Dagskrárstjóri Útilífsmiðstöðvar skáta á Úlfljótsvatni

Dagskrárstjóri ÚSÚ óskast
Í boði er spennandi starf í kraftmiklu umhverfi. Leitað er að einstaklingi sem getur axlað ábyrgð og tekist á við krefjandi verkefni auk þess að sýna frumkvæði og metnað í starfi. Starfinu fylgir húsnæði á staðnum. Starfið er tímabundið til haustsins til að byrja með en getur orðið heilsárs staða.

Starfssvið dagskrárstjóra:

  • Vinnur að stefnumótun og þróun dagskrárliða
  • Stýrir dagskrá fyrir skólabúðir, tjaldbúðagesti og innlenda og erlenda skátahópa
  • Umsjón með hópeflis- og hvataferðum fyrir fyrirtæki og hópa
  • Markaðssetning, kynning og samskipti við viðskiptavini
  • Önnur tilfallandi verkefni

Menntun og reynsla:

  • Háskólamenntun eða reynsla sem nýtist í starfi
  • Lipurð í samskiptum, frumkvæði og sjálfstæði
  • Stjórnunar- og leiðtogahæfileikar með áherslu á skipulögð vinnubrögð
  • Góð íslensku- og enskukunnátta ásamt hæfni til að tjá sig í ræðu og riti
  • Reynsla af skátastarfi er skilyrði

Nánari upplýsingar veitir Jakob Guðnason staðarhaldari ÚSÚ í síma 894-2074 eða á jakob@skatar.is Umsóknarfrestur rennur út mánudaginn 4. febrúar 2019 og skal umsóknum ásamt ferilskrá skilað á skrifstofu BÍS merkt „Dagskrárstjóri“ eða sent á netfangið kristinn@skatar.is