Starfsfólk Landsmót Fálkaskáta 2022

 

Hjálparar. Þó dagskrárpóstar séu í umsjón úrvalsliðs þarf fleiri sjálfboðaliða þeim til aðstoðar í ýmis önnur viðvik eins og aðstoð í eldhúsi, frágang og fleira.

Öll aðstoð 16 ára eða eldri er vel þegin hvort semer allt mótið eða bara hluta og endilega taka fram ef það er eitthvað sérstakt hlutverk eða verkefni sem ykkur langar. 

Í boði er gisting í skála og matur. Áætlað er að það verði búið að ganga frá tveimur til þremur tímum eftir slit.  Eftir það setjumst við öll sem komu að skipulagningu, hjálparar o.s.frv.  og njótum samveru yfir góðum mat. 

Það er vissulega áskorun að vera sjálfboðaliði á skátamóti, að leggja af mörkum til að mótið verði sem allra best, eflast sem skáti og manneskja, kynnast nýju, læra nýtt, uppskera og verða stoltur af að hafa tekið þátt, verið með í þessu.    

Þeir sem vilja vera hjálparar á fálkaskátamóti 2022 skrá sig hér