Hleð Viðburðir
  • Þessi event er liðinn

Námskeið fyrir vetrarstarfsfólk

Um viðburðinn:

Vegna eftirspurnar frá skátafélögum mun starfsfólk BÍS og SSR halda námskeið fyrir starfsfólk skátafélaganna starfsárið 2020 – 2021.

Á námskeiðinu verður farið yfir helstu verkefni sem starfsfólk skátafélaganna þarf að sinna, hvaða verkfæri standa þeim til boða og hvaða stuðning þau geta sótt frá SSR og/eða BÍS. Einnig verður farið yfir góð vinnubrögð til að tileinka sér í svo sjálfstæðu starfi, hvernig skuli setja sér markmið og fylgja þeim eftir, hvernig ber að varast iðjuleysi og hvernig gott sé að veita stjórn skátafélagsins yfirsýn yfir vinnu sína.

Á námskeiðinu gefst starfsfólki síðan frekari kostur á að sækja sér frekari stuðning eftir persónulegri þörf frá starfsfólki SSR / BÍS.

Sama námskeið verður haldið tvö ólík kvöld þann 8. og 17. september til að tryggja með sem bestu móti að flestir geti nýtt sér námskeiðið. Námskeiðið mun fara fram í Hraunbæ 123, það kostar 5.000 krónu og innifalið verður kvöldmáltíð og útprentuð gögn. Reikningur verður sendur á skátafélag að námskeiði loknu.

Skráningarfrestur er til og með 14. september.

Staðsetning viðburðar á korti

Klst

Min

Sek

Lykilupplýsingar

Dagsetning:
17/09/2020
Tími
18:00 - 22:00
Aldurshópar:
Rekkaskátar, Róverskátar, Eldri skátar

Skipuleggjandi

Bandalag íslenskra skáta
Sími:
550-9800
Netfang:
skatarnir@skatarnir.is
Vefsíða:
View Skipuleggjandi Website

Staðsetning

Skátamiðstöðin
Hraunbær 123
Reykjavík, Reykjavík 110 Iceland
+ Google Map
Sími:
5509800
Vefsíða:
View Staðsetning Website