Views Navigation

Viðburður Views Navigation

Today

Afmæli skátastarfs á Íslandi

Skátarnir á Íslandi fagna 112 ára afmæli þann 2. nóvember, en þann dag árið 1912 var fyrsta skátafélagið stofnað, Skátafélag Reykjavíkur ,,Í Fjósinu“ bak við Menntaskólann í Reykjavík.

Fálkaskátadagurinn 2024

Skátaheimili Landnema Háahlíð 9, Reykjavík, Iceland

Fálkaskátadagurinn er árlegur viðburður sem haldinn er fyrstu helgina í nóvember. Skátafélög skiptast á að halda daginn þar sem þau bjóða fálkaskátum landsins í heimsókn í sitt hverfi/bæjarfélag þar sem fálkarnir taka þátt í dagskrá og gleðjast saman. Gestgjafar Fálkaskátadagsins […]

Gilwell 2024 – 3. hluti

Útilífsmiðstöð skáta Úlfljótsvatni Útilífsmiðstöð skáta á Úlfljótsvatni, Grafningsvegur efri, Selfoss, Iceland

Þriðji hluti Gilwell verður haldinn í tjaldbúð á Úlfljótsvatni dagana 8. - 10. nóvember! Gilwell er tilvalið fyrir skáta, 20 ára og eldri, að upplifa 10 daga skátaævintýri sem inniheldur leiðtogaþjálfun og uppbyggingu einstaklingsins. Á Gilwell fá þátttakendur að efla og […]

Dróttkraftur 2024 – Landvættir

Blönduós Blönduós, Iceland

Dróttkraftur er viðburður fyrir alla dróttskáta á vegum Leiðbeinendasveitarinnar. Dagskrá DróttKrafts byggist á leikjum, reynslunámi og samvinnu skátanna í flokkum. Þannig fá skátarnir tækifæri til að kynnast öðrum dróttskátum á landinu, æfa sig í því að vera leiðtogar á meðal […]

26.500kr

FRESTAÐ – Samskipti og siðareglur – Námskeiðaáætlun ÆV

KFUM og KFUK Holtavegur 28, Reykjavík, Iceland

Siðareglur eru mikilvægur hlekkur í því að standa vörð um hagsmuni barna og ungmenna sem taka þátt í íþrótta- og æskulýðsstarfi og til að tryggja öryggi þeirra, sem og starfsfólks og sjálfboðaliða í starfinu. Æskulýðsvettvangurinn og þau félagasamtök sem saman […]

Frítt

Alþjóðlegur dagur sjálfboðaliða

Skátamiðstöðin Hraunbær 123, Reykjavík, Reykjavík, Iceland

Þann 5. desember næstkomandi er dagur sjálfboðaliðans og viljum við í Skátamiðstöðinni þakka okkar sjálfboðaliðum kærlega fyrir allt þeirra framlag til skátahreyfingarinnar og bjóða þeim að koma í Hraunbæ 123 og þyggja léttar veitingar kl. 15:00-17:00.

Jólaljósaslóði á Úlfljótsvatni

Útilífsmiðstöð skáta Úlfljótsvatni Útilífsmiðstöð skáta á Úlfljótsvatni, Grafningsvegur efri, Selfoss, Iceland

Við bjóðum ykkur velkomin á Úlfljótsvatn laugardaginn 14. desember til að fagna aðdraganda jóla, eiga góða og huggulega stund með fjölskyldu, vinum eða skátum, öll eru velkomin. Jólaskógurinn á Úlfljótsvatni geymir lítil ævintýri fyrir unga sem aldna, þar sem við […]

Gamlárspartý dróttskáta

Útilífsmiðstöð skáta Úlfljótsvatni Útilífsmiðstöð skáta á Úlfljótsvatni, Grafningsvegur efri, Selfoss, Iceland

Gamlárspartý dróttskáta er ævintýralegur viðburður á vegum útilífsmiðstöðvar skáta á Úlfljótsvatni. Viðburðurinn verður haldinn 26.-28. desember á ÚSÚ en skátarnir þurfa ekki fylgd foringja á viðburðinn heldur mæta á eigin spýtur, einir eða með vinum úr eigin eða öðru félagi. […]

15000kr.