Gilwell útskrift

5. skref Gilwell leiðtogaþjálfunar og útskrift Gilwell nema fór fram á Úlfljótsvatni um helgina. 22 nemar luku sinni Gilwell vegferð með glæsibrag! Við óskum þeim til hamingju með áfangann.

Gilwell leiðtogaþjálfun er frábært tækifæri fyrir skáta 18 ára og eldri til þess að efla sig í starfi og eigin lífi. Gilwell eflir leiðtogahæfileika og skerpir og eykur þekkingu einstaklinga, hvort sem það er í skátastarfi eða utan þess.
Fullorðnir sjálfboðaliðar eru mjög mikilvægir innan skátahreyfingarinnar. Án þeirra væri ómögulegt að hafa öruggt og eflandi starf fyrir skátana okkar. Þess vegna er mikilvægt að bjóða upp á góða þjálfun fyrir fullorðnu sjálfboðaliðana okkar, og mjög ánægjulegt að sjá þann fjölda af áhugasömum og kröftugum einstaklingum sem taka þátt í leiðtogaþjálfuninni.