- Þessi event er liðinn
Landsmót Fálkaskáta
Um viðburðinn:
Landsmót fálkaskáta verður fjögurra daga tjaldbúðarmót sem verður 30. júní til 3. júlí á Úlfljótsvatni. Komið á fimmtudagskvöldi og heim á sunnudegi.
Þemað verður „Þjóðlegt“ og með svipuðu sniði og mótið sem var á Laugum í Sælingsdal 2018.
Í umgjörðinni verður leitast við að draga fram þjóðlega arfinn í sögum og sögnum gamla tímans ásamt mismunandi handverki og öðrum viðfangsefnum.
Mótsgjaldið er 27.000 krónur en skátafélögin fá 1 skátaforingja frían með á mótið fyrir hverja 6 þátttakendur. Innifalið í mótsgjaldi er tjaldsvæðisgjald, dagskrá, öll dagskrá, einkenni og matur á meðan mótinu stendur. Sameiginlegur kostnaður félaganna vegna þátttöku er ekki innifalið í mótsgjaldi svo fyrirvari er gefin á að skátafélagið gæti lagt ofan á þetta gjald til að standa kostnað t.d. af sameiginlegri rútu eða öðru.
Skráning er opin, skráning lokar 14. júní.
Fyrsta upplýsingabréf mótstjórnar með nákvæmari upplýsingum um tjaldbúð, dagskrá og önnur efni tengt mótinu má finna hér:
Fréttabréf – Fálkaskátamót 22 – Bréf 1
Fréttabréf – Fálkaskátamót 22 – Bréf 2
Fréttabréf – Fálkaskátamót 22 – Bréf 3
Fréttabréf – Fálkaskátamót 22 – Bréf 4
SKRÁNING SJÁLFBOÐALIÐA Á MÓTIÐ
Þó dagskrárpóstar séu í umsjón úrvalsliðs þarf fleiri sjálfboðaliða þeim til aðstoðar í ýmis önnur viðvik eins og aðstoð í eldhúsi, frágang og fleira.
Öll aðstoð 16 ára eða eldri er vel þegin hvort sem er allt mótið eða bara hluta og endilega taka fram ef það er eitthvað sérstakt hlutverk eða verkefni sem ykkur langar.
Vilt þú hjálpa til á fálkaskátamóti – frekari upplýsingar má nálgast hér
Hér er svo hægt að skrá sig sem sjálfboðaliða.
Staðsetning viðburðar á korti
Klst
Min
Sek
Lykilupplýsingar
- Byrjar:
- 30/06/2022 @ 19:00
- Endar:
- 03/07/2022 @ 17:00
- Kostnaður:
- 27000kr
- Aldurshópar:
- Fálkaskátar
Staðsetning
- Útilífsmiðstöð skáta Úlfljótsvatni
-
Útilífsmiðstöð skáta á Úlfljótsvatni
Grafningsvegur efri, Selfoss 801 Iceland - Sími:
- 482-2674
- Vefsíða:
- View Staðsetning Website