Lokað vegna Skátaþings

Skátamiðstöðin er lokuð föstudaginn 1. apríl og mánudaginn 4. apríl af sökum vinnu starfsmanna skátamiðstöðvarinnar að Skátaþingi sem fer fram helgina 1 - 3 apríl.
Erindi meiga berast á póstfangið okkar skatarnir@skatarnir.is sem svarað verður 5. apríl.
Nýtt fyrirkomulag erindreksturs

Um lok seinasta árs voru gerðar talsverðar breytingar á skipulagi Skátamiðstöðvarinnar. Breytingar sem ætlaðar eru til þess að auka þjónustu og stuðning við skátafélög og sjálfboðaliða. Meðal breytinga voru að nú starfa þrír erindrekar, með það markmið að þjónusta og styðja félögin í starfi sínu en tveir nýir erindrekar voru ráðnir inn um áramótin; Halldór Valberg og Sædís Ósk.
Þau hafa síðustu mánuði verið að kynnast starfsemi Skátamiðstöðvarinnar, fá fræðslu um stöðu skátahreyfingarinnar á hinum ólíku sviðum og um starfsemi hvers skátafélags fyrir sig og verkefnum tengdum erindrekstrinum til þessa. En einnig hefur nýtt teymi erindreka verið að endurmeta þessi verkefni og huga að því hvernig megi áfram bæta þjónustuna í framtíðinni og einfalda mikilvæg ferli.
Fyrsta skrefið sem ákveðið var að taka er að skipta félögunum formlega niður svo að hvert félag eigi sinn erindreka sem stjórnir og skátaforingjar viti að þau geti leitað til eftir stuðningi. Þannig er vonandi betur hægt að tryggt jafna þjónustu við öll skátafélög, byggja upp traustara samband við félagsráð hvers skátafélags en einnig einfalda skátafélögum öll samskipti við Skátamiðstöðina.
Erindrekarnir halda þó áfram að vinna sem teymi að öllum verkefnum og munu áfram vinna saman þvert á þessa skiptingu við stuðning verkefna eftir þeirra styrkleikum og þekkingu hverju sinni. En nú geta félögin alltaf treyst á þennan aðila til að hjálpa sér að finna bestu lausnina á sínum áskorunum. Þar að auki verður þessi erindreki tengiliður skátafélagsins þegar kemur að nokkurs konar upplýsingamiðlun til Skátamiðstöðvarinnar eða BÍS og geta sent öll gögn, allar fyrirspurnir og öll önnur mál sem þau vita ekki alveg nákvæmlega hverjum öðrum þau ættu að berast tengt skátastarfinu.
Erindrekarnir munu í næstu viku senda sínum skátafélögum ögn persónulegri póst og reyna að dagsetja fund með stjórnum í mars og apríl. Þá fara núna að berast nokkuð ört upplýsingar um aldursbilamótin í sumar, Skátaþing og ýmislegt annað sem mun héðan af berast félögunum í gegnum erindreka.
Skipting erindreka á skátafélög er eftirfarandi:

Sigurgeir B. Þórisson
Netfang: sigurgeir@skatarnir.is
Sími: 550 9801 / 867 0604
- Skátafélag Akranes
- Skátafélagið Árbúar
- Skátafélagið Farfuglar
- Skátafélagið Faxi
- Skátafélagið Garðbúar
- Skátafélagið Hafernir
- Skátafélagið Heiðabúar
- Skátafélagið Klakkur
- Skátafélagið Mosverjar
- Skátafélagið Kópar
- Skátafélagið Svanir
- Skátafélagið Vogabúar

Sædís Ósk Helgadóttir
Netfang: saedis@skatarnir.is
Sími: 550 9805 / 661 6433
- Skátafélagið Eilífsbúar
- Skátafélagið Fossbúar
- Skátafélagið Hraunbúar
- Skátafélagið Landnemar
- Skátafélagið Segull
- Skátafélagið Skjöldungar
- Skátafélagið Stígandi
- Skátafélagið Strókur
- Skátafélagið Vífill
- Skátafélagið Ægisbúar
- Skátafélagið Örninn
Skátaþing 2022 - Fundarboð

Hægt er að sækja fundarboð Skátaþings 2022 á pdf með því að smella hér.
Með bréfi þessu boðar stjórn Bandalags íslenskra skáta til Skátaþings 2022.
Þingið verður haldið dagana 1.-3. apríl á Bifröst og hefst með setningu kl. 18:00 föstudaginn 1. apríl og lýkur sunnudaginn 3. apríl kl. 15:00. Aðstaðan opnar kl. 16:00 og afhending þingagna fer fram frá kl. 17:00.
Dagskrá þingsins er skv. 21. grein laga BÍS og skv. 17. grein laga BÍS skal kosningaár fara fram á sléttu ártali. Einnig er rétt að vekja sérstaka athygli á greinum 18.-20. í lögum BÍS sem fjalla um Skátaþing.
Allir starfandi skátar hafa rétt til að sitja Skátaþing með málfrelsi og tillögurétt óháð aðildarleið. Skátar 16 ára og eldri geta farið með 1 atkvæði félags sem þau eru skráð í. Skátafélög eru hvött til að vekja athygli sinna skáta á þinginu. Öll sem hyggjast taka þátt skulu skv. 18. grein laga BÍS skrá sig á skraning.skatarnir.is fyrir 25. mars klukkan 18:00. Félagsforingjar eða annað stjórnarfólk skátafélaganna skal skila kjörbréfum rafrænt þar sem tilgreindir eru aðal- og varafulltrúar skátafélags á þinginu.
Þátttökugjald er 4.500 kr., innifalin eru þinggögn, léttar veitingar á föstudagskvöldi og báða morgna, hádegisverður á laugardegi og sunnudegi og dagskrá sem verður boðið upp á samhliða þinginu.
Hægt verður að bóka herbergi og íbúðir til að gista í á Bifröst fyrir einstaklinga eða hópa og verður það auglýst sérstaklega þegar lokatala herbergja berst frá Bifröst. Einnig verður auglýstur sérstakur hátíðarkvöldverður á laugardegi þingsins. Öll skráning fyrir slíkt mun fara fram í Sportabler og verður eingöngu aðgengileg þeim sem skráð eru á Skátaþing.
Eftirtalin hlutverk eru laus til kjörs á Skátaþingi 2022:
Stjórn
Skátahöfðingi
Gjaldkeri
Fimm meðstjórnendur
Fastaráð
Þrjú sæti í alþjóðaráði
Þrjú sæti í starfsráði
Þrjú sæti í stjórn Skátaskólans
Þrjú sæti í útilífsráði
Annað
Fimm sæti í uppstillingarnefnd
Þrír félagslegir skoðunarmenn reikninga
Löggiltur endurskoðandi
Kjörin á Ungmennaþingi 2022
Áheyrnarfulltrúi ungmenna í stjórn BÍS
Þrjú sæti í ungmennaráði
Framboðstilkynningar og tillögur um fólk í þessi hlutverk óskast sendar hið fyrsta og eigi síðar en 11. mars kl. 18:00 á uppstillingarnefnd á netfangið uppstillingarnefnd@skatarnir.is. Með fundarboði fylgir tilkynning frá uppstillingarnefnd þar sem má finna nánari upplýsingar og lýsingu á hverju hlutverki fyrir sig.
Sérstök athygli er vakin á því að ekki er hægt að skila framboðum á þinginu sjálfu.
| Uppstillingarnefnd skipa: | ||||
| Berglind Lilja Björnsdóttir | s. 659-1366 | berglindliljab@gmail.com | ||
| Birgir Ómarsson | s. 895-7551 | biggiomars@gmail.com | ||
| Katrín Kemp Stefánsdóttir | s. 824-1865 | katrinkemp@kopar.is | ||
| Sigurður Viktor Úlfarsson, form | s. 854-0074 | siggiulfars@gmail.com | ||
| Sædís Ósk Helgadóttir | s. 661-6433 | saedis@skatarnir.is | ||
Mikilvægar dagsetningar fram að Skátaþingi:
Rétt er að vekja athygli á eftirfarandi dagsetningum fram að þingi samkvæmt gildandi lögum BÍS.
- mars kl. 00:01 – Fresti skátafélaga til að standa skil á gögnum til skrifstofu BÍS lýkur.
4. mars kl. 18:00– Fresti til að skila tillögum að lagabreytingum til stjórnar BÍS lýkur.
11. mars kl. 18:00– Fresti til að tilkynna framboð til uppstillingarnefndar lýkur.
11. mars kl. 18:00 – Fresti til að skila beiðnum um upptöku mála á Skátaþingi til stjórnar BÍS lýkur.
15. mars kl. 18:00 – Fresti uppstillinganefndar til að ljúka störfum lýkur.
18. mars kl. 18:00 – Fresti stjórnar BÍS til að senda félagsforingjum þinggögn, framboðslista og drög að dagskrá Skátaþings lýkur.
25. mars kl. 18:00 – Fresti til að skila athugasemdum um útsend gögn til Skátamiðstöðvarinnar lýkur.
25. mars kl. 18:00 – Skráning á Skátaþing lýkur
1. apríl kl. 18:00 – Skátafélög skulu afhenda kjörbréf. Skátaþing er sett.
Upplýsingasíðu Skátaþings má finna á skatarnir.is/skatathing þar sem má finna allar upplýsingar um Skátaþing í rauntíma, þangað verður gögnum hlaðið upp þegar þau berast og í síðasta lagi fyrir tilgreindan frest samkvæmt lögum. Öll þingögn verða aðgengileg þar á rafrænu formi þegar Skátaþing verður sett.
Reykjavík, 18. febrúar 2022
Fyrir hönd stjórnar BÍS,
Helga Þórey Júlíudóttir
Framkvæmdastjóri BÍS
Tilkynning frá uppstillingarnefnd
Sækja tilkynningu á pdf formi.
Á Skátaþingi helgina 1.-3. apríl n.k. verður kosið í neðangreind hlutverk í samræmi við lög BÍS.
Uppstillingarnefnd hvetur skáta sem hafa áhuga og hugsjónir fyrir skátastarfi í landinu að skoða þau hlutverk sem eru laus til kjörs, að gefa kost á sér til starfa og hvetja aðra til þess. Lýsingar á þeim hlutverkum sem kosið er í má finna neðst í þessari tilkynningu.
Athygli skal vakin á eftirfarandi:
- Kosið er í öll hlutverk annað hvert ár til tveggja ára.
- Við kosningu í stjórn BÍS er kosið sérstaklega um skátahöfðingja og gjaldkera en fimm meðstjórnendur eru kjörnir í einni kosningu.
- Kosið er í fjögur fastaráð: starfsráð, alþjóðaráð, útilífsráð og stjórn Skátaskólans. Kosið er um þrjá fulltrúa í hvert ráð.
- Kosið er í ungmennaráð (16-25 ára) og áheyrnarfulltrúa ungmenna í stjórn BÍS á ungmennaþingi 6. febrúar. Áhugasamir eru hvattir til að fylgjast með undirbúningi ungmennaþings, sækja þingið og bjóða sig fram.
- Kosið er um fimm sæti í uppstillingarnefnd, þrjá félagslega skoðunarmenn og löggiltan endurskoðanda.
Eftirtalin hlutverk eru laus til kjörs á Skátaþingi 2022:
Stjórn
Skátahöfðingi
Gjaldkeri
Fimm meðstjórnendur
Fastaráð
Þrjú sæti í alþjóðaráði
Þrjú sæti í starfsráði
Þrjú sæti í stjórn Skátaskólans
Þrjú sæti í útilífsráði
Annað
Fimm sæti í uppstillingarnefnd
Þrír félagslegir skoðunarmenn reikninga
Löggiltur endurskoðandi
Kjörin á Ungmennaþingi 2022
Áheyrnarfulltrúi ungmenna í stjórn BÍS
Þrjú sæti í ungmennaráði
Framboðstilkynningar og tillögur um fólk í þessi hlutverk óskast sendar uppstillingarnefnd hið fyrsta og eigi síðar en 11. mars kl. 12:00.
Tilkynningar um framboð þurfa að berast í tölvupósti á netfang uppstillingarnefndar uppstillingarnefnd@skatarnir.is.
Sérstök athygli er vakin á því að ekki er hægt að skila framboðum á þinginu sjálfu.
| Uppstillingarnefnd skipa: | ||||
| Berglind Lilja Björnsdóttir | s. 659-1366 | berglindliljab@gmail.com | ||
| Birgir Ómarsson | s. 895-7551 | biggiomars@gmail.com | ||
| Katrín Kemp Stefánsdóttir | s. 824-1865 | katrinkemp@kopar.is | ||
| Sigurður Viktor Úlfarsson, form | s. 854-0074 | siggiulfars@gmail.com | ||
| Sædís Ósk Helgadóttir | s. 661-6433 | saedis@skatarnir.is | ||
Hér eru skýringar um helstu verkefni sem þau hlutverk sinna sem kosið verður í á Skátaþingi. Athugið að þetta eru ekki tæmandi listar og verkefnin geta verið jafn fjölbreytt og þau eru mörg. Ennfremur starfa ráð oft saman að ýmsum verkefnum.
Stjórn
Skátahöfðingi er formaður stjórnar BÍS og leiðtogi alls skátastarfs í landinu.
Gjaldkeri situr í stjórn BÍS. Hann ber m.a. ábyrgð á fjármálum BÍS og vinnur náið með framkvæmdastjóra hreyfingarinnar að stjórn þeirra, framkvæmd fjáraflana, vinnslu bókhalds, áætlanagerð o.þ.h.
Meðstjórnendur (5): Sitja í stjórn BÍS sem skiptir með sér verkum og ber m.a. sameiginlega ábyrgð á starfi stjórnar, ráða og nefnda. Sitja eftir atvikum í fastaráðum samkvæmt ákvörðun stjórnar.
Áheyrnarfulltrúi ungmenna hefur áheyrnarrétt í stjórn BÍS en ekki atkvæðisrétt. Kosið er í hlutverkið á ungmennaþingi.
Fastaráð og fleiri hlutverk
Hlutverk starfsráðs er að styðja við og efla starf skátafélaganna í samráði við stjórnir skátafélaga, sveitarforingja og flokksforingja.
Hlutverk alþjóðaráðs er að stuðla að því að að BÍS fylgi stefnum og nýti sér stuðningsefni frá alþjóðasamtökum skáta, WOSM og WAGGGS, ásamt því að annast samskipti við erlend skátabandalög, kynningu á erlendu skátastarfi á Íslandi og íslensku skátastarfi erlendis.
Hlutverk stjórnar Skátaskólans er að stuðla að þjálfun með skipulagningu námskeiða, er taki mið af Grunngildum Bandalags íslenskra skáta.
Hlutverk útilífsráðs er að hvetja til viðburða sem fela í sér útilíf og styðja við þá útilífsviðburði sem bæði skátafélög og BÍS standa fyrir.
Uppstillingarnefnd skal leita eftir fólki til starfa í stjórn og fastaráð fyrir Bandalag íslenskra skáta. Við störf sín skal nefndin ávallt leita eftir sem hæfustum frambjóðendum og gæta þess, eftir því sem hægt er, að jafnræði sé með kynjunum í stjórn, nefndum og ráðum BÍS.
Félagslegir skoðunarmenn reikninga: Félagsleg skoðun reikninga BÍS og dótturfélaga er í höndum þriggja manna félagslegrar skoðunarnefndar sem Skátaþing kýs. Félagslegir skoðunarmenn reikninga mega ekki sinna öðrum störfum fyrir BÍS sem snerta fjármál. Þeir bera ábyrgð gagnvart Skátaþingi og skulu eiga greiðan aðgang að öllu bókhaldi BÍS og er stjórninni skylt að veita þeim allar nauðsynlegar upplýsingar um fjármál og reikningshald þess.
Löggiltur endurskoðandi: Reikningar BÍS og dótturfélaga skulu skoðaðir ár hvert af löggiltum endurskoðanda, kosnum af Skátaþingi.
Hlutverk ungmennaráðs er að hvetja til og auka ungmennalýðræði innan stjórnkerfis hreyfingarinnar og stuðla að virkri þátttöku ungmenna við stefnumótun eigin skátastarfs og hreyfingarinnar. Kosið er í ráðið á ungmennaþingi.
Félagsstarf skáta til og með 3. febrúar

Tvær nýjar reglugerðir vegna yfirstandandi heimsfaraldurs taka gildi 13. janúar, önnur um takmörkun á samkomum og hin um takmörkun á skólastarfi sem tekur m.a. til æskulýðs og tómstundastarfs þ.m.t. skátastarfs. Samkvæmt því getur félagsstarf skáta á grunnskólaaldri hafist aftur með nokkrum takmörkunum þó, félagsstarf rekkaskáta þarf áfram að fylgja almennum samkomutakmörkunum. Fjölskylduskátastarf getur farið fram ef fjöldi fullorðinna er undir 20, ekki fleiri en einn forráðaraðili fylgir hverju barni í starfinu og þau fylgja reglum um almennar samkomutakmarkanir, börn á leikskólaaldri eru undanskilin nálægðartakmörkunum og grímuskyldu.
Stjórnir skátafélaga eru samt hvattar til að taka mið af ástandi í þeirra nærsamfélagi og leita líka leiðbeininga frá sínum sveitarfélögum og hverfastjórnum ef þau vita að aðrar æskulýðsstofnanir í kringum þær hafa lokað vegna smita.
Athygli er vakin á að blikur eru á lofti um að þessar leiðbeiningar gætu breyst hratt aftur
Dreka- fálka- og dróttskátar (7 – 15 ára)
Þátttakendur:
- Drekaskátar, Fálkaskátar og Dróttskátar mega vera 50 saman á skátafundi
- Blöndun er leyfileg á milli hópa.
Staðsetning skátafunda:
- Mælst til að vera utandyra. Ef stór hluti er í sóttkví og/eða einangrun er mælst til að hafa fundinn á rafrænum vettvangi til að auka aðgengileka.
- Fari starf fram innanhúss skal gæta góðra þrifa á almennum snertiflötum og loftræsa rými.
- Áfram skal gæta persónubundinna smitvarna og bjóða góða aðstöðu til handþvotts og hafa spritt aðgengilegt þátttakendum og skátaforingjum.
- Ráðstafanir skulu gerðar til að sótthreinsa rými eftir hvern dag og á milli hópa í sama rými.
Skátaforingjar:
- Reyna skal að halda fjölda skátaforingja í lágmarki þó ávallt vera nægur til að anna ungmennunum og gæta öryggis, samkvæmt reglugerð má fjöldi skátaforingja að hámarki vera 20.
- Skátaforingjar skulu gæta 2 metra nálægðartakmörkunar á milli hvors annars og milli sín og barnanna eins og kostur er.
- Skátaforingjar skulu bera andlitsgrímur þegar ekki er unnt að gæta fjarlægðartakmarkanna og er mælst til þess að þær séu bornar öllum stundum í starfi.
Starfsfólk:
Séu starfsmenn í skátafélögum gilda sömu reglur um þau og skátaforingja.
Forráðamenn, aðstandendur og aðrir aðilar:
Ekki er sérstaklega talað um forráðafólk og aðstandendur þátttakenda í reglugerð en mælst er til þess að þau ásamt öðrum sem ekki tilheyra félagsstarfi hverrar skátasveitar skulu lágmarka viðveru í skátaheimili þegar skátafundir eru haldnir. Þau skulu bera grímu öllum stundum ef þau þurfa að mæta í persónu þar sem skátasveitin er að störfum og gæta nálægðartakmarkana gagnvart þátttakendum, skátaforingjum og öðrum.
Rekka-, róver- og eldri skátar (16 ára og eldri)
Vilji skátar á þessum aldursbilum koma saman er þeim ráðlagt að færa allt það starf utandyra, vera aldrei fleiri en 20, gæta nándartakmarkana og bera grímur sé ekki hægt að tryggja þær. Áfram er mælst til að allar samkomur sem snúa að skipulagi félagsins s.s. foringjaráðsfundir, stjórnarfundir, baklandsfundir og samanbærilegt sé framkvæmt rafrænt.
Ferðir og útilegur á öllum aldursstigum
Mælst er til þess að fara eingöngu í dagsferðir. Að svo stöddu er augljóslega meiri smithætta að fara og dvelja til lengri tíma saman í stórum hópi og erfitt að tryggja að sóttvarnartakmörkum sé fylgt í einu og öllu meðan á dvöl stendur.
Covid ráðstafanir í Skátamiðstöðinni

Vegna mikillar útbreiðslu Covid mun starfsfólk Skátamiðstöðvar skipta sér í tvö teymi sem verða í Skátamiðstöðinni til skiptis til að reyna að fyrirbyggja að allt starfsfólk lendi í sóttkví og/eða einangrun samtímis. Því verða opnunartími Skátamiðstöðvarinnar styttur þannig eingöngu verður hægt að koma við í Skátamiðstöð á milli 11:00 og 14:00 á daginn, við biðjum fólk samt að koma eingöngu við ef það þarf þess nauðsynlega. Síminn verður opinn þegar starfsfólk er í húsi en annars lokaður, best verður að koma erindum til okkar með því að senda tölvupóst á skatarnir@skatarni.is.
Ekkert fundarhald ráða, vinnuhópa og stjórna innan BÍS og dótturfélaga verður leyfilegt í Skátamiðstöðinni heldur verða allir fundir færðir á rafrænan vettvang.
Félagsstarf skáta til og með 12. janúar

Ný reglugerð um takmörkun á samkomum vegna farsóttar tók gildi 21. desember 2021 og gildir til og með 12. janúar 2022. Að þessu sinni voru ekki settar ólíkar reglugerðir um samkomur almennt og um skóla- og tómstundastarf barna. Þar að auki var æskulýðsstarf ekki nefnt í reglugerðinni og því nokkur óvissa hjá skátunum og öðrum æskulýðssamtökum hvaða reglum bæri að fylgja í starfinu og leita þurfti til ráðuneytis til að staðfesta túlkun reglugerðarinnar.
Í svari heilbrigðisráðuneytisins var áréttað að æskulýðsstarfi væri hvorki ætlað að miða við þau ákvæði sem væru sett um íþróttaæfingar barna né um við þau ákvæði sem væru sett um frístund barna á grunnskólaaldri, starfsemi æskulýðsfélaga fellur undir almennar samkomutakmarkanir þ.e. samanlagt mega 20 koma saman börn og fullorðin fædd fyrir 2016 í félagsstarfi skáta, almennar nándartakmarkanir gildi fyrir alla og grímuskylda fyrir þau fædd fyrir 2006 þegar ekki er hægt að tryggja nándartakmörk.
Því eru það tilmæli Bandalags íslenskra skáta að allt félagsstarf skáta á grunnskólaaldri (dreka-, fálka- og dróttskáta) í raunheimum fari í hlé a.m.k. til og með 12. janúar. Við teljum afar erfitt fyrir nokkurt félag að halda uppi starfi við þessar takmarkanir á ábyrgan máta. Félagsstarf sé strax flutt á rafrænan vettvang eða einstaklingsbundin dagskrá send til skáta eða hlé gert á starfi og slíkt undirbúið. Erindrekar undirbúa nú dagskrárpakka byggða á góðu starfi sem við sáum í svipuðu ástandi í fyrri bylgjum fyrir hvert aldursbil sem skátaforingjar geti nýtt sér og aðlagað í stað þess að þurfa að finna upp á öllu sjálf. Þetta efni verðu gert aðgengilegt á sérstakri undirsíðu sem má nú finna í valmynd efst á síðunni undir "Covid". Nú og í náinni framtíð er mikið af börnum í sóttkví og einangrun og við teljum starfið gert aðgengilegra öllum með þessum hætti við núverandi ástand og dregið úr áhættu á smitum fyrir þátttakendur og sjálfboðaliða meðan þessi bylgja gengur yfir.
Rekka-, róver og eldri skátum er ráðlagt vilji þau koma saman að færa allt það starf utandyra, vera aldrei fleiri en 20, gæta nándartakmarkana og bera grímur sé ekki hægt að tryggja þær. Allar samkomur sem snúa að skipulagi félagsins s.s. foringjaráðsfundir, stjórnarfundir, baklandsfundir og samanborið sé framkvæmdt rafrænt.
Dreka- fálka- og dróttskátar (7 – 15 ára)
Mælst er til þess að til 12. janúar sé allt félagsstarf þessara aldursbila sett í hlé. Það sé annaðhvort strax fært á rafrænan vettvang eða einstaklingsbundin dagskrá send til þátttakenda eða hlé gert á starfi og slíkt undirbúið.
Rekka- og róverskátar (16 – 25 ára) og eldri skátar (26 ára og eldri)
Vilji skátar á þessum aldursbilum koma saman er þeim ráðlagt að færa allt það starf utandyra, vera aldrei fleiri en 20, gæta nándartakmarkana og bera grímur sé ekki hægt að tryggja þær. Allar samkomur sem snúa að skipulagi félagsins s.s. foringjaráðsfundir, stjórnarfundir, baklandsfundir og samanbærilegt sé framkvæmt rafrænt.
Sædís nýr erindreki BÍS
Sædís nýr erindreki BÍS

Sædis Ósk Helgadóttir hefur verið ráðin til starfa sem erindreki hjá Bandalagi íslenskra skáta, en nýlega var tekin ákvörðun um að fjölga teymi erindreka í Skátamiðstöðinni.
Sædís hefur verið í skátunum frá 6 ára aldri þegar hún byrjaði í skátafélaginu Árbúum, árið 2011 fór hún yfir í Garðbúa og á stóran hlut í endurreisn og uppbyggingu félagsins síðustu 10 árin. Í Garðbúum hefur hún verið sveitarforingi á öllum aldursbilum og verið í öllum hlutverkum innan stjórnar nema félagsforingja og gjaldkera. Sædís hefur verið mjög virk í viðburðarhaldi innan skátahreyfingarinnar en hún hefur verið mótstýra vetrarmóts Reykjavíkurskáta, aðstoðarmótstjóri á skátasumrinu og í mótstjórnum landsmóts rekka- og róverskáta. Sædís hefur farið á alheimsmót sem sveitarforingi bæði í Japan og í Bandaríkjunum og farið með hóp úr 5 félögum á skátamótið Gilwell 24 í Englandi. Sædís hefur starfað í leiðbeinendahóp Gilwell skólans og hefur setið í fræðsluráði.
Sædís er með B.A. í tómstunda- og frístundafræði og tók þar m.a. ár í skiptinámi í Noregi með áherslu á útivistarnám og hún stefnir á að klára mastersnám á næsta ári í sömu fræðum. Sædís hefur starfað á leikskóla, sem jöklaleiðsögukona, verið útilífsskólastjóri mörg sumur og nú síðast sem frístundafræðingur í Árbænum.
Í teymi erindreki mun Sædís vinna við að styðja og þjónusta sjálfboðaliða BÍS í félagsstarfi skátafélaganna um land allt. Hún mun líka sinna allskyns átaksverkefnum sem miða af því að efla starfsumhverfi skátanna og að framþróun og innleiðingu nýs dagskrárefnis í skátastarfi. Þá vinna erindrekar líka að því að fjölga bæði sjálfboðaliðum og þátttakendum í skátastarfi og geta liðsinnt við að koma á fót skátastarfi í byggðarlögum þar sem það fyrirfinnst ekki í dag. Sædís mun síðan líka vinna að hluta til fyrir Útilífsmiðstöð skáta á Úlfljótsvatni þar sem hún mun vinna að efldari samræmingu dagskrár á Úlfljótsvatni og í skátastarfi og taka þátt í þróun skóla- og sumarbúðanna.
Sædís hefur störf 10. janúar og við hlökkum til að fá að starfa með henni!
Minningarstyrkir um Björgvin Magnússon

Eftir fjölda fyrirspurna frá skátum hefur stjórn Bandalags íslenskra skáta í samráði við fjölskyldu Björgvins Magnússonar ákveðið að safna minningarstyrkjum til heiðurs Björgvini sem munu óskipt renna til Gilwell skálans á Úlfljótsvatni.
Fyrir hvern minningarstyrk verður útbúið sérstakt minningarkort sem verður afhent fjölskyldu Björgvins. Hægt er að leggja upphæð að eigin vali á styrktarsjóð skáta og senda okkur tölvupóst á skatarnir@skatarnir.is um hvaða nöfn eigi að setja á minningarkortið. Einnig er hægt að koma við í Skátamiðstöðinni í Hraunbæ 123 til að undirrita slíkt kort og/eða ganga frá minningarstyrknum í persónu.
Björgvin Magnússon kom að Úlfljótsvatni fyrst sem skólastjóri Skátaskólans 1947 og gegndi því starfi til fjölda ára. Björgin var jafnframt einn aðal leiðbeinanda við fyrsta Gilwellnámskeiðið á Úlfljótsvatni 1959 og síðan stjórnandi og merkisberi fjölmargra slíkra í áratugi. Gamli skátaskálinn að Úlfljótsvatni, nú nefndur Gilwellskálinn var Björgvini alla tíð afar hugleikinn og var hann einn forgöngumanna um endurreisn hans fyrir fáum árum. Gilwellskálinn var hans staður.
Styrktarsjóður Skáta:
Reikningsnúmer - 528-14-403279
Kennitala – 4401692879
Skátamiðstöðin lokuð milli jóla og nýárs

Skátamiðstöðin verður lokuð milli jóla og nýárs. Opnum aftur mánudaginn 3. janúar.
Starfsfólk skátamiðstöðvarinnar óskar ykkur gleðilegra jóla og farsæls komandi árs.






