Halldóra Inga nýr fjármálastjóri BÍS og dótturfélaga

Okkur er sönn ánægja að tilkynna að Halldóra Inga Ingileifsdóttir hefur verið ráðin til starfa sem fjármálastjóri hjá Bandalagi íslenskra skáta. Halldóra er viðskiptafræðingur og býr yfir víðtækri reynslu á sviði reksturs og fjármála, einnig hefur hún reynslu af stjórnarsetum í frjálsum félagasamtökum. Halldóra mun vinna náið með framkvæmdastjórum BÍS og dótturfyrirtækjum: Grænum skátum, Skátabúðinni, Útilífsmiðstöð skáta Úlfljótsvatni og Skátamótum.  Sem fjármálastjóri ber Halldóra ábyrgð á daglegri fjármálastjórn og bókhaldi ásamt fjárreiðum BÍS og dótturfyrirtækjum þess.

Halldóra Inga hóf störf 1. maí og við hlökkum til samvinnunnar!