Skólabúðir á Úlfljótsvatni

Skólabúðirnar á Úlfljótsvatni eru að fara aftur í gang og búast má við miklu fjöri þegar staðurinn fyllist aftur af krökkum. Margir leikskólahópar munu einnig mæta á staðinn í dagsferðir nú í vor. Margir hópar munu koma nú í maí og byrjun júní þar sem fyrr í vor þurfti að loka vegna heimsfaraldursins. Þar má nefna skóla úr Reykjavík, af Reykjanesinu, Kópavogi, Garðabæ og Selfossi.
Því má svo sannarlega segja að starfsfólk Úlfljótsvatns er hæstánægt með að nú megi það mæta aftur og halda uppi fjöri á Úlfljótsvatni!

Tjaldsvæðið við Úlfljótsvatn opnar föstudaginn 15. maí en þar verða gerðar einhverjar ráðstafanir vegna fjöldatakmarkana.

Nánari upplýsingar um skólabúðir og dagsferðir veitir Hulda María.