Covid ráðstafanir í Skátamiðstöðinni

Vegna mikillar útbreiðslu Covid mun starfsfólk Skátamiðstöðvar skipta sér í tvö teymi sem verða í Skátamiðstöðinni til skiptis til að reyna að fyrirbyggja að allt starfsfólk lendi í sóttkví og/eða einangrun samtímis. Því verða opnunartími Skátamiðstöðvarinnar styttur þannig eingöngu verður hægt að koma við í Skátamiðstöð á milli 11:00 og 14:00 á daginn, við biðjum fólk samt að koma eingöngu við ef það þarf þess nauðsynlega. Síminn verður opinn þegar starfsfólk er í húsi en annars lokaður, best verður að koma erindum til okkar með því að senda tölvupóst á skatarnir@skatarni.is.

Ekkert fundarhald ráða, vinnuhópa og stjórna innan BÍS og dótturfélaga verður leyfilegt í Skátamiðstöðinni heldur verða allir fundir færðir á rafrænan vettvang.