- Þessi event er liðinn
Ungt fólk og lýðræði
Um viðburðinn:
Ungmennaráð UMFÍ ætlaði að halda ráðstefnuna Ungt fólk og lýðræði í vor. Það gekk auðvitað ekki vegna samkomubannsins og því var henni frestað. Nú er hins vegið komið að því!
Ungmennaráðstefnan Ungt fólk og lýðræði verður haldin 17. september í ráðstefnu- og tónlistarhúsinu Hörpu. Við ætlum að vera einstaklega dugleg að fylgja sóttvarnarreglum og minna aðra á það í kringum okkur til að passa upp á okkur og fólkið í kringum okkur. Ráðstefnan er auglýst með þeim fyrirvara að sóttvarnarreglur verði ekki hertar frekar. Ef til þess kemur þá munu þau grípa til viðeigandi ráðstafana.
Hvað er Ungt fólk og lýðræði?
Ungmennaráðstefnan Ungt fólk og lýðræði leggur áherslu á að efla lýðræðislega þátttöku ungs fólks í leik og starfi. Þar er lögð áhersla á að einstaklingar geti styrkt sjálfsmynd sína og tekið upplýstar ákvarðanir um eigið líf og lífsstíl. Ráðstefnan hefur verið haldin árlega frá árinu 2009 og hefur því fest sig í sessi á meðal mikilvægustu viðburða fyrir ungt fólk á Íslandi. Aðalstyrktaraðili ráðstefnunnar eru Erasmus+
Yfirskrift ráðstefnunnar er: Lýðræðisleg áhrif. Hvar, hvenær og hvernig getur ungt fólk haft áhrif?
Ráðstefnan er ætluð ungu fólki á aldrinum 16–25 ára og þarf fullorðinn einstaklingur að fylgja þátttakendum yngri en 18 ára. Fjöldi þátttakenda er takmarkaður og komast aðeins 4-5 skátar á ráðstefnuna. Dagskráin verður með fjölbreyttu sniði en má til dæmis nefna kynningar, málstofur, hópefli og önnur skemmtilegheit.
Þátttökugjald og styrkir
Þátttökugjald er 5.900 kr. fyrir hvern einstakling. Innifalið í gjaldinu eru ráðstefnugögn og veitingar og styrkir UMFÍ 80% af ferðakostnaði. Skila þarf inn kvittunum til þess að fá styrk fyrir ferðakostnaði.
Auk þess bendum við á Styrktarsjóð skáta en þar er hægt að sækja um styrk fyrir þátttökugjaldinu.
Þetta er kjörið tæfifæri til að kynnast drífandi fólki utan skátanna sem eru að vinna að sömu gildum og við, að valdefla ungmenni. Sæktu um hér að neðan en umsóknarfrestur er til 4. september og munum við vera í sambandi við alla umsækjendur 5. september.
Athygli er vakin á því að viðburðurinn er með öllu vímuefnalaus, á það einnig við um rafsígarettur.
Smelltu hér til þess að skrá þig.
Klst
Min
Sek
Lykilupplýsingar
- Dagsetning:
- 17/09/2020
- Kostnaður:
- 5900kr
- Aldurshópar:
- Rekkaskátar, Róverskátar
Skipuleggjandi
- Ungmennaráð UMFÍ
Staðsetning
- Tónlistarhúsið Harpa