Helga Þórey

Nota Hleiðru fyrir útilífsnámskeiðin

Helga Þórey

Félagar í Skjöldungum hafa staðið í stórræðum undanfarið við endurnýjun Hleiðru, skátaskála síns við Hafravatn. „Við erum að gera Hleiðru nothæfa á ný,“ segir Helga Þórey Júlíudóttir, félagsforingi Skjöldunga og í vídeó viðtalinu hér að neðan segir hún nánar frá verkefninu.

Sjálfboðaliðar hafa unnið mikið verk á liðnum vikum, en þau hittast alla þriðjudaga og fimmtudaga. Unnið er að endurnýjun palla, gróðursetningar og grisjunar á skógi umhverfis Hleiðru.

Helga Þórey segir að Skjöldungar hafi ákveðið að stökkva í þetta verkefni í miðju Covid-faraldrinum til að geta boðið upp á útilífsnámskeiðin í sumar, en það leit út fyrir að ekki væri hægt að halda námskeiðin með hefðbundum hætti. Skjöldungar hafa verið með sín námskeið í skátaheimilinu í Sólheimum og nýtt sér nálægð við Laugardalinn og aðstöðu sem þar er s.s. sundlaugar og fjölskyldu- og húsdýragarðinn.

Námskeið Skjöldunga í sumar verða þrjá daga í Hleiðru og tvo daga í Sólheimum. „Nú verða námskeiðin í raun meiri útilífsnámskeið,“ áréttar Helga Þórey.

Tengt efni:


World Scout Moot frestað til 2022

World Scout Moot sem átti að fara fram í Írlandi sumarið 2021 hefur verið frestað til sumarsins 2022.

Hér að neðan má sjá tilkynningu frá mótshöldurum:

Due to the worldwide disruption caused by the COVID-19 pandemic, the 16th World Scout Moot will be postponed until the summer of 2022. This difficult decision was made following a lengthy review and consultations between the Moot Planning Team, Scouting Ireland, WOSM, and other key stakeholders. We want the 16th World Scout Moot to be a beacon of hope and understanding, of unity and solidarity for scouting across the globe. Let us use the World Scout Moot as a moment of revival and recovery. Let’s do this Le Chéile.

For the link to the full statement and https://www.worldscoutmoot.ie/covid-19-faqs/.

Marta Magnúsdóttir og Harpa Ósk Valgeirsdóttir

Samtal um nýja framtíðarsýn

Færni til framtíðar er heitið á framtíðarsýn skátanna til ársins 2025. Þessi nýja stefna Bandalags íslenskra skáta var tekin fyrir á vinnufundi stjórnar í liðinni viku og verður hún send skátum til kynningar í sumar. Stefnan verður lögð fram á Skátaþingi sem haldið verður 18. – 19. september á Úlfljótsvatni.

Marta Magnúsdóttir og Harpa Ósk Valgeirsdóttir

Marta Magnúsdóttir, skátahöfðingi, er spennt að kynna stefnuna og önnur stór mál fyrir Skátaþingi haustsins og nefnir þar sérstaklega Skátaskólann og MOVIS sem er stuðningskerfi við sjálfboðaliða í skátastarfinu. Margir skátar ættu að þekkja til innihaldsins því stefnan hefur verið unnin á opnum fundum með skátum í vetur.

Harpa Ósk Valgeirsdóttir, formaður dagskrárráðs, segir mikilvægt að skátar kynni sér stefnuna. „Flestir eru sammála um hver séu stóru málin í skátahreyfingunni, en við þurfum öll að vera saman í að keyra þau áfram,“ segir hún. „Við þurfum öll að vera meðvituð um hvert við erum að fara og þessi stefna hjálpar okkur við að vita það og hjálpi okkur við að svara spurningunni hvað er skátastarf.“


Vinnuskólaliði í Útilífsskóla Hamars (Grafarvogur)

Viltu leika þér úti í allt sumar?

Vinnuskólaliði í Útilífsskóla Hamars - sumarstarf

Skátafélagið Hamar í Grafarvogi óskar eftir því að ráða sumarstarfsfólk á aldrinum 15-17 ára til að sinna leiðbeinendastörfum í Útilífsskóla Hamars, sem eru námskeið fyrir 8-12 ára börn, þar sem þátttakendur stunda útivist, kynnast öðrum krökkum og vinna skemmtileg verkefni í anda skátastarfs. 

Helstu verkefni:

  • Samskipti við börn í uppbyggilegu starfi
  • Umsjón með leikjum og verkefnum 
  • Þátttaka í útivist og ævintýralegri dagskrá í anda skátastarfs 

Hæfniskröfur:

  • Umsækjendur þurfa að vera á aldrinum 15-17 ára
  • Ábyrgðarkennd, dómgreind, glaðværð og stundvísi
  • Reynsla af starfi með börnum er æskileg
  • Reynsla af útivist er kostur

Frekari upplýsingar veitir Sól Gísladóttir, starfsmaður Hamars á soldisg@gmail.com, 6919595.


Kópar

Meira úti eftir Covid

Skátastarfið er óðum að taka á sig fyrri mynd eftir að samkomubanni var aflétt. Skátarnir í Kópum ætla að lengja starfið inn í sumarið til að koma til móts við skátana og foreldra.


„Skátastarfið hjá okkur breyttist aðeins. Við leggjum meiri áherslu á útiveru,“ segja  Heiða Hrönn Másdóttir félagsforingi Kópa og Ásdís Erla Pétursdóttir, starfsmaður Kópa.

Mætingin eftir Covid hefur verið mjög góð og þær finna hvað skátarnir eru ánægðir með að vera komnir í starfið á nýjan leik.  Boðið verður upp á starf inn í júnímánuð.

Nánari upplýsingar um starf skátafélagsins Kópa er á www.kopar.is


Ungmennaráð heimsmarkmiðanna auglýsir

Ungmennaráð heimsmarkmiðanna auglýsir eftir tíu nýjum fulltrúum á aldrinum 13 - 18 ára í ráðið. Meginmarkmið ungmennaráðsins er að vekja athygli á heimsmarkmiðunum og sjálfbærri þróun, bæði á meðal ungmenna og innan samfélagsins í heild. Fulltrúar ráðsins fræðis og fjallar um heimsmarkmiðin ásamt því að vinna og miðla gagnvirku efni á samfélagsmiðlum um markmiðin og sjálfbæra þróun. Ungmennaráðið veitir jafnframt sjtórnvöldum, í gegnum verkefnastjórn heimsmarkmiðanna, aðhald og ráðgjöf við innleiðingu markmiða.

Skátar um allan heim hafa flykkt sér á bak við heimsmarkmiðin og gert þau að táknrænni umgjörð sem nýtt er til gagns og gamans í dagskrá og á alþjólegum skátamótum. Íslenska skátahreyfingin hefur sjálf starfrækt stýrihóp heimsmarkmiðanna í tvö ár, gefið út dagskrárefni tengt heimsmarkmiðunum og gert heimsmarkmiðin að þema Landsmóts skáta 2021. Því eru allir drótt- og rekkaskátar sem brenna fyrir heimsmarkmiðunum og bættum heim hvött til að sækja um í ráðið.

Umsóknir fara fram á vefsíðu stjórnarráðsins um heimsmarkmiðin.


Félagsforingja fjarfundur

FJARFUNDAÐ Í LJÓSI AÐSTÆÐNA

Félagsforingjafundur var boðaður og haldinn 21. apríl 2020 síðastliðinn. Ekki var hægt að halda Skátaþing á tilsettum tíma þetta árið sökum heimsfaraldurs, á aðalfundi BÍS 2020 hefði átt að kjósa í stjórn og fastaráð í fyrsta sinn samkvæmt nýju stjórnskipulagi sem fest var í lög á Skátaþingi 2019. Tveir stjórnarmenn BÍS höfðu beðist lausnar frá embættum sínum frá síðasta Skátaþingi sökum anna og margir meðlimir fastaráða höfðu gert ráð fyrir að hætta störfum í apríl mánuði. Á sama tíma var sjálfboðaliði reiðubúinn að taka sæti í stjórn BÍS og mörg fleiri búin að bjóða sig í öll sæti fjögurra fastaráða BÍS en án aðalfundar ekki hægt að veita þeim umboð til verksins. Því var boðað til aðalfundar til að sækja tímabundið umboð til skátafélaganna þar til unnt yrði að halda Skátaþing.

STJÓRN FULLSKIPUÐ AFTUR FRAM AÐ SKÁTAÞINGI

Dagmar Ýr Ólafsdóttir, aðstoðarskátahöfðingi og formaður alþjóðaráðs, hafði sagt sig úr stjórn BÍS og með vísan í 22. grein laga BÍS  bar uppstillingarnefnd upp þá tillögu við félagsforingjafund að Þórhallur Helgason skipi stöðuna fram að aðalfundi, var tillagan samþykkt samhljóma af félagsforingjafundi. Stjórnin er þannig svo skipuð fram að aðalfundi:

Marta Magnúsdóttir, skátahöfðingi
Sævar Skaptason, gjaldkeri
Ásgerður Magnúsdóttir, meðstjórnandi
Björk Norðdahl, meðstjórnandi
Harpa Ósk Valgeirsdóttir, meðstjórnandi
Jón Halldór Jónasson, meðstjórnandi
Þórhallur Helgason, meðstjórnandi

TILVONANDI FULLTRÚAR NÝRRA FASTARÁÐA STARFA Í VINNUHÓPUM FRAM AÐ SKÁTAÞINGI

Uppstillingarnefnd lagði þá tillögu fram við félagsforingjafund að stjórn BÍS hefði umfram lögbundið umboð sitt til að skipa vinnuhópa, umboð félagsforingjafundar til að skipa tilvonandi fulltrúa nýrra fastaráða í vinnuhópa sem skyldu starfa fram að Skátaþingi 2020. Í ljósi þess að sjálfkjörið var í öll nýju fastaráðin væri heppilegt fyrir skátahreyfinguna ef að þessir öflugu sjálfboðaliðar gætu tekið til starfa sem allra fyrst. Tillagan var samþykkt samhljóma.

TILKYNNT UM FRESTUN LANDSMÓTS

Stjórn BÍS tilkynnti félagsforingjafundi sameiginlega ákvörðun sína og mótstjórnar um að fresta Landsmóti skáta halda átti 8. - 14. júlí 2020 til sumarsins 2021.

FREKARI UPPLÝSINGAR UM FUNDINN AÐ FINNA Í FUNDARGERÐ

Fundargerð félagsforingjafundar má sækja með að smella hér.


Leiðbeinandi í Útilífsskóla Ægisbúa (Vesturbærinn)

Elskarðu krakka?

Leiðbeinandi í Útilífsskóla Ægisbúa - sumarstarf

Skátafélagið Ægisbúar í Vesturbæ óskar eftir því að ráða sumarstarfsfólk á aldrinum 18-25 ára til að sinna leiðbeinendastörfum í Útilífsskóla Ægisbúa, sem eru námskeið fyrir 8-12 ára börn, þar sem þátttakendur stunda útivist, kynnast öðrum krökkum og vinna skemmtileg verkefni í anda skátastarfs. 

Helstu verkefni:

  • Samskipti við börn í uppbyggilegu starfi
  • Taka þátt í dagskrárgerð
  • Þátttaka í útivist og ævintýralegri dagskrá í anda skátastarfs 

Hæfniskröfur:

  • Umsækjendur þurfa að vera á aldrinum 18-25 ára
  • Metnaður, frumkvæði og hugmyndaauðgi
  • Reynsla af starfi með börnum er æskileg
  • Reynsla af útivist og/eða æskulýðsstarfi er kostur

Frekari upplýsingar veitir Einar B. Árnason, skólastjóri Útilífsskóla Ægisbúa, einararnason@gmail.com, 894-6661. Umsóknarfrestur er til 20. maí, 2020.


Skólabúðir á Úlfljótsvatni

Skólabúðirnar á Úlfljótsvatni eru að fara aftur í gang og búast má við miklu fjöri þegar staðurinn fyllist aftur af krökkum. Margir leikskólahópar munu einnig mæta á staðinn í dagsferðir nú í vor. Margir hópar munu koma nú í maí og byrjun júní þar sem fyrr í vor þurfti að loka vegna heimsfaraldursins. Þar má nefna skóla úr Reykjavík, af Reykjanesinu, Kópavogi, Garðabæ og Selfossi.
Því má svo sannarlega segja að starfsfólk Úlfljótsvatns er hæstánægt með að nú megi það mæta aftur og halda uppi fjöri á Úlfljótsvatni!

Tjaldsvæðið við Úlfljótsvatn opnar föstudaginn 15. maí en þar verða gerðar einhverjar ráðstafanir vegna fjöldatakmarkana.

Nánari upplýsingar um skólabúðir og dagsferðir veitir Hulda María.


Lokafærslan: Happdrætti og merki

Happdrætti og merki

Við viljum byrja á því að þakka öllum fyrir frábæra þátttöku! Við sendum sérstakar þakklætiskveðjur til sjálfboðaliðanna okkar sem hjálpuðu til við að gera þetta verkefni að veruleika.

Við ætlum að draga út spennandi vinninga og deila út til þeirra sem tóku þátt. Til að fara í pottinn þarft þú að gera verkefni úr #stuðkví, setja á Instagram og merkja með myllumerkjunum #stuðkví og #skátarnir. Ef þið eruð með lokað Instagram eða notið ekki þann miðil geti þið sent tölvupóst á kolbrun@skatar.is og þá komist þið í pottinn!

Dregið verður í beinni á Facebook 18.maí kl 16:00

Auk þess fá allir sem vinna 10 verkefni sérstakt #stuðkví merki. Til að fá merkið þurfi þið að fylla út formið hér að neðan:


Privacy Preference Center