Heimaverkefni - Ramba
Ramba
Heimaverkefni fyrir fjarskáta
Verkefni vikunnar er áskorun að vinna ykkur inn færnimerkið Ramba. Markmiðið er að klára verkefnin hérna fyrir neðan og senda á foringjana ykkar. Þegar þið hafið klárað verkefnið hafið þið unnið ykkur inn merkið sjálft.
Aukaverkefni eru verkefni sem þarf ekki að klára til að fá merkið, en getur verið skemmtilegt að gera. Bæði getur það verið góð áskorun, eða skemmtileg viðbót.
Þið hafið þangað til í næstu viku til að klára þetta verkefni
Um merkið
Sem skáti þarftu að vera ábyrgur og geta tekist á við ólíkar áskoranir. Því er mikilvægt að þér líði vel við nýjar og framandi aðstæður og vitir hvert á að halda og hvað á að gera hverju sinni.
Verkefnin
- Kannið umhverfið ykkar
- Ef þið þekkið ekki vel svæðin í kringum heimilið ykkar eða skólann ykkar er sniðugt að byrja þetta verkefni á því að fara í leiðangur og skoða ykkur um. Hvað er merkilegt á leiðinni í skólann, eða heim til vinar, hvernig munið þið hvert á að fara?
- Búa til kort
- Aðal verkefni vikunnar er að búa til kort, eins og fjarsjóðskort. Á kortinu eiga að koma fram kennileiti, hlutir sem að er auðvelt að þekkja og rata eftir. Hér fyrir neðan eru svo hlutir sem gott er að hafa á kortinu ykkar.
- Heima
- Skólinn
- Heimili vina
- Besta leiðin í skólann
- Skátaheimilið
- Besti staðurinn til að fela fjársjóð
- Kunna símanúmer foreldra
- Kannt þú símanúmerið hjá foreldrum þínum utan af? Ef ekki skaltu taka smá tíma í að reyna að leggja það á minnið. Gott er að reyna nokkrum sinnum að slá það inn í símann til að prófa. Það er mjög mikilvægt að geta hringt í foreldra sína ef þú skildir óvart týnast.
- Rata eftir korti.
- Þegar kortið er tilbúið er kominn tími til að prófa það. Finndu þér góðann tíma til að fara í stuttan göngutúr. Ef þú hefur tök á því bjóddu einhverjum með og fáðu þau til að reyna að rata eftir kortinu þínu sem þú teiknaðir.
- Aukaverkefni
- Láta vin fylgja kortinu
- Þú og vinir getið skipts á kortum og reynt að finna hvar þið mynduð fela fjársjóðinn hjá hvor öðru.
- Skátadulmál
- Skátarnir eiga sitt eigið dulmál og geta þannig sent skilaboð til hvors annars án þess að neinn annar veit af. Þú getur notað það til þess að fela leyni skilaboð á kortinu þínu.
https://skatarnir.is/verkefni-7-gatur-og-thrautir/
- Skátarnir eiga sitt eigið dulmál og geta þannig sent skilaboð til hvors annars án þess að neinn annar veit af. Þú getur notað það til þess að fela leyni skilaboð á kortinu þínu.
- Náttúrubíngó
- Á meðan þú ert í göngutúrnum þínum getur þú farið í náttúrubingó. Þá getur þú keppt með þeim sem fóru í göngutúr með þér.
https://skatarnir.is/verkefni-16-natturubingo/
- Á meðan þú ert í göngutúrnum þínum getur þú farið í náttúrubingó. Þá getur þú keppt með þeim sem fóru í göngutúr með þér.
- Láta vin fylgja kortinu
- Aðal verkefni vikunnar er að búa til kort, eins og fjarsjóðskort. Á kortinu eiga að koma fram kennileiti, hlutir sem að er auðvelt að þekkja og rata eftir. Hér fyrir neðan eru svo hlutir sem gott er að hafa á kortinu ykkar.
Heimaverkefni - Endurvinnsla
Endurvinnsla
Heimaverkefni fyrir fjarskáta

Verkefni vikunnar er áskorun að vinna ykkur inn færnimerkið Endurvinnsla. Markmiðið er að klára verkefnin hérna fyrir neðan og senda á foringjana ykkar. Þegar þið hafið klárað verkefnið hafið þið unnið ykkur inn merkið sjálft.
Aukaverkefni eru verkefni sem þarf ekki að klára til að fá merkið, en getur verið skemmtilegt að gera. Bæði getur það verið góð áskorun, eða skemmtileg viðbót.
Þið hafið þangað til í næstu viku til að klára þetta verkefni
Um merkið
Við eigum aðeins eina jörð og til þess að við sem hana byggjum getum notið hennar sem lengst er mikilvægt að við göngum vel um hana. Skátar taka virkan þátt í að reyna að vernda jörðina og viðhalda henni og það er best gert með því að vita hvernig við höfum áhrif á hana og hvað við getum gert til að minnka skaðleg áhrif okkar.
Verkefnin
- Skoða hvernig er flokkað heima
- Gott er að byrja þetta verkefni á að skoða vel hvernig hlutum er hent heima. Athugið hvernig flokkun er háttað til að geta svarað eftirfarandi spurningum
- Er flokkað pappír og plast sér?
- Eru glerkrukkur og annað gler flokkað eða endurnýtt eftir notkun?
- Eru áldósir flokkaðar eða endurnýttar eftir notkun?
- Flokka í fimm daga
- Núna er markmiðið ykkar að flokka i fimm daga á heimilinu ykkar. Gott er að taka til fötur eða kassa sem hægt er að merkja og safna saman í eftir flokkum. Markmiðið ykkar er að flokka eftirfarandi flokka, en auðvitað er hægt að vera með fleiri flokka.
- Pappír
- Plast
- Málmur
- Gler
- Fara með það sem flokkað var í endurvinnslu.
- Þegar þið eruð búin að flokka í fimm daga er komið að því að tæma flokkunar tunnurnar. Finnið næsta flokkunarstöð frá ykkar heimili. Það getur verið flokkunartunna úti, grenndargámar eða flokkunarstöð Sorpu.
- Núna er markmiðið ykkar að flokka i fimm daga á heimilinu ykkar. Gott er að taka til fötur eða kassa sem hægt er að merkja og safna saman í eftir flokkum. Markmiðið ykkar er að flokka eftirfarandi flokka, en auðvitað er hægt að vera með fleiri flokka.
Aukaverkefni
- Gefa gamalt dót
- Ef þið eigið dót sem þið eruð ekki að leika ykkur með lengur, getur verið gott að gefa einhverjum það. Hægt er að gefa yngri systkinum eða skyldmennum, eða að fara með dót á nytjamarkaði eins og góða hirðinn þar sem dótið fær að halda áfram að gleðja einhvern annan.
- Búa til innkaupapoka úr gömlum bol
- Ef þið eigið gamlan bol sem þið passið ekki lengur í, eða er orðinn tættur og skemmdur getið þið búið til endurnýtanlegan poka úr honum eins og sýnt er hér https://www.youtube.com/watch?v=zgpaM3u2zng
Aðstoðarkokkur
Heimaverkefni fyrir fjarskáta

Verkefni vikunnar er áskorun að vinna ykkur inn færnimerkið Aðstoðarkokkur. Markmiðið er að klára verkefnin hérna fyrir neðan og senda á foringjana ykkar. Þegar þið hafið klárað verkefnið hafið þið unnið ykkur inn merkið sjálft.
Aukaverkefni eru verkefni sem þarf ekki að klára til að fá merkið, en getur verið skemmtilegt að gera. Bæði getur það verið góð áskorun, eða skemmtileg viðbót.
Þið hafið þangað til í næstu viku til að klára þetta verkefni
Um merkið
Matur er ekki bara öllum nauðsynlegur, að taka þátt í að búa hann til er líka afar spennandi og skemmtilegt verkefni, sem bíður upp á fullt af möguleikum. Hér færð þú tækifæri til að læra hvernig á að elda einfaldan mat og að geta gert það sjálf/ur.
Verkefnin
- Búa til matseðil
- Fyrsta skrefið í þessu verkefni er að ákveða hvað á að vera í matinn. Ákveðið með foreldrum hvað á að vera í matinn næstu fimm daga og skoðið hvað þarf af hráefni í þær máltíðir. Við mælum með að skoða uppskriftir annaðhvort í bókum eða á netinu, til að finna eitthvað sem er gott, fjölbreytt og næringarríkt.
- Innkaup
- Næsta skref er að aðstoða foreldra við að setja saman innkaupalista og ef tækifæri gefst að hjálpa til við innkaupin sjálf. Ef þið komist ekki með í innkaupin, þá er það allt í lagi. Gott er að skoða hvað er til nú þegar heima, og athuga hvort það sé hægt að nota það.
- Næsta skref er að aðstoða foreldra við að setja saman innkaupalista og ef tækifæri gefst að hjálpa til við innkaupin sjálf. Ef þið komist ekki með í innkaupin, þá er það allt í lagi. Gott er að skoða hvað er til nú þegar heima, og athuga hvort það sé hægt að nota það.
- Eldamennska
- Seinasta skrefið í þessu verkefni er að hjálpa til við að elda að minnsta kosti eina máltíð. Passið að fara vel eftir leiðbeiningum foreldra, bæði til að geta fylgt uppskrift vel, og svo þið slasið ykkur ekki.
- Aukaverkefni
- Eftirréttur
- Eftir góða máltíð getur verið gott að fá sér smá eftirrétt. Sem aukaverkefni getið þið búið til eftirrétt. Það getur verið eitthvað skemmtilegt eins og kókosbollur eða annan gómsætan eftirmat.
- Frágangur
- Aðstoðið við tiltekt eftir mat, að taka af borði, ganga frá matnum, og vaska upp. Ef þið eruð með uppþvottavél getið þið hjálpað við að raða í hana og í leiðinni lært hvað má fara í uppþvottavélina og hvert það fer.
- Eftirréttur
17/01/2022






