Nota Hleiðru fyrir útilífsnámskeiðin

Helga Þórey

Félagar í Skjöldungum hafa staðið í stórræðum undanfarið við endurnýjun Hleiðru, skátaskála síns við Hafravatn. „Við erum að gera Hleiðru nothæfa á ný,“ segir Helga Þórey Júlíudóttir, félagsforingi Skjöldunga og í vídeó viðtalinu hér að neðan segir hún nánar frá verkefninu.

Sjálfboðaliðar hafa unnið mikið verk á liðnum vikum, en þau hittast alla þriðjudaga og fimmtudaga. Unnið er að endurnýjun palla, gróðursetningar og grisjunar á skógi umhverfis Hleiðru.

Helga Þórey segir að Skjöldungar hafi ákveðið að stökkva í þetta verkefni í miðju Covid-faraldrinum til að geta boðið upp á útilífsnámskeiðin í sumar, en það leit út fyrir að ekki væri hægt að halda námskeiðin með hefðbundum hætti. Skjöldungar hafa verið með sín námskeið í skátaheimilinu í Sólheimum og nýtt sér nálægð við Laugardalinn og aðstöðu sem þar er s.s. sundlaugar og fjölskyldu- og húsdýragarðinn.

Námskeið Skjöldunga í sumar verða þrjá daga í Hleiðru og tvo daga í Sólheimum. „Nú verða námskeiðin í raun meiri útilífsnámskeið,“ áréttar Helga Þórey.

Tengt efni: