tveggja ára
Birta Ísafold Jónasdóttir
Páll Kristinn Stefánsson
Jóhanna Björg Másdóttir
Þrír meðlimir í stjórn Skátaskólans til tveggja ára
Dagbjört Brynjarsdóttir
Halldór Valberg Skúlason
Inga Jóna Þórisdóttir
Þrír meðlimir í ungmennaráð til tveggja ára
Ísold Vala Þorsteinsdóttir
Thelma Líf Sigurðardóttir
Úlfur Leó Hagalín
Fimm meðlimir í uppstillingarnefnd
Berglind Lilja Björnsdóttir
Birgir Ómarsson
Sædís Ósk Helgadóttir
Katrín Kemp Stefánsdóttir
Sigurður Viktor Úlfarsson
Þrír félagslegir skoðunarmenn til tveggja ára
Guðmundur Þór Pétursson
Kristín Birna Angantýsdóttir
Jón Þór Gunnarsson
Ný stefna BÍS var næstum því nefnd Stebbi
Ný stefna BÍS til 2025 var samþykkt á skátaþingi en hún felur m.a. í sér að skátahreyfingin fjölgi skátafélögum á landsvísu um 5, að 25% atkvæða verði í hönum ungmenna á Skátaþingi fyrir lok 2025 og ýmislegt fleira. Áhugasöm geta kynnt sér stefnuna á nýrri upplýsingasíðu en þar má einnig sækja stefnuna á pdf formi.
Einnig var kosið um nafn á stefnu BÍS á skátaþingi. Stjórn BÍS hafði kallað eftir tillögum að nafni og barst fjöldi skemmtilegra nafna. Kosið var milli tillagna í tveimur lotum, eftir þá fyrri voru þær þrjár vinsælustu „Fyrirmynd til framtíðar“, „Stebbi“ og „Vísum veginn“ en í seinni lotu sigraði „Fyrirmynd til framtíðar“ með 50,91% atkvæða.
Nýtt útilífsráð stofnað og kosningum í ungmennaráð færðar til Ungmennaþings
Töluverður fjöldi lagabreytingatillagna lá fyrir þinginu en alls höfðu 11 breytingar á lögum BÍS borist Skátamiðstöðinni eftir að Skátaþing var boðað í mars. Eingöngu tvær breytingar hlutu 2/3 hluta greiddra atkvæða eða meira og snéru báðar að 25. grein laga BÍS.
Fyrri lagabreytingin fól í sér að ungmennaráð verður héðan af kosið á Ungmennaþingi, þannig mun Ungmennaþing 2022 skipa ungmennaráð til 2024.
Seinni lagabreytingin fól í sér að stofnað skylda fimmta fastaráðið innan BÍS, svokallað útilífsráð. Hlutverk þess verður að hvetja til viðburða sem fela í sér útilíf og styðja við þá útilífsviðburði sem bæði skátafélög og BÍS standa fyrir.
Áhugasöm geta séð niðurstöður hinna kosninganna á upplýsingasíðu Skátaþings 2020.