Skátaaðferðin


Skátaaðferðin samanstendur af átta þáttum sem allir haldast í hendur og vinna sem ein heild að því að ramma inn skátastarfið. Ef það rúmast innan skátaaðferðarinnar þá er það skátastarf!

Átta þættir skátaaðferðarinnar


Allir átta þættir skátaaðferðarinnar tengjast innbyrðis og vinna saman til þess að efla skátann sjálfan og mikilvægt að muna að skoða alla þættina í samhengi við hvorn annan.

Skátaflokkurinn er grunneining skátastarfs og landstærsti hluti skátastarfs á að fara fram í flokknum þar sem skátarnir læra og valdeflast saman.

Nánar

Fullorðnir aðstoða og styðja börn og ungt fólk til að skapa lærdómsrík tækifæri í formi samstarfs og stuðnings.

Nánar

Skátar taka persónulegum framförum þegar þau eru meðvituð um að með því að takast á við ólík og spennandi viðfangsefni ná þau að gera betur í dag en þau gerðu í gær.

Nánar

Virk rýni, skuldbinding og þátttaka í nærsamfélagi og umheimi, sem stuðlar að auknu þakklæti og skilnings milli fólks.

Nánar

Lærdómur sem fundinn er í útiveru dýpkar skilning á náttúrunni og tengingu við víðara umhverfi.

Nánar

Táknræn umgjörð er rauði þráðurinn í skátastarfi.

 

Nánar

Skátar þroskast og læra með reynslunámi, með því að prófa sig áfram og læra af því sem þau gera á eigin skinni.

Nánar

Tengingin sem bindir alla skátaaðferðina saman og einn af mikilvægustu þáttum skátastarfsins.

Nánar