Aðalfundur skátafélags Borgarness

Fundarboð

Í 11. grein laga BÍS  segir að stjórn BÍS geti boðað til aðalfundar skátafélags samkvæmt lögum þess hafi slíkur ekki verið haldinn í 18 mánuði. Er það gert hér með:

Aðalfundarboð Skátafélags Borgarness

Boðað er til aðalfundar miðvikudaginn 28.september kl.20:00 í skátaheimilinu Skallagrímsgötu 8a.

Dagskrá fundarins er samkvæmt lögum félagsins. Framboð til stjórnar og erindi fyrir aðalfundinn skulu berast á harpa@skatarnir.is.

Skátar, foreldrar og aðrir velunnarar skátastarfs í Borgarnesi eru boðin hjartanlega velkomin.

Stjórn Bandalags íslenskra skáta

Dagskrá fundarins

Dagskrá fundarins er samkvæmt lögum félagsins sem má sækja með að smella hér.

  1. Kosning fundarstjóra og fundarritara
  2. Fundarboð lagt fram til samþykktar
  3. Skýrsla stjórnar, umræður
  4. Endur skoðaðir reikningar félagsins, umræður
  5. Lagabreytingar
  6. Kosningar
  7. Önnur mál

Stjórn BÍS mun leggja það til við fundinn að Sigurgeir B. Þórisson, erindreki BÍS, verði fundarstjóri. Framboð til stjórnar og önnur málefni fyrir fundinn skal senda á harpa@skatarnir.is.

Kjör í stjórn

Samkvæmt lögum félagsins skal stjórn skipuð fimm skátum; félagsforingja, aðstoðarfélagsforingja, ritara, gjaldkera og meðstjórnanda. Allir stjórnarmenn skulu vera 18 ára eða eldri og félagsforingi skal hafa náð 25 ára aldri. Skipun stjórnarmanna er til tveggja ára í senn en kjörið skal um hluta stjórnar á sléttu ári og hinn hluta stjórnar á oddatöluári. Skipun félagsforingja og meðstjórnanda er því til 2024 en skipun aðstoðarfélagsforingja, ritara og gjaldkera er til 2023.

Framboð til stjórnar

Eftirfarandi framboð hafa borist fundinum:

Félagsforingi

Ólöf Kristín Jónsdóttir

Ritari

Margrét Hildur Pétursdóttir

Dagskrár- og sjálfboðaliðaforingi

Árni Gunnarsson
Ragnar Ingimar Andrésson

Varamenn

Jóhanna M. Þorvaldsdóttir
Jökull Fannar Björnsson


Nýir skráningar skilmálar

Stjórn BÍS samþykkti á fundi í gær uppfærslu á skráningarskilmálum í Sportabler kerfinu. Þeir skilmálar hafa nú verið uppfærðir í bakenda allra félaganna. Margrét Unnur lögfræðingur og sjálfboðaliðaforingi í Skjöldungum fær sérstakar þakkir fyrir yfirlestur.
Skráningarskilmálar innan félagasamtaka með eigin lög, reglugerðir og stefnur eru í sjálfu sér bara verkfæri til að upplýsa þau sem skrá sig hjá okkur um innihald þessara plagga og hvernig þau snúa að einstaklingum í nokkrum mikilvægum málaflokkum.
Héðan af þegar fólk skráir sig í gegnum shop síðuna þarf það að haka við að samþykkja þessa skilmála:
Skilmálana má brjóta upp í:
1. Félagsaðild - réttindi og skyldur
2. Viðmið í starfinu (forvarnar-, jafnréttis-, umhverfis-, öryggis-, ofl.)
3. Áskilinn réttur til tímabundinnar eða ótímabundinnar brottvikningar úr starfi eða af viðburðum
4. Almennir endurgreiðsluskilmálar (fyrir félögin að byggja ofan á)
5. Fyrirvari um að einstaklingar eru ekki sérstaklega vátryggðir í starfi
6. Persónuvernd, myndvinnsla, markpóstar og gagnavinnsla

Óskum eftir umsjónaraðila CREAN

Útilífsráð auglýsir eftir umsjónaraðila fyrir Vetraráskorun CREAN

Vetraráskorunin er samstarfsverkefni BÍS og Scouting Ireland þar sem skátar frá Írlandi koma til Íslands í febrúar og takk þátt í tveggja daga göngu í íslenskri náttúru og vetrarveðri. Árið 2023 mun áskorunin fara fram dagana 11. – 18. febrúar.
Verkefni felst í því að fá til leiks íslenska þátttakendur, halda utanum hópinn og undirbúa þau undir fyrir Vetraráskorun CREAN.

Umsóknarfrestur er til 15.september.

Drag & Drop Files, Choose Files to Upload You can upload up to 4 files.


Berglind Lilja nýr alþjóðafulltrúi WOSM

Stjórn BÍS hefur skipað Berglindi Lilju Björnsdóttur sem alþjóðafulltrúa fyrir WOSM. Berglind verður tengiliður BÍS við heimssamtök skáta og á norrænum samstarfsvettvangi skáta ásamt því mun hún vinna náið með alþjóðaráði. Stjórn BÍS óskar Berglindi hjartanlega til hamingju með stöðuna og hlakkar til að vinna með henni í nýju hlutverki. Um leið vill stjórn BÍS færa fráfarandi alþjóðafulltrú, Þóreyju Lovísu þakkir fyrir vel unnin störf, Þórey mun leiða Berglindi fyrstu skrefin og koma henni inn í hlutverkið.

 

EN:

The board of Bandalag Íslenskra Skáta has appointed Berglind Lilja Björnsdóttir as the new International Commissioner for WOSM. Berglind will represent BÍS within the World Organization of the Scout Movement abroad and within the Nordisk Speiderkomité she will also work with BÍS's council on international scouting. The board of BÍS would like to congratulate Berglind on her new position and looks forward to working with her. At the same time, the board of BÍS would like to thank Þórey Lovísa, the outgoing International Commissioner, for a job well done. Þórey will guide Berglind during her first steps and bring her into the role.


Þórhallur Helgason skipaður sem aðstoðarskátahöfðingi

 

Á stjórnarfundi BÍS sem haldinn var í Lækjarbotnum þann 10. maí skipaði stjórnin sér aðstoðarskátahöfðingja úr sínum röðum. Þórhallur Helgason mun gegna embættinu og er í því hlutverki staðgengill skátahöfðingja. Hlutverk Þórhalls (eða Ladda líkt og hann er ávallt kallaður) er einnig að hafa umsjón og yfirsýn yfir lög og reglugerðir BÍS og veita verkefnastjórnun eftirfylgni.

Laddi hefur verið skáti síðan hann var 13 ára. Hann hefur farið á ófá landsmótin sem þátttakandi, foringi og starfsmaður. Hann hefur farið á alheimsmót skáta auk þess að hafa haldið hin ýmsu foringjanámskeið. Einnig var Laddi félagsforingi Seguls um árabil og því hokinn skátareynslu. Ladda er óskað velfarnaðar með vissu um að hans aðkoma verði skátahreyfingunni til heilla.

 


Halldóra Inga nýr fjármálastjóri BÍS og dótturfélaga

Okkur er sönn ánægja að tilkynna að Halldóra Inga Ingileifsdóttir hefur verið ráðin til starfa sem fjármálastjóri hjá Bandalagi íslenskra skáta. Halldóra er viðskiptafræðingur og býr yfir víðtækri reynslu á sviði reksturs og fjármála, einnig hefur hún reynslu af stjórnarsetum í frjálsum félagasamtökum. Halldóra mun vinna náið með framkvæmdastjórum BÍS og dótturfyrirtækjum: Grænum skátum, Skátabúðinni, Útilífsmiðstöð skáta Úlfljótsvatni og Skátamótum.  Sem fjármálastjóri ber Halldóra ábyrgð á daglegri fjármálastjórn og bókhaldi ásamt fjárreiðum BÍS og dótturfyrirtækjum þess.

Halldóra Inga hóf störf 1. maí og við hlökkum til samvinnunnar!


Skátamiðstöðin verður lokuð yfir páskana

Skátamiðstöðin er komin í páskafrí. Lokað verður hjá okkur yfir páskana frá fimmtudeginum 14. apríl. Við opnum aftur 19. apríl. Erindi meiga berast á póstfangið okkar skatarnir@skatarnir.is sem svarað verður 19. apríl.

Gleðilega páska !


Harpa Ósk er nýr skátahöfðingi

Harpa Ósk Valgeirsdóttir hefur tekið við sem skátahöfðingi og var henni vel fagnað á fjölsóttu Skátaþingi sem haldið er á Bifröst nú um helgina.  

Ég vil gera skátastarfið aðgengilegt öllum,”

segir Harpa og þar vísar hún m.a. til verkefna um að gera börnum af erlendum uppruna auðveldara að sækja skátastarf, sem og til fjölgunar skátafélaga á landsbyggðinni.  Hún segir að með skýrari dagskrárgrunni sem var kynntur á skátaþingi sé einnig skref stigið til að gera starfið aðgengilegra.  

Stærsta breytingin sem var kynnt er nýtt aldursbil í dagskránni, sk. Hrefnuskátar fyrir börn 5 – 7 ára og þar taka skátarnir þátt með foreldrum sínum, samhliða fjölskylduskátastarfi. Harpa Ósk hefur góða reynslu af fjölskylduskátastarfi en hún tekur þátt í slíku með dóttur sinni.  

Bjóðum eldri skáta velkomna til verkefna 

Harpa Ósk hefur verið virk í skátastarfi frá unga aldri, en hún segir að það sé ekki forsenda fyrir þátttöku fullorðinna í skátastarfi. Margir hafi komið inn í skátastarfið í gegnum starf barna sinna og haldið áfram. Harpa hvetur eldri skáta sem tóku sér hlé frá skátastarfi til að hafa samband við sitt skátafélag því það séu mörg áhugaverð verkefni sem þarfnast eldhuga.  

„Við bjóðum allra eldri skáta velkomna til verkefna,” segir Harpa Ósk. Verkefnin eru næg og fjölbreytt hvort heldur hjá Bandalagi íslenskra skáta eða hjá skátafélögunum. Áherslur okkar eru að auka gæði skátastarfsins, gefa fleiri börnum kost á þátttöku, efla fræðslu skátaforingjanna og bjóða fleiri velkomna til verkefna. Með þessum áherslum vonumst við til að skátahreyfingin jákvæð áhrif á sitt samfélag og stuðli að bættum heimi,” segir Harpa.    


Skátastarfið í forgrunni á skátaþingi

Skátaþing verður haldið á Bifröst um helgina, 1. - 3. apríl, og þar verður í forgrunni að vinna með uppfærðan dagskrárramma skátasstarfsins. Rúmlega hundrað skátar í leiðtogahlutverkum munu mæta og leggja línur fyrir starfið á næstunni.  

Sjálfkjörið er í öll embætti á þinginu.  Marta Magnúsdóttir, sem verið hefur skátahöfðingi í 5 ár, gaf ekki kost á sér til áframhaldandi setu.  Hún var yngsti skátahöfðingi sögunnar þegar hún tók við og í hennar tíð hefur verið mikil áhersla á þátttöku ungmenna í stjórnum og ráðum skátahreyfingarinnar.  

Harpa Ósk Valgeirsdóttir, ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur, sem einnig hefur setið í stjórn sl. 5 ár og nú síðast sem aðstoðarskátahöfðingi býður sig fram í embættið og er hún sjálfkjörin. Harpa hefur leitt dagskrárráð skáta og beitt sér fyrir leiðtogaþjálfun. „Það hefur verið einstaklega gleðilegt að finna stuðning og hvatningu úr skátasamfélaginu,” segir Harpa. „Ég finn mikinn kraft meðal skáta eftir þá ládeyðu sem Covid hafði í för með sér,” segir hún og er bjartsýn um framhaldið. „Við viljum að skátahreyfingin sé aðgengileg öllum börnum og við bjóðum eldri skáta velkomna til verkefna.”

Uppfærður dagskrárrammi 

Á skátaþinginu verður mikil áhersla á samhæfingu og samtal um dagskrárramma skátastarfsins, bæði heildarrammann sem og einstaka aldursbil. Skátarnir leggja áherslur á heildstæða og ævintýralega dagskrá. Í stefnu skátanna sem samþykkt var á síðasta skátaþingi er lögð áhersla á stuðningsefni fyrir skátaforingja, skátaaðferðina, dagskrárhringinn, flokkakerfið og hvatakerfið. Allt eru þetta þættir sem auðvelda skátafélögunum að innleiða ævintýralegt og metnaðarfullt skátastarf.

Harpa Ósk og Marta eru sammála um að mikilvægt sé fyrir skátahreyfinguna að eiga þetta samtal og eru ánægðar með hve margir starfandi skátaforingjar ætla að sækja skátaþingið, auk stjórna skátafélaganna í landinu.

Aukin áhersla á útilíf 

Á þessu skátaþing[ i verður kjörið í fyrsta sinn í nýtt útilífsráð í samræmi við lagabreytingar frá síðasta skátaþingi. Hlutverk ráðsins verður að hvetja til viðburða sem fela í sér útilíf og styðja útivistartengt viðburðarhald.  

Róleg endurnýjun og öflugri fagráð 

Af sjö skátum í stjórn Bandalags íslenskra skáta (BÍS) halda fimm áfram og tveir bætast í hópinn. Stjórnin er sjálfkjörin eins og áður segir.  

Lög BÍS gera ráð fyrir lágmarksfjölda í fagráð en þar sem fleiri framboð bárust og til að tryggja að ekki sitji eingöngu fulltrúar eins kyns í ráðum hefur stjórn BÍS boðað tillögu um að fleiri munu sitja í fagráðum en lágmarksfjöldi segir til um. Þannig verði öflugri fagráð og aukinn stuðningur við skátafélögin.


Privacy Preference Center