UMSÓKN Í STYRKTARSJÓÐ SKÁTA
Styrktarsjóður skáta veitir einstaklingum og skátahópum fjárstyrki fyrir ýmsum ólíkum verkefnum skátahreyfingunni til heilla. Sjóðurinn starfar samkvæmt gildandi reglugerð og eru umsækjendur hvött til að kynna sér hana.
Á þessari síðu er að finna rafræna umsókn í styrktarsjóðinn sem áhugasamir umsækjendur geta fyllt út og sent beint til stjórnar sjóðsins. Til að umsókn sé gild ber umsækjanda að fylla út alla reiti á þessari síðu. Hvetjum við umsækjendur að vanda umsókn og styrkir það verkefni að stjórn sjóðsins fái góða mynd af fyrirliggjandi áætlunum og þeim undirbúningi sem kann að hafa farið fram.
Hægt er að sækja um og fá úthlutaða styrki undir 100.000 krónum allt árið en styrkir að hærri upphæð eru afgreiddir þrisvar á ári; 20 ágúst, 20. desember og á Skátaþingi. Umsóknarfrest lýkur fimm dögum fyrir hverja úthlutun. Engin einn aðili getur fengið meira en 50% af úthlutun hvers árs.